Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Qupperneq 11

Skessuhorn - 09.10.2019, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is www.skessuhorn.is SK ES SU H O R N 2 01 9 Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta orma- hreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Hundahreinsun verður mánudaginn 14. október frá kl. 17:00-21:00. Kattahreinsun verður þriðjudaginn 15. október frá kl. 17:00-21:00. Staðsetning: Þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. að greiða þarf með peningum): Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, verð kr. 3.000. Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 4.500. Perlutex ófrjósemistöflur fyrir hunda og ketti, verð kr. 1.500. Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 3.000. Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningargögn á staðnum. Eigendur mega koma og ná í pillur ef þörf krefur. Dýraeigendur hunda og katta eru hvattir til að kynna sér samþykktir um hunda- og kattahald á Akranesi á vef Akraneskaupstaðar. Seinni hreinsun verður laugardaginn 2. nóvember, nánar auglýst síðar. Nánari upplýsingar veita dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. Hunda- og kattaeigendur athugið Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . Við bjóðum upp á glæsilega aðventuferð til Austurríkis og hefjum ferðina í borg barokksins, hinni stórkostlegu Salzburg. Borgin er einstök á aðventunni og jólamarkaður hennar einn sá fallegasti í heimi. Virkisbærinn Kufstein í Tíról tekur því næst á móti okkur og minnir helst á myndskreytt ævintýri. Upplifðu allt það stórkostlega sem aðventan í Austurríki hefur upp á að bjóða! Aðventusveifla í Salzburg & Tíról 1. - 8. desember Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Í síðustu viku var hafist handa við að dýpka höfnina á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Síðast var höfnin dýpk- uð fyrir tíu árum, að sögn Björns Arnaldssonar, hafnastjóra Snæ- fellsbæjar. Höfnin verður dýpkuð úr tveimur metrum í þrjá metra og alls um fjögur þúsund rúmmetrar sem verða fluttir úr henni. Það er Haftak ehf. í Hafnarfirði sem vinn- ur verkið og eru verklok áætluð 1. desember nk. Björn segir að smærri línubátar séu orðnir allt að 30 tonn að stærð og hefur verið erfitt fyrir þá að athafna sig í höfninni á fjöru, en nú sé með þessum framkvæmd- um komið fyrir það vandamál. af Þriðjudaginn 1. október hélt körfu- bílshópur Slökkviliðs Borgar- byggðar reglubundna æfingu sína. Að þessu sinni var æft við fjölbýlis- húsið Borgarbraut 57 í Borgarnesi, en húsið er nýtt og þangað flyt- ur þessi misserin fólk sem orðið er 50 ára eða eldra. Svo skemmtilega vildi til að daginn bar einmitt uppá Alþjóðadag aldraðra! Slökkvilið Borgarbyggðar keypti körfubíl fyrr á þessu ári, notaða Skania bifreið frá Svíþjóð. Ekki þótti forsvaranlegt annað í ljósi hæðar nýrra fjölbýlishúsa að hafa búnað sem hægt er að nota til björg- unar úr mikilli hæð. „Æfingin fólst meðal annars í því að máta bílinn við húsið með tilliti til fjarlægða frá því við vinnu með krana bílsins og aðgengi okkar að baklóð húsanna við Borgarbraut 57 og 59. Fólki var bjargað til jarðar af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishússins en full út- dreginn er kraninn 32 metrar og nær því í ríflega sex metra hæð yfir efstu brún sjöundu hæðar Borgar- brautar 57,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í sam- tali við Skessuhorn. „Hann segir að ekki hafi annað verið að heyra á íbúum Borgarbrautar 57 en að þeir væru hæstánægðir með framtak slökkviliðsins og eins og einn þeirra komst að orði; „þetta veitir manni svo mikla öryggistilfinningu.“ „Við í slökkviliðinu væntum góðs sam- starfs við íbúana á B 57 í framtíð- inni við æfingar slökkviliðsins, og óskar þeim alls góðs,“ sagði Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðs- stjóri að æfingu lokinni. mm Kristján Finnur Kristjánsson og Sigur- þór Óskar Ágústsson slökkviliðsmaður í körfunni með dágótt útsýni yfir Borgarfjörðinn. Ljósm. kfk. Æfðu björgun úr hæsta fjölbýlishúsi Borgarbyggðar Hér er verið að bjarga fólki af fjórðu hæð hússins. Ljósm. bkþ. Eins og sjá má getur bíllinn teigt rana sinn talsvert hærra en á efstu hæð Borgar- brautar 57. Ljósm. bkþ. Þannig er útsýnið úr 30 metra hæð ofan við Borgarbraut 57, vissulega ekki fyrir lofthrædda. Myndina tók Kristján Finnur Kristjánsson ofurhugi af skipulagssviði Borgarbyggðar sem fór upp ásamt slökkviliðsmönnum. Dýpka Arnar- stapahöfn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.