Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Side 24

Skessuhorn - 09.10.2019, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 201924 Knattspyrnumaðurinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Þetta staðfestir hann í samtali við Skessuhorn. „Ég er að flytjast búferlum til Ítalíu og með tilliti til meiðslasögu minnar til síð- ustu tveggja ára þá þótti mér núna vera hentugur tími til að hengja skóna upp,“ segir hann og bætir því við að hann líti sáttur til baka yfir sinn feril. „Ég er mjög sáttur. Auð- vitað eru margir hlutir sem gætu hafa farið betur en það þýðir ekki að lifa í neinni eftirsjá, það er ekki hollt fyrir neinn. Ég lít bara á þetta nýja skref mitt í lífinu sem mína næstu áskorun,“ segir Garðar. Garðar hóf meistaraflokksferil sinn með ÍA árið 2001 og varð Ís- landsmeistari með liðinu sama sum- ar. Hann lék með liðinu til 2004, eða þangað til hann gekk til liðs við Val. Þaðan lá leiðin í atvinnu- mennskuna og á árunum 2006 til 2011 lék Garðar með Dun fermline í Skotlandi, IFK Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofiu í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og SpVgg Unterhaching í Þýskalandi. Þaðan lá leiðin aftur heim á Akranesi árið 2012 og með Skagamönnum lék Garðar þar til á síðasta ári að hann gekk til liðs við Val. Hann gat lít- ið leikið með Valsmönnum á liðnu sumri vegna meiðsla. Garðar varð sem fyrr segir Ís- landsmeistari með ÍA árið 2001 og bikarmeistari með ÍA 2003, þar sem hann skoraði sigurmarkið í bik- arúrslitaleiknum gegn FH. Hann varð einnig bikarmeistari með Val árið 2005. Hann varð markakóngur Pepsi deildarinnar árið 2016 með 14 mörk fyrir ÍA. Á hans ferli hef- ur hann skorað alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 leikjum í bikarkeppninni. Hann er þriðji markahæsti leik- maðurinn í sögu ÍA með 135 mörk fyrir meistaraflokk. kgk Máltæknifyrirtækið Gramma- tek hóf starfsemi á Akranesi síð- asta vor. Að því standa hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Dani- el Schnell. Skessuhorn hitti Önnu að máli síðastliðinn fimmtudags- morgun og fékk að heyra um fyr- irtækið og verkefni þess. Ekki er úr vegi að byrja að spyrja Önnu; hvað er máltækni? „Þegar ég er spurð hvað ég geri þá svara ég því gjarn- an að stutta svarið sé að ég vinni við að kenna tölvum íslensku,“ seg- ir Anna í samtali við Skessuhorn. „Máltækni er sambland af tölvun- arfræði og málvísindum. Hún fel- ur í sér alla vinnslu með tungumál- ið í tölvum og er ótrúlega víðfeðmt svið þar sem mörg fagsvið koma við sögu. Það þýðir að kenna þarf tölv- um að skilja tungumál, hvort sem við skrifum eða tölum við þær og síðan eftir atvikum kenna þeim að svara,“ segir hún. „Að þessu ferli býr gríðarlega mikil bakvinnsla sem byggir á enn öðrum hugbúnaði og gögnum sem liggja máltækninni til grundvallar,“ bætir hún við. Mikilvægt að tölvur skilji Hún segir að gríðarlega mikill kost- ur geti falist í því að kenna tölvum að skilja tungumál. „tölvur geta til dæmis lesið gífurlega mikið á mjög stuttum tíma. Þær komast yfir magn af textum sem við getum ekki einu sinni látið okkur dreyma um. En áskorunin er að vinna upplýs- ingar sjálfvirkt úr gögnunum,“ seg- ir Anna og nefnir leitarvélar sem dæmi. „Lengi var það þannig að ef maður skrifaði eitthvað orð í leitar- vél þá leitaði tölvan að akkúrat því orði og akkúrat þeirri orðmynd. Nú eru leitarvélarnar orðnar öfl- ugri og finna oft skyld orð og beyg- ingarmyndir,“ segir Anna. „Þetta eru einföld atriði sem geta hjálp- að gríðarlega mikið, en voru ekki möguleg hér áður. Þá fann mað- ur ekki hestinn ef maður leitaði að „hestur“ en svona atriði geta hjálpað til við að bæta niðurstöður. til þess að hjálpa fólki að finna nákvæmlega það sem leitað er að, bætast svo við frekari greiningar á merkingu fyrir- spurna