Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Side 20

Skessuhorn - 09.10.2019, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 201920 „Jóga er allur pakkinn, líkams- rækt, núvitund, slökun, hugleiðsla og bara allt það sem lætur okk- ur líða betur,“ segir Helga Guðný Jónsdóttir, jógakennari á Akranesi, í samtali við Skessuhorn. Helga Guðný kynntist jóga fyrst í kring- um aldarmótin þegar hún mætti í jógatíma í Kópavogi en það var svo ekki fyrr en árið 2011 þegar áhuginn á jóga kviknaði hjá henni. Hún fór þá í Hot jóga á Akranesi og leiddi það til þess að hún ákvað að taka kennsluréttindi í jóga. Hún byrjaði á að taka kennsluréttindi í Hatha jóga sem er frekar hefð- bundið jóga. Þar fer fólk í ákveðnar stöður og heldur þeim í smá tíma og lætur andardráttinn vinna með. Hún tók einnig kennsluréttindi í Vinyjasa jóga, sem hefur aðeins meira flæði. Þar er farið úr einni stöðu yfir í aðra nokkuð ört. „Jóga er í grunninn alltaf það sama, þetta er alls konar iðkun, eða stöður, sem unnið er með á margvíslegan hátt,“ segir Helga Guðný sem hefur síð- ustu ár verið dugleg við að afla sér þekkingar, reynslu og kennslurétt- inda í ýmsum tegundum jóga. Bjó í Hong Kong Helga Guðný er fædd í Reykjavík en ólst upp frá fimm ára aldri á Eyr- arbakka, þar sem foreldrar hennar búa enn í dag. Eftir að hún lauk grunnskóla flutti hún til ömmu sinnar og afa í Reykjavík þar sem hún stundaði samkvæmisdans og keppti í greininni. Árið 1996 flutti hún til Hong Kong ásamt þáver- andi kærasta sínum sem var boðið þar starf við að kenna samkvæm- isdansa. Helga Guðný vann meðal annars á líkamsræktarstöð og sem nemi á hárgreiðslustofu á meðan hún bjó úti. Árið 2002 flutti hún aftur heim á Eyrarbakka en hafði þá slitið samvistum við kærastann. „Það voru viðbrigði að fara frá Hong Kong til Eyrarbakka,“ segir hún og hlær. „Í Hong Kong er allt- af líf og fjör og nóg um að vera all- an sólarhringinn. Sumir halda því fram að Bandaríkin séu land tæki- færanna en ég vil meina að það sé frekar Kína og Hong Kong. Þar er hægt að láta alla drauma rætast ef fólk er nógu staðfast. En þó það hafi verið virkilega gaman að búa í Hong Kong gaf þessi tími mér líka 100% vissu um að Ísland er besta land í heimi,“ bætir hún við og brosir. Eftir heimkomuna fór Helga Guðný í Iðnskólann og kláraði hárgreiðslunámið og fór í kjölfar- ið að vinna á hárgreiðslustofunni Hársögu. Hún kynnist manninum sínum, sem er fæddur og uppal- inn á Akranesi, og flytur með hon- um á Akranes árið 2005 og fór að vinna á Hárhúsi Kötlu. Árið 2008 tók hún aðra stefnu og fékk starf í bókabúðinni, þar sem hún vann í um átta ár eða þar til hún eign- aðist yngsta barnið sitt af þrem- ur. „Ég fór svo að vinna hjá Kaju á kaffihúsinu svona í hlutastarfi en þegar hún flutti kaffihúsið í núver- andi húsnæði vann ég þar alla daga þar til ég hætti núna síðasta sum- ar,“ segir Helga Guðný og bætir því við að hún sé núna að vinna á sjúkrahúsinu á Akranesi. Minnisstæður salur „Ég hef alltaf verið mjög andleg manneskja og jóga á vel við mig. Það hefur alltaf blundað í mér að gera eitthvað meira varðandi jóga en ég hef bara ekki haft kjark til þess. Það er eitt að læra eitthvað en svo er annað að ætla að miðla því áfram til annarra. Ég hef verið með stutt