Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 201918 Garðar Geir Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1953 og er elst- ur fimm systkina. Fjölskyldan flutti til Ólafsvíkur þegar hann var þriggja ára gamall og þar sleit han barns- skónum. Í dag býr Garðar á Akra- nesi ásamt sambýliskonu sinni, Guð- nýju Elínu Geirsdóttur. Saman njóta þau tilverunnar og samvistanna með fjölskyldunni. Bæði eiga þau börn af fyrri samböndum og þegar allir eru saman komnir eru afkomendurnir 27 talsins. Framundan er meiri tími fyrir fjölskyldu og vini, því í byrjun næsta árs nær Garðar þeim virðulega 67 ára aldri og ætlar að setjst í helgan stein á vormánuðum. Garðar minnist æsku- áranna í Ólafsvík í Skessuhorni vik- unnar. Harðkjarna vinna „Ég er fæddur í Reykjavík en for- eldrar mínir, Sigurdís Egilsdóttir og Sigurgeir Bjarnason, héldu vestur á Snæfellsnes vegna atvinnu þegar ég var þriggja ára gamall. Pabbi gekk til samstarfs við föður sinn og frænda um rekstur vélsmiðjunnar Sindra. Saman ráku þeir smiðjuna til 1978, þó hún hafi nú verið starfrækt eitthvað leng- ur. Fjölskyldan settist að í Ólafsvík og þar ólst ég upp, átti seinna eft- ir að læra rennismíði í smiðjunni hjá pabba og starfa þar með honum og afa Bjarna, þeim indælismanni sem var alltaf svo skemmtilegur og glettinn,“ segir Garðar í samtali við Skessuhorn. „Afi týndist í berjamó undir Jökli haustið 1974 og fannst aldrei aftur,“ bætir Garðar við. „Í Ólafsvík æsku minnar snerist allt lífið bara um harðkjarna vinnu. Lífs- hlaupið hjá öllum fjölskyldum var mikil vinna og allt tengt sjónum,“ segir hann. „Ég elst þarna upp og ég man að við krakkarnir máttum nán- ast allt þegar við vorum litlir,“ bætir hann við og brosir. „Ólafsvík er mjög brattur staður og við vorum mikið á skíðum á veturna krakkarnir. Þá gát- um við rennt okkur frá efstu byggð og alveg niður að nýju kirkjunni. Við vorum þarna á magasleðum, skautum og skíðasleðum. Fórum upp eftir, til Kiddó fyrir ofan Hjödda á Grundar- brautinni, sem við kölluðum Langa- stíginn, og renndum okkur ferð eftir ferð. Göturnar voru ekkert ruddar í þá daga. Snjórinn þjappaðist smám saman og varð að lokum alveg gler- harður svo við náðum feiknaferð þegar við renndum okkur þarna nið- ur,“ segir Garðar. Algjört frelsi krakkanna „Á sumrin þvældumst við um bæ- inn, lékum okkur í útileikjum eins og Yfir og Kíló og fleirum sem margir þekkja. Ég var sjálfur mjög liðtæk- ur í húllahoppi á sínum tíma,“ seg- ir Garðar og brosir. „Sumir vildu reyndar meina að sá leikur væri bara fyrir stelpur, en mér var alveg sama. Við lékum okkur bara í öllu sem okk- ur fannst skemmtilegt,“ segir hann. Garðar segir uppeldið hafa ver- ið mjög frjálslegt hvað þetta varð- ar. „Gegnumsneitt höfðum við alveg ótrúlega mikið frelsi. Útivistartími var í rauninni ekki til og við áttum heimangengt alls staðar í þorpinu,“ segir hann milli þess sem hann rifjar upp sögur af leikjum með krökkun- um upp um holt og hæðir, út um bæ- inn og ofan í fjöru. „Það er margt sér- stakt við Ólafsvík, þar er maður nátt- úrulega með aðgengi að náttúrunni í bakgarðinun. Við skottuðumst upp í fjöllunum þegar svo bar undir, uppi í Enni og uppi á Bekk og víðar. Efst upp á holti var pollur, kallaður Stekk- urinn. Þar voru strákarnir með kajaka sem þeir smíðuðu úr bárujárnsplöt- um. Svo geymdum við bátana undir litlu bryggjunni sem þá var, því það fjaraði undan henni og því auðvelt að sækja kajakana ef ske kynni að þeir sykkju,“ segir hann. „Seinna, þegar efni var tekið í höfn- ina, þá opnaðist vegur upp á Bekk svo þangað var greiðlega hægt að kom- ast. Á áramótunum fóru allir pabbar í Ólafsvík og stálpaðir strákar þangað uppeftir með dósir og krukkur, settu olíu í þær og röðuðu upp í ártal árs- ins. Svo var kveikt í og ártalið ljómaði í brekkunni fyrir ofan. Þegar klukkan sló miðnætti var dósunum svo endur- raðað upp í nýja ártalið,“ segir Garð- ar og brosir við endurminninguna. „Þetta fannst mér óskaplega gaman og skemmtileg hefð. En pabbi kom alltaf heim angandi af olíulykt,“ bætir hann við. Unnið frá barnsaldri