og innihaldi texta, en það er svið sem er í stöðugri þróun,“ seg- ir hún. Dæmi um leitarvél sem leitar að leitarorðinu í mörgum orðmyndum er leitarvélin á vefnum timarit.is. Þar má haka við „velja beygingarlýsingu“ og þá er leitarvélin samkeyrð við Beyg- ingarlýsingu íslensks nútímamáls. Sé slegið inn leitarorðið „hestur“ sýn- ir vélin niðurstöður fyrir allar beyg- ingarmyndir orðsins. „Það er einmitt dæmi um máltækni,“ segir Anna. Byggja upp innviði máltækninnar En hver er staða máltækninnar hér á landi? „Í fyrradag [þriðjudaginn 1. október; innsk. blm.] hófst formlega, eftir áralangan undirbúning, mjög stórt verkefni um að koma máltækni fyrir íslensku virkilega vel af stað. Um er að ræða stórt samstarfsverkefni sem níu aðilar koma að; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, Árnastofn- un, RÚV, Creditinfo, sprotafyrirtæk- in Grammatek, tiro og Miðeind, og Blindrafélagið. Búið er að semja til eins árs um að þróa alls kyns grunn- gögn og grunnhugbúnað sem þarf að vera til staðar svo hægt sé að fara að þróa vörur, annan hugbúnað fyr- ir fólk til að nota,“ segir Anna. „Það er svo mikið sem liggur þar til grund- vallar, eins og til dæmis beygingarlýs- ingin og slík gögn, stór textasöfn sem eru merkt á ákveðinn hátt sem þarf að nota til að þróa ákveðin líkön. Einn- ig grunnhugbúnaður til þess að fram- kvæma ýmsar málfræðilegar grein- ingar, talgreinir, talgervill, þýðingar- vél og stafsetningar- og málfarsleið- réttingahugbúnaður. Þetta eru inn- viðir sem þurfa að vera til staðar áður en hægt er að fara að þróa hugbúnað sem við síðan myndum sjá sem not- endur máltækninnar,“ segir hún. „Við lítum gjarnan á að við séum að leggja vegakerfi fyrir máltækni. Sem dæmi þarf talgreini og talgervil ef einhver ætlar sér að búa til app sem hægt er að tala við. Þessar afurðir munu standa öllum opnar án endurgjalds og von- umst við til að þessi vinna skapi góð- an grunn fyrir nýsköpun í greininni. Þetta eru í raun innviðirnir sem við erum að byggja upp núna,“ útskýrir Anna, en bætir því við að þegar hafi töluverð vinna við þessa grunninnviði verið unnin, svo sem beygingarlýs- ingin, stórar málheildir og textasöfn sem hafi verið safnað saman á löngum tíma. Þá hafi töluverð vinna farið fram í talgreiningu fyrir íslensku. „Meira að segja er kominn í notkun hugbúnaður niðri á Alþingi, sem skrifar allar þing- ræður og undirbýr fyrir ræðusviðið, sem síðan undirbýr textana til birt- ingar,“ segir hún. Fyrsta uppkast allra ræðna sem birtast á vef Alþingis er því skrifað af tölvu, sem sparar töluverða vinnu. Síðan kemur mannshugurinn og -höndin að á seinni stigum, til að annast frágang til birtingar. Máltækni komin til að vera Sjálf lærði Anna máltækni úti í Þýska- landi á sínum tíma, hóf nám fyrir 19 árum síðan en þá var máltækni rétt að byrja að ryðja sér til rúms. „Ég byrj- aði að læra árið 2000 en árið áður hafði komið út fyrsta íslenska skýrsl- an um máltækni. Þær eru búnar að koma út margar síðan,“ segir hún og hlær við, „og ég tók þátt í að skrifa þá síðustu sem þessi áætlun sem núna er að fara af stað loksins af fullum krafti byggir á,“ segir hún. „En máltækni hefur farið á rosalegt flug á undan- förnum árum. Það kemur fyrst og fremst til af nýrri tækni, það er svo margt sem er orðið mögulegt. Svo sér fólk bara sem hefur notað Siri og Alexu til að eiga samskipti við snjall- tækni sín að máltækni er bara kom- in til að vera, að minnsta kosti fyrir þessi stóru tungumál eins og ensku,“ segir Anna. „Þá vöknum við hérna og sjáum að við verðum að fara af fullum krafti í máltækni fyrir íslensku, ann- ars er þessi tækni bara að fara að valta yfir okkur,“ bætir hún við. Með stóru máltækniáætluninni er einmitt ætl- unin að fara af fullum krafti í þróun máltækni fyrir íslensku, en 20 ár hef- ur tekið að koma því