námskeið svona við og við en það var ekki fyrr en sumarið 2018 eftir að ég hafði klárað jógakennara- nám frá Yogaworks í Los Angeles í Bandraríkjunum. Þar eru kennarar sem fara um allan heim með nám- skeið og komu hingað og kenndu í sal Yoga og heilsu í húsnæði þar sem Hótal Ísland var áður. Það var dásamlegt að iðka jóga þarna á svið- inu þar sem ég hafði gert svo margt áður. Ég hef dansað á þessu sviði þegar ég var í samkvæmisdönsum, ég var hármódel þarna einu sinni og eitt sinn fór ég á framhalds- skólaball þarna og seinna á tón- leika með Nick Cave. Maður hef- ur alveg tjúttað í þessum sal og nú hef ég lært jóga þar líka,“ segir hún og hlær. Helga Guðný ákvað eft- ir þetta námskeið að fara að kenna meira og byrjaði á að setja upp Fa- cebook síðu undir nafninu Yogandi. Hún er með aðstöðu í húsnæði þar sem Heilsan mín er, við Suðurgötu á Akranesi, á fimmtudagskvöldum. „Draumurinn er að komast í hús- næði þar sem ég get haft fleiri nám- skeið en þessi salur er notaður af mörgum og er því ekki alltaf laus. En ég ætla bara að byrja hægt og rólega og sjá hvernig þetta þróast. Mér liggur ekkert á og vil bara gera þetta vel,“ segir hún. Yin jóga námskeið Aðspurð segir hún jóga henta öll- um. „Jóga er ekki endilega það sama fyrir alla, það getur verið mis- jafnt eftir formi okkar, líkamsbygg- ingu eða dagsformi en það geta all- ir stundað það. Í jóga er alltaf mik- il áhersla á að aðlaga stöðurnar að hverjum og einum, sem er ekk- ert mál. Núna er ég með nám- skeið í Yin jóga, sem gengur út á stöður sem eru annað hvort niðri við gólf eða upp við veggi. Hverri stöðu er haldið frekar lengi eða al- veg frá einni mínútu upp í tíu mín- útur. Það er mikil áskorun og snýst í rauninni um að teygja vel á band- vefnum um vöðvana okkar og ná góðri núvitund og slökun. Í lokin er ég svo með leidda slökun í 20 mín- útur, algjöra dekurhvíld,“ útskýr- ir Helga Guðný og brosir. „Það er misskilningur að jóga sé eitthvað hægt og leiðinlegt sem reynir ekk- ert á af alvöru. Þú getur vel reynt á þig og svitnað í jóga auk þess að verða stæltur og sterkur. Jóga eyk- ur þol, liðleika, styrk og sjálfsaga,“ segir hún. Jóga er lífsspeki Spurð hvort það sé mikil aðsókn í jóga segir hún vinsældirnar hafa vaxið mikið undanfarið víða á landinu en að fáir séu að stunda jóga á Akranesi. „Vinsældirnar hafa ekki alveg náð hingað. Ég held að margir hafi smá fordóma gagnvart jóga og tengja það jafn- vel við trúarbrögð eða sértrúar- söfnuð. Jóga á ekkert skylt við trúarbrögð heldur er það lífsspeki þar sem markmiðið er að ná þess- ari fullkomnu slökun og núvitund auk þess að styrkja líkamann. Ekki það að ég held að Búdda sé kannski sá eini sem hefur nokkurn tímann náð uppljómun, eða nirvana. Það er eitthvað sem krefst þjálfunar,“ segir hún og hlær; „en við vinnum okkur alltaf í þessa átt.