Skessuhorn - 21.08.2019, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 31
Skagamenn máttu játa sig sigraða
gegn Stjörnunni á útivelli, 3-1, þeg-
ar liðin mættust í Pepsi Max deild
karla í knattspyrnu á sunnudags-
kvöld. Var þetta fjórða tap ÍA í röð,
en síðasti sigurleikur liðsins kom á
móti Fylki laugardaginn 6. júlí.
Skagamenn voru nálægt því að
komast yfir strax í upphafi leiks
þegar Hörður Ingi Gunnarsson átti
gott skot úr vítateignum eftir inn-
kast Stefáns teits Þórðarsonar, en
Haraldur Björnsson í marki Stjörn-
unnar varði vel.
Heimamenn komust yfir á 25.
mínútu leiksins, þegar Sölvi Snær
Guðbjargarson skoraði með skoti
utan teigs sem fór af Halli Flosa-
syni og þaðan í stöngina og inn.
Eftir markið náði Stjarnan undir-
tökunum á vellinum og stjórnaði
leiknum. Skagamenn lágu til baka
og freistuðu þess að sækja hratt en
gekk illa að skapa sér opin mark-
tækifæri. Engu að síður tókst þeim
að jafna metin á lokamínútu fyrri
hálfleiks. Aron Kristófer Lárusson
skoraði þá glæsilegt mark, beint úr
hornspyrnu, þar sem hann skrúf-
aði boltann í fjærhornið. Staðan því
1-1 þegar liðin gengu til búnings-
herbergja í hléinu.
Stjörnumenn náðu forystunni á
nýjan leik strax á upphafsmínútu
síðari hálfleiks þegar Þorsteinn Már
Ragnarsson skoraði eftir fyrirgjöf
frá Sölva Snæ. Skagamenn fundu
aldrei taktinn í síðari hálfleik, gekk
illa að halda boltanum og náðu ekki
að skapa sér nein almennileg mark-
tækifæri. Þriðja og síðasta mark
Stjörnunnar skoraði Baldur Sig-
urðsson á 70. mínútu þegar hann
skallaði boltann í netið eftir horn-
spyrnu. Heimamenn hefðu getað
skorað fleiri mörk í síðari hálfleik
því þeir komust tvisvar í dauðafæri
þar sem árni Snær Ólafsson í marki
ÍA varði vel. Auk þess áttu þeir skot
í stöngina seint í leiknum.
Skagamenn hafa tapað fjórum
leikjum í röð og sitja nú í 7. sæti
deildarinnar með 22 stig eftir 17
umferðir. Þeir hafa jafn mörg stig
og Fylkir í sætinu fyrir neðan en
eru tveimur stigum á eftir Val í sæt-
inu fyrir ofan. Næst mætir ÍA botn-
liði ÍBV á Akranesvelli laugardag-
inn 24. júlí.
kgk
Eftir kærkominn 1-0 sigur Skaga-
kvenna á ÍR í Inkassódeildinni í
fótbolta á þriðjudaginn í liðinni
viku var komið að stelpunum að
mæta Haukum á mánudagskvöld-
ið. Leikurinn gegn Haukum fór þó
ekki eins vel, tapaðist 4-1. Leikið
var í Hafnarfirði.
Leikurinn byrjaði fjörlega. Hauk-
ar áttu skot í stöngina og út áður
en ÍA náði forystunni á 12. mínútu
leiksins. Rangstöðugildra Hauka
brást þegar hár bolti var sendur
inn fyrir vörnina á Erlu Karitas Jó-
hannesdóttur. Hún hafði nægan
tíma til að senda boltann fyrir á
Andreu Magnúsdóttir sem skoraði
auðveldlega með skalla.
Haukar jöfnuðu metin á 21. mín-
útu eftir mistök Anítu Ólafsdótt-
ur í marki ÍA. Sæunn Björnsdóttir
lyfti boltanum inn á teiginn. Eng-
inn leikmaður komst í boltann, sem
skoppaði einhvern veginn undir
Anítu og í netið. Aðeins tveimur
mínútum síðar náðu Haukar for-
ystunni eftir laglega sókn. Lang-
ur bolti var sendur út úr vörninni
á töru Björk Gunnarsdóttur. Hún
sendi boltann áfram á Viennu Be-
hnke sem kom sér fram fyrir varn-
armann og skoraði.