verkefni á þann stað sem það er á í dag. Grammatek er sem fyrr segir eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í stóru máltækniáætl- uninni. Þar er Anna verkefnastjóri og sér um að halda saman öllum þráð- um. Hún segir verkefnið gríðarlega umfangsmikið og margt í gangi. Sæmi svarar bæjarbúum Auk þess að vinna að stóru mál- tækniáætluninni vinnur Gramma- tek að verkefni í samstarfi við Akra- neskaupstað. Ber það vinnuheitið Sæmi svarar. „Í því felst að við erum að útbúa prótótýpu af kerfi sem má spyrja beinna spurninga um efni sem finnst á heimasíðu sveitarfélags. Það er eðli svona heimasíðu að þar er að finna rosalega fjölbreyttar upp- lýsingar sem verður erfitt að skipu- leggja og finna jafnvel þó að heima- síðan sé gríðarlega vel gerð,“ segir Anna. „Þá á fólk erfitt með að leita og finnur jafnvel ekki einfaldar upp- lýsingar. Við erum sem sagt að gera tilraun með kerfi sem býður upp á að fólk spyrji beinna spurninga, með tali eða skrifum, í stað þess að skrifa inn leitarorð. Þá gæti hver sem er til dæmis farið inn á heimasíðu Akranes- kaupstaðar og spurt beint; „hvenær er opið í Guðlaugu?“ og fengið svar um hæl,“ segir Anna. Um er að ræða til- raunaverkefni til eins árs, sem nýt- ur styrks úr Markáætlun í tungu og tækni. Frumútgáfa kerfisins er vænt- anleg með vorinu. „Fyrsta árið verð- ur tilraunaár og kannski má ekki bú- ast við neinu svakalegu kerfi. En prótótýpan á að sýna fram á mögu- leikana. Ef þetta reynist vel sjáum við til hvaða grundvöllur og áhugi er fyr- ir áframhaldandi samstarfi. En við hjá Grammatek vonum auðvitað fyrir okkar leyti að þetta sé byrjunin á ein- hverju meiru,“ segir Anna. Vilja starfa í heimabyggð En hvernig kom það til að Anna og Daniel ákváðu að stofna máltæknifyr- irtæki á Akranesi? „Að stórum hluta áhugi á að starfa í heimabyggð, fyr- ir okkur persónulega. Ég er héðan og bý hér og hef búið hér þó ég hafi ver- ið að vinna í Reykjavík,“ segir hún. „Einnig þykir okkur mikilvægt fyr- ir stað eins og Akranes að hafa fjöl- breytta atvinnustarfsemi. Þetta eru okkar lóð á þær vogarskálar,“ seg- ir hún en vill þó ekki meina að nein skyldurækni hafi legið þar að baki. „Nei, þetta er bara eiginhagsmuna- semi,“ segir hún létt í bragði. „Við viljum starfa í heimabyggð við það sem er okkar fag. En á sama tíma telj- um við auðvitað og vonum að það sé samfélaginu til hagsbóta að fá eitt- hvað sem þetta inn í flóruna. Með tíð og tíma geta vonandi fleiri notið góðs af og gengið til liðs við okkur,“ segir hún og bætir því við að Grammatek vanti fólk til starfa. „Okkur bráðvant- ar að fá annars vegar íslenskufræðing til liðs við okkur og hins vegar meist- aranema í málfræði, til að vinna að af- mörkuðum verkefnum,“ segir Anna. Þau hjónin eru þar með nú þegar far- in að stuðla að atvinnusköpun. „Oft er ekki mikið um svona hátæknistörf á landsbyggðinni, það er eins og þau færist yfirleitt til Reykjavíkur. En þau þurfa alls ekkert endilega að vera þar. Núna erum við að auglýsa eftir fólki og það þarf ekkert að vera búsett hér, það getur unnið þetta hvar sem er ef það vill. Mér finnst svolítið mikilvægt að koma þessu á framfæri, því það eru lítil sprotafyrirtæki til um allt land. Alveg eins og landsbyggðarfólk getur unnið fyrir fyrirtæki í höfuðborginni geta höfuðborgarbúar allt eins unn- ið í fjarvinnu fyrir fyrirtæki á lands- byggðinni,“ segir Anna Björk Niku- lásdóttir að endingu. kgk Garðar fagnar marki með ÍA í leik gegn Val á Akranesvelli sumarið 2016. Garðar varð markakóngur Pepsi deildarinnar það sumarið með 14 mörk. Ljósm. úr safni/ gbh. Garðar Gunnlaugs leggur skóna á hilluna „Vinn við að kenna tölvum íslensku“ - segir Anna Björk Nikulásdóttir, sérfræðingur í máltækni Anna Björk Nikulásdóttir, sérfræðingur í máltækni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.