Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Side 25

Skessuhorn - 09.10.2019, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 25 www.smaprent rent@smaprent Dalbraut 16 Akranesi Opið frá 14-17 Samstarfsráð um starfsþróun kenn- ara og skólastjórnenda skilaði á dögunum tillögum til Lilju Alfreðs- dóttur mennta- og menningar- málaráðherra um framtíðarsýn fyr- ir starfsþróun kennara hér á landi. tillögur þessar eru nýmæli þar sem ekki hefur legið fyrir sameiginleg framtíðarsýn á málefni starfsþró- unar t.d. milli ólíkra skólastiga og rekstraraðila skóla. „Starfsþróun getur m.a. falið í sér formlegt nám og endurmennt- un kennara, námskeið, rannsóknir á eigin starfi, þátttöku í þróunar- verkefnum, ráðgjöf, ráðstefnur og heimsóknir í aðra skóla. Stefnu- miðuð starfsþróun stuðlar að auk- inni starfsánægju kennara og hef- ur jákvæð áhrif á árangur þeirra í starfi,“ segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. Meðal helstu tillagna í skýrslu ráðsins eru: Endurskoðun fjármögnun-• ar: Fjármögnun starfsþróun- ar kennara og skólastjórnenda verði endurskoðuð með það að markmiði að jafna aðgengi allra kennara og skóla að fjár- magni og starfsþróunartæki- færum. Ákvæði um starfsþróun í lög: • Sett verði í lög ákvæði um starfsþróun kennara og skóla- stjórnenda leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla, með áherslu á að starfsþróun sé hluti af starfi þeirra. Ávallt verði hugað að starfsþró- un í tengslum við innleið- ingu stefnu í menntamálum og breytingar á henni. Áherslur samræmdar skóla-• stefnu: Sveitarfélög, mennta- og menningarmálaráðuneyti og aðrir rekstraraðilar skóla leggi áherslu á að stefna þeirra um starfsþróun verði hluti af skólastefnu hvers leik-, grunn- framhalds- og tónlistarskóla. Menntamálastofnun: Boð-• ið verði upp á tækifæri til starfsþróunar í tengslum við verkefni Menntamálastofnun- ar og kannanir á hennar veg- um. Stofnunin útfæri mögu- leika til starfsþróunar í sam- starfi við háskóla, sveitarfélög og aðra aðila eftir því sem við á. Háskólastigið: Samstarf og • ráðgjöf um starfsþróun kenn- ara og skólastjórnenda verði skilgreind sem hluti af starfs- kyldum háskólakennara sem mennta kennara og skólastjór- nendur. Ráðgjöf og stuðningur: tryggt • verði að skólar hafi greiðan aðgang að ráðgjöf og stuðn- ingi til starfsþróunar fyrir kennara og skólastjórnendur. Við skipulag og útfærslu verði stutt við faglegt samstarf og sérstaklega hugað að tengslum við aðrar menntastofnanir. mm