Skagakonur tóku að pressa nokk-
uð ákveðið á Haukaliðið, náðu á
köflum ágætu spili en gekk illa að
skapa sér marktækifæri. Eftir langa
sókn ÍA á 42. mínútu náðu Hauk-
ar boltanum, sendu hann á Sierru
Marie Lelil sem fór framhjá varnar-
manni og lagði boltann fyrir Krist-
ínu Fjólu Sigþórsdóttur sem skor-
aði. Staðan í hálfleik því 3-1 fyrir
Hauka.
Það var síðan snemma í síðari
hálfleik sem heimaliðið afgreiddi
leikinn þegar Vienna skoraði sitt
annað mark þegar hún potaði bolt-
anum í netið eftir sendingu fyrir
markið.
Eftir fjórða mark Hauka róað-
ist leikurinn nokkuð. Skagakonur
náðu að skapa sér nokkur ágætis
tækifæri sem ekki tókst að nýta og
því fór sem fór. Leiknum lauk með
4-1 sigri Hauka.
ÍA situr í 6. sæti deildarinnar með
16 stig, stigi meira en Grindavík í
sætinu fyrir neðan en fjórum stig-
um á eftir Aftureldingu í sætinu
fyrir ofan.
Næsti leikur Skagakvenna er
gegn Þrótti R. föstudaginn 23.
ágúst næstkomandi. Hann verður
leikinn á Akranesi. kgk
Snæfellingar kjöldrógu lið Afríku
þegar liðin mættust í 4. deild karla
í knattspyrnu síðastliðinn laugar-
dag. Liðsmenn Snæfells voru held-
ur betur í stuði, enda Danskir dag-
ar haldnir hátíðlegir í bænum þessa
sömu helgi. áður en yfir lauk á
Stykkishólmsvelli höfðu heima-
menn skorað hvorki fleiri né færri
en 15 mörk en gestirnir ekkert.
Eins og markatalan gefur til
kynna var leikurinn algjör einstefna
frá upphafi til enda. Snæfellingar
leiddu 9-0 í hálfleik og bættu sex
mörkum við í þeim síðari.
Kristinn Magnús Pétursson skor-
aði hvorki fleiri né færri en sex mörk
fyrir Snæfell og Matteo tuta fjögur.
Elvedin Nebic og Sigurjón Krist-
insson skoruðu tvö mörk hvor og þá
urðu gestirnir enn fremur fyrir því
óláni að skora eitt sjálfsmark.
Snæfell trónir á toppi B riðils 4.
deildar með 34 stig eftir 13 leiki.
Næsti leikur Snæfells gegn Hvíta
riddaranum á útivelli á morgun,
fimmtudaginn 22. ágúst. Sá leik-
ur er jafnframt síðasti leikur riðla-
keppninnar.
kgk/ Ljósm. úr safni/ sá.
Víkingur Ó. tapaði fyrir Kefla-
vík með tveimur mörkum gegn
einu þegar liðin mættust í Inkasso
deild karla í knattspyrnu á föstu-
dagskvöld. Leikið var suður með
sjó. Ólafsvíkingar lentu í smá brasi
á leið sinni til Keflavíkur því ekið
var á rútu þeirra þar sem hún stóð
kyrrstæð á bílastæði í Borgarnesi.
Þurftu liðsmenn Víkings að bíða
eftir nýrri rútu sem nemur einum
fótboltaleik, eða í um 90 mínútur.
Mikil barátta einkenndi upphaf-
smínútur leiksins en Ólafsvíkin-
gar voru heilt yfir sterkari og fen-
gu tvö ágætis tækifæri til að komast
yfir. En á 23. mínútu dró til tíðin-
da. Keflvíkingar fengu vítaspyrnu
eftir að Emir Dokara braut á Þor-
ra Má Þórissyni í teignum. Adolf
Mtasingwa Bitegeko fór á punktinn
og skoraði með skoti efst í hægra
markhornið.
Ólafsvíkingar voru ekki af baki
dottnir og héldu áfram að sækja.
Þeir voru nálægt því að jafna aðeins
tveimur mínútum síðar en heimam-
enn björguðu á línu eftir mikið at í
teignum.
