Skessuhorn - 21.08.2019, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201926
Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Danskir dagar var haldin í 25.
sinn í Stykkishólmi dagana 15.-18. ágúst. Hátíðin er ein af
elstu bæjarhátíðum landsins, en hún hefur verið haldin frá
árinu 1994.
Nú sem fyrr sótti fjöldi fólks Hólminn heim á Dönskum
dögum til að gleðjast með ættingjum og vinum og njóta fjöl-
breyttrar dagskrár fyrir alla fjölskylduna. Að sögn Hjördísar
Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Danskra daga, gekk hátíðin
eins og best verður á kosið. „Hátíðin gekk öll afskaplega vel
fyrir sig og þrátt fyrir að vindurinn hafi blásið svolítið á ok-
kur þurfti ekki að aflýsa neinum dagskrárlið,“ segir Hjördís
í samtali við Skessuhorn. „Aðsókn var mjög góð og mar-
gir brottfluttir Hólmarar sem lögðu leið sína í bæinn. Góð
stemning var í bænum alla helgina og sömuleiðis dagana fyrir
hátíðina. Við vorum með smá upptakt dagana fyrir og héldum
nokkra smærri viðburði.
Opnunarhátíðin var á föstudagskvöldið og mjög mikið um
að vera í bænum á laugardeginum, brekkusöngur um kvöldið
og dansleikur í reiðhöllinni sem var vel sóttur og fór vel fram,
svo aðeins fátt eitt sé nefnt,“ bætir hún við. „Allt saman gekk
þetta eins og í sögu og skipuleggjendur hátíðarinnar vilja
koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sóttu hátíðina
heim, styrktu hana og lögðu hönd á plóg við hátíðarhöldin,“
segir Hjördís Pálsdóttir að endingu. kgk/ Ljósm. sá.
Danskir dagar voru haldnir hátíðlegir í 25. skipti
„Góð stemning í bænum alla hátíðina“
Grillað í Skógræktinni við mikla ánægju barna og fullorðinna, en það er siður sem
íbúar nýlega fluttir frá Danmörku tóku með sér.
Íbúar í Tjarnarásnum búnir að breyta götuheitinu í Gammeldanskvej.
Glaðir krakkar á Dönskum dögum.
Tunnulestin ekur af stað.
Krakkarnir hafa alltaf jafn gaman af froðunni.
Bryndís Guðmundsdóttir og Ingimar
Guðmundsson fengu viðurkenningu
fyrir best skreytta húsið á Dönskum
dögum 2019. Krakkarnir gæða sér á grilluðum kræsingunum.
Gestir njóta á brekkusöngnum á laugardagskvöldið.
Tunnulestin á fullri ferð og einbeittir lestarstjórar í hverjum
vagni.
Tvær froðurennibrautir voru settar upp í Hótelbrekkunni og
börnin renndu sér hverja salíbununa á fætur annarri.
Notið á kvölddagskránni. Sigurvegarar á Kubbleikum Danskra daga 2019.