Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Síða 24

Skessuhorn - 21.08.2019, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201924 á Ólafsdalshátíðinni flutti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, ávarp. Minnt- ist Lilja hins mikla hugvitsmanns og frumkvöðuls torfa Bjarna- sonar. ásamt því lagði ráðherra áherslu á þau tækifæri sem felast í tæknibyltingunni sem við stönd- um frammi fyrir nú. Sjálfvirkni- væðing, gervigreind og sýndar- veruleiki eru allt þættir sem Ís- land getur notið góðs af eins og af fyrri tæknibyltingum. til þess að þjóðin geti nýtt sér þau að fullu þarf að styðja við læsi í víð- asta skilningi. Einnig kom fram í máli ráðherra að í upphafi 20. aldar hafi um 75% vinnuafls á Ís- landi starfað við sjávarútveg og landbúnað en í dag starfa tæp 5% við þessar greinar. Íslandi hafi á þessum tíma tekið á móti tækni- þróun og nýtt sér hana til þess að að auka hagsæld þjóðarbúsins verulega. mm/ Ljósm. MM-ráðuneytið. Minntist frumkvöðulsins Torfa í Ólafsdal Nokkur fjöldi gesta sótti Ólafsdal í Dölum heim síðastliðinn laugardag þegar árleg hátíð Ólafsdalsfélagsins var haldin í tólfta sinn. Veðurguð- irnir voru ekki að sýna sínar bestu hliðar á Vesturlandi um helgina þannig að aðlaga þurfti framkvæmd og skipulag hátíðarinnar í samræmi við það. áður en formleg dagskrá hófst var boðið upp á gönguferð að víkinga- aldarskálanum innarlega í dalnum þar sem fornleifafræðingar á veg- um Fornleifastofnunar Íslands voru að störfum fyrr í sumar, í samstarfi við Minjavernd. Var gangan undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur forn- leifafræðings sem sagði frá ýmsum minjum á leiðinni ásamt því nýjasta varðandi uppgröftinn. Dagskráin hófst síðan á ávarpi Kristjáns Sturlusonar, sveitar- stjóra Dalabyggðar og að því loknu flutti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- rerra, erindi. Bergsveinn Birgis- son rithöfundur sagði frá og las upp úr bók sinni „Lifandilífslæk- ur“. Soffía Björg Óðinsdóttir söng nokkur lög og einnig þöndu með- limir Drengjakórs íslenska lýð- veldisins raddböndin. Í lok form- legrar dagskrár fór húllatrúður- inn Sól frá Sirkus Íslandi á kost- um og skemmti börnum á öllum aldri. Kynnir hátíðarinnar var Jó- hann Alfreð Kristinsson sem kitl- aði hláturtaugar gesta með glensi og gríni á milli atriða. ig Guðný Margrét Rögnvaldsdóttir klæddi sig upp í tilefni dagsins og seldi gestum happdrættismiða. Ólafsdalshátíð haldin í tólfta sinn Göngugarpar við víkingaaldarskálann, en reikna má með að unnið verði áfram að uppgreftri og rannsóknum á svæðinu næstu tvö til þrjú sumur ef fjármagn fæst í verkefnið. Staldrað við á brúnni. Markús Torfason rifjar upp gamlar minningar úr lífi og leik í Ólafsdal á fyrri árum. ilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Svavar Gestsson, fyrr- verandi ráðherra. Soffía Björg Óðinsdóttir, söngkona og lagahöfundur, heillaði gesti hátíðarinnar með ljúfum söng og lét það ekki á sig fá þó hitastigið væri ekki hátt. Brosmildir hátíðargestir fylgjast með dagskránni. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins, tók við gjöf frá Ásgerði Höskuldsdóttur til félagsins. Um er að ræða þrjár myndir en þær eru af afa hennar, Ásgeiri Torfasyni efnafræðingi og foreldrum hans, Torfa Bjarnasyni skólastjóra og Guðlaugu Zakaríusdóttur húsfreyju. Þessi unga dama hló svo innilega þegar húllatrúðurinn Sól lék listir sínar að ekki var annað hægt en að smella af henni mynd. Erla Karlsdóttir frá Innri-Fagradal og Sigríður Björg Guðmundsdóttir úr Búðardal komu við á grænmetis- markaðnum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.