“ Sundfélagið á Akranesi hafði samband við Helgu Guðnýju og fékk hana til liðs við sig. „Ég er með jógakennslu fyrir sund- félagið einu sinni í viku og iðk- endurnir hafa verið mjög ánægð- ir og vilja halda áfram. Þau finna að þetta gerir þeim gott og getur hjálpað þeim í sundinu. Jóga eyk- ur liðleikann og hjálpar þeim að ná betri stjórn á andardrætti og að teygja betur úr sér. Þetta eru þættir sem gagnast þeim mikið í sinni íþrótt,“ segir hún og bætir því við að jóga geti gagnast öllu íþróttafólki að ná betri árangri í sínum greinum. arg Veiðileiðsögumenn eru kynja- skepnur, fyrir sumum eru þeir ein- ungis bílstjórar sem koma veiði- manninum, sem er oftar en ekki í misjöfnu ástandi (það fer eftir því hvernig veiðin gengur), á milli staða. Þá er það stundum tilfell- ið að um samspil vínanda og blóðs sem ræður úrslitum hvernig veið- in gengur. Hjá sumum, því ber að halda til haga. Sumir breytast í veiðininjur þegar prómilhlutfallið eykst og moka fiski upp á meðan aðrir breytast í ítalsk ættaða spag- hettígerðarmenn þegar ofskömmt- un á sér stað, flugulínan verður að fallegu bolognese á vatnsyfirborð- inu og hræðir allt kvikt sem fyrir- finnst í hylnum. En svo fyrir öðrum eru þeir vinir, sálusorgarar, áheyr- endur, snillingar, heimspekingar, aðstoðarmenn, meðdrykkjendur. Ekki ólíkt því að vera bara eins og prestar í kirkju. Við leit í texta er þessi skilgreining á presti: „Prest- ur er sá aðili sem annast guðsþjón- ustur eða helgihald fyrir trúbræð- ur sína. Prestar eru almennt álitnir vera í góðu sambandi við almættið og leitar fólk oft til presta til að fá ráðgjöf í andlegum málefnum sem og öðrum.“ Þetta sumar reyndi mjög á þessa tengingu veiðileiðsögumanns- ins og laxfisks í ám á Vesturlandi. Undirritaður starfaði við veiði- leiðsögn í sumar og upplifði þetta ástand beint í æð. Í raun er það búið að taka mig rúma tvo mán- uði að skrifa þennan pistil, ég geng ekki svo langt að skilgreina mig og fleiri með streituáfallaröskun, en þetta varð mjög hárugt á tíma- bili. Þegar áin var sem minnst í flæði vorum við leiðsögumennirn- ir eins og zebrahestar á þurrkatíma að leita að hyljum sem voru nægi- lega djúpir til þess að festa ekki ör- túbuna í botninum. Ég fékk sting í hjartað þegar ég þurfti að fylla á Camelbak-inn minn þar sem ég stóð úti í ánni og hún rétt náði mér yfir ökkla, ég var með það sem ég kýs nú að kalla vatnsviskuvit. Biblíusögurnar rifjuðust upp fyrir mér þegar ég stóð og hnýtti græna örtúbu á stærð við rykkorn á taum sem var þynnri en mannshár, ég var að leita að svörum. Ég hafði ekki áhuga á því að vera eins og Liverpool aðdáendur gærdagsins; „...þetta hlýtur að lagast“ heldur hlaut þetta að vera eitthvað meira, æðra. Þarna var verið að reyna á kjarna okkar tilvistar, trúna á hæfi- leika okkar sem leiðsögumenn. Var þetta sumar verk Satans? Er ég Job? Maðurinn sem Satan fékk leyfi hjá Guði að pína og kvelja, allt til þess að fá hann til að for- mæla guði sínum. Gat ég formælt laxinum fyrir að koma ekki í ána, gat ég formælt rigningunni fyrir að koma ekki? Þá kemur spurning á móti, formælirðu ljóninu fyrir að rífa gazellunna í sig eða hatarðu fjallið sem stíflaði ána með aur- skriðu sinni? Náttúran gerir eins og hún vill og það er ekkert sem maður getur gert í því, þó maður sé í Simms fatnaði. Þetta er farið að líta út eins og hugleiðing í messu. Kannski hefði ég átt að verða prestur? Með kveðju, Axel Freyr Eiríksson, Ferjukoti. „Ég hef alltaf verið mjög andleg manneskja“ -segir Helga Guðný Jónsdóttir jógakennari Helga Guðný Jónsdóttir jógakennari. Ljósm. arg. Pstiill - Axel Freyr Eiríksson Trúin flytur fjöll (og lax)

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.