Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Side 14

Skessuhorn - 09.10.2019, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 201914 Guðni th. Jóhannesson, forseti Íslands, sótti Borgarnes heim síðastliðinn miðvikudag. tilefnið var hinn árlegi forvarnar- dagur forseta, sem haldinn er á hverju hausti í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins. Á deginum er sjónum sérstak- lega beint að unglingum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskólum. Forsetinn fékk góðar móttökur unglingastigs Grunnskól- ans í Borgarnesi og nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar þeg- ar hann mætti í Hjálmaklett. Í ávarpi vék Guðni meðal annars að því að hann teldi hræðsluáróður, boð og bönn, ekki réttu leiðina til að halda ungmennum á beinu brautinni. Forvarnir og samræður væru betur til þess fallnar, ekki síst samstal for- eldra og ungmenna. Þá ræddi hann sérstaklega um rafrettur og orkudrykki, en sérstök áhersla er lögð á þetta tvennt á for- varnardeginum í ár, auk þess sem áhersla er lögð á mikilvægi svefns. Eftir erindi forsetans skiptu nemendur sér upp í fimm manna vinnuhópa. Þeir fengu umræðupunkta um áfengis- neyslu ungmenna og forvarnir. Hver hópur skipaði ritara sem nótaði hugmyndir og umræður hjá sér. Eyðublöðin verða síð- an send landlækni. Guðrún Aðalsteinsdóttir, skólameistari MB, sagði ung- mennunum síðan stuttlega frá stuttmyndasamkeppni sem haldin er í tengslum við forvarnardaginn. Öllum nemendum, fæddum á árunum 2003-2005, gefst kostur á að taka þátt í stuttmyndakeppni þar sem unnið er með þætti sem geta dreg- ið úr áhættuhegðun. Skilafrestur myndanna er 11. nóvem- ber og verða veitt þrenn verðlaun; fyrir bestu myndina, þá skemmtilegustu og þá frumlegustu. Að lokum hélt Sölvi tryggvason fjölmiðlamaður einnig er- indi í Hjálmakletti. Hann ræddi um orkudrykki, skjánotkun, mikilvægi góðs og reglulegs nætursvefns og sambandið milli þessara atriða. Nefndi hann dæmi úr eigin lífi hvernig hann hefur sett sjálfum sér skýrar reglur um skjánotkun og hvatti alla til að stilla neyslu koffíns í hóf. kgk Miðvikudaginn 2. október var starfsdagur í flestum skólum á Snæ- fellsnesi. Þá var skólamálaþing snæfellskra skólastofnana haldið á Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Mjög góð mæting var á þingið en undir- skrift þess var „líðan og samskipti í skólastarfi“. Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingarmiðlun var með fyrirlest- ur um hamingju, móral, vinnugleði og helvíti á vinnustöðum en þar var farið yfir samskipti. Sigurborg Kr. Hannesdóttir stýrði svo umræðum um líðan og samskipti í skólastarfi. Aðferðin sem notuð var í umræðum kallast Opið rými eða Open Space technology þar sem þátttakendur geta stungið upp á umræðuefnum sem síðan eru rædd í smærri hóp- um. tfk Skólamálaþing snæ- fellskra skólastofnana Forsetinn á forvarnardegi í Borgarnesi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tyllti sér í miðjan nemendahópinn og hlýddi á stutt erindi Guðrúnar Aðalsteinsdóttur skólameistara áður en hann var sjálfur kallaður upp á svið. Formenn nemendafélaga grunnskólans og menntaskólans færðu forsetanum gjöf. F.v. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elís Dofri G Gylfason, formaður Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar og Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, for- maður Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi. Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar og unglingadeildar Grunnskólans í Borgarnesi hlýða á erindi forsetans. Forseti og kannski verðandi forseti? Nemendur á unglingastigi grunnskólans ræða málin við forsetann. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, tekur stöðuna á einum umræðuhópnum. Forsetann munaði ekkert um að stilla sér upp á myndum með nemendum þegar þess var óskað. Menn létu fara vel um sig í hópavinnunni. Sölvi Tryggvason hélt erindi fyrir krakkana um orkudrykki, skjánotkun og svefn.Nemendur MB í Hjálmakletti á miðvikudaginn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.