En krakkarnir í Ólafsvík gerðu fleira en að flækjast um bæinn, fikta og leika sér þegar Garðar var ungur. Börnin fóru alla jafnan snemma út á vinnu- markaðinn í þá daga. „Við krakk- arnir unnum við frystihúsið, byrjuð- um kannski bara átta og níu ára göm- ul. Þar hreinsuðum við kola, röðuð- um í pönnur, settum á færibandið og fleira í þeim dúr. Það var mjög gam- an og mikið félagslíf í frystihúsinu,“ segir Garðar. „Yfir páskana, þegar var mikið fiskirí, þá fengu krakkarn- ir frí í skólanum til að vinna í frysti- húsinu. Það var gert til að fiskurinn skemmdist ekki yfir hátíðirnar, því þá var páskadagur alveg heilagur og frystihúsið lokað. Þetta hefur auðvi- tað breyst mjög mikið,“ segir hann. Einnig voru krakkarnir í skreiðinni, bjuggu til skreiðarbönd sem kölluð voru og fengu borgað fyrir. „Pening- urinn fór í gos og nammi og svo fór- um við stundum í bíó,“ segir Garðar. Að minnsta kosti hefur neyslumynst- ur krakkanna lítið breyst undanfarna áratugi. Ungur fór Garðar til rjúpna með föður sínum, telur að hann hafi ver- ið annað hvort átta eða níu ára þegar hann fór í fyrstu veiðiferðina. „Þá fór- um við hérna upp í fjall og pabbi batt band utan um sig miðjan sem ég hélt í. Bandið mátti aldrei vera strekkt svo ég fylgdi honum fast á eftir. Ef pabbi sá fugl þá setti hann höndina aftur fyr- ir bakið. Það þýddi að ég átti að bíða og á meðan skaut hann. Svo var ég farinn að skjóta sjálfur kannski svona tíu ára gamall,“ segir hann. „Í þá daga var fugl úti um allt hérna í nágrenni bæjarins. Við komum oft heim með um 40 rjúpur,“ segir Garðar. Fermingarárið var Garðar síðan kominn út á vinnumarkaðinn eins og fullorðinn maður. „Ég byrjaði á sjón- um þegar ég var 14 ára, fór á Saxham- ar frá Rifi og var þar til 1969. Sam- hliða sjómennskunni vann ég í smiðj- unni, en ég var auðvitað löngu byrj- aður að þvælast þar í kringum pabba og afa og taka þátt í öllu mögulegu sem tengdist járnsmíðinni,“ segir hann. „Ég kafaði líka í mörg ár með vinnunni í smiðjunni hjá pabba, þá orðinn aðeins eldri, frá 71-78 og svo reyndar aðeins lengur en það. Köfun- in er alveg sér heimur. Þetta tengd- ist auðvitað vinnunni en á sumrin þá kafaði ég líka mikið mér til ánægju, þá helst í fjörunni þar sem Klifið stend- ur núna. Þá fór ég gjarnan út á stór- straumsfjöru, kom mér fyrir á steini og fylgdist með aðfallinu. Þar fellur fljótt að og með aðfallinu kemur allt lífríkið með. Þarna gat ég setið lengi og fylgst með, þetta var alveg magn- að.“ Hrafnabóndinn Dýrin léku stórt hlutverk í æsku Garð- ars og systkina hans og þá ekki aðeins hefðbundin hús- eða gæludýr. Einn bræðra hans ræktaði maðka og mýs í kassa undir rúminu sínu og annar klakti út kríueggjum á ofninum inni í herbergi. Þá voru hrafnar á heimilinu eitt sumar þegar Garðar var ungling- ur. „Við vorum með tvo hrafna sem við ólum upp, það eru mjög skemmti- legar skepnur hrafnarnir,“ segir hann. „Ég var 14 ára gamall þegar pabbi kom með tvo nokkurra daga gamla unga heim úr Búðahrauni. Hrafna- hjónin eltu bílinn á leiðinni heim og „Gegnumsneitt höfðum við alveg ótrúlega mikið frelsi“ - Garðar Geir Sigurgeirsson rifjar upp æskuminningar frá Ólafsvík Garðar Geir Sigurgeirsson. Ólafsvík á sjöunda áratugnum, eins og bærinn leit út þegar Garðar var ungur að árum. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness/ Helgi Daníelsson. Garðar ásamt foreldrum sínum og systkinum, fjölskyldan jafnan kennd við Hjarðartún 7. F.v. Hjónin Sigurgeir Bjarnason og Sigurdís Egilsdóttir, Garðar Geir, Vigdís Björg, Egill Rafn, Svala og Sigurgeir. Ljósm. úr einkasafni. Garðar ungur ásamt félögum sínum sem urðu héraðsmeistarar í knattspyrnu seint á 7. áratugnum. Efri röð f.v. Kjartan Haralds, Gummi á Grund, Diddi markvörður, Gúndi Gunnars, Ævar Guðmunds og Stjáni Lenu. Fremri röð f.v. Biggi Kollu, Garðar Geir, Atli Alexanders, Svanur Hermanns og Konni Hinna Konn. Ljósm. Elinbergur Sveinsson. Í kringum fermingaraldurinn. Garðar ásamt Rafni Sverrissyni og Svölu systur sinni að leik í Ólafsvík með boga. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.