á 30. mínútu fengu þeir síðan
vítaspyrnu eftir að brotið var á Vid-
mar Miha í vítateig Keflvíkinga.
Harley Willard tók spyrnuna, sko-
raði af miklu öryggi og jafnaði me-
tin í 1-1 og þannig var staðan í hál-
fleik.
Keflvíkingar voru heldur
sprækari framan af síðari hálfleik,
en leikurinn einkenndist þó áfram
af töluverðum barningi. Aðstæður
spiluðu þar stórt hlutverk, en það
var heldur hvasst í Keflavík þegar
leikurinn fór fram. Magnús Þór
Magnússon var nálægt því að koma
heimamönnum yfir á 68. mínútu
þegar hann átti skot af löngu færi
sem fór í þverslá og yfir. Stuttu síðar
skoraði Dagur Ingi Valsson sigur-
mark leiksins. Hann fékk boltann á
miðjum vallarhelmingi Ólafsvíkin-
ga, fór framhjá einum varnarmanni
og skoraði með þéttingsföstu skoti
í hornið niðri.
Litlu munaði að Ólafsvíkingar
jöfnuðu strax í næstu sókn. Sorie
Barrie átti þá skot úr teignum sem
Sindri Kristinn Ólafsson í marki
heimamanna varði í stöngina og af-
tur fyrir endamörk. Var þetta síðas-
ta alvöru marktækifæri leiksins og
lokatölur því 2-1, Keflvíkingum í
vil.
Víkingur Ó. hefur 24 stig í 7. sæti
deildarinnar þegar 17 leikir hafa
verið spilaðir. Liðið er stigi á eftir
Keflvíkingum en hefur þriggja stiga
forskot á Þrótt í sætinu fyrir neðan.
Næst leika Ólafsvíkingar gegn top-
pliði Fjölnis föstudaginn 23. ágúst.
Sá leikur fer fram í Ólafsvík.
kgk/ Ljósm. úr safni/ af.
Skallagrímur mátti játa sig sigrað-
an í miklum markaleik gegn Sindra
í 3. deild karla í knattspyrnu síðast-
liðinn laugardag. Leikið var í Borg-
arnesi og þegar flautað var til leiks-
loka höfðu hvorki fleiri né færri en
níu mörk litið dagsins ljós. Borg-
nesingar skoruðu fjögur en gest-
irnir fimm og fóru því með sigur af
hólmi. Leikurinn var heldur betur
kaflaskiptur, þar sem Skallagríms-
menn leiddu 3-0 í hálfleik með
mörkum frá Declah Joseph Red-
mond, Sigurjóni Ara Guðmunds-
syni og Christofer Rolin.
Gestirnir frá Hornafirði jöfnuðu
metin á rúmlega 20 mínútna kafla
í byrjun síðari hálfleiks með marki
Kristins Snjólfssonar og tveimur
mörkum tómasar Leós ásgeirs-
sonar. Christofer Rolin kom Skalla-
grími yfir á nýjan leik á 77. mínútu
en Robertas Freidgeimas jafnaði
metin fyrir Sindra á 82. mínútu.
Það var síðan tómas Leó sem skor-
aði sitt þriðja mark og sigurmark
gestanna á lokamínútu leiksins.
Skallagrímsmenn hafa átt erf-
itt uppdráttar í 3. deildinni í sum-
ar. tapið gegn Sindra var tólfta tap
liðsins í röð og eru Skallagríms-
menn án sigurs síðan 30. maí. Þeir
hafa sex stig í botnsæti deildarinn-
ar og eru sjö stigum á eftir KH og
Augnabliki í sætunum fyrir ofan.
Næst leika Borgnesingar gegn KV
á útivelli föstudaginn 23. ágúst
næstkomandi. kgk
Snæfell rótburstaði Afríku
Tap í baráttuleik
Skallagrímsmenn hafa átt erfitt uppdráttar í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar.
Ljósm. glh.
Tólfta tap Skallagríms í röð
Skagamenn hafa ekki náð sér almennilega á strik að undanförnu eftir frábæra
byrjun í Íslandsmótinu. Ljósm. úr safni/ gbh.
Sex vikur án sigurs
Skagakonur lutu í gras
Úr sigurleiknum gegn ÍR í síðustu viku. Hér fagnar ÍA sigurmarkinu frá Bryndísi
Rún. Ljósm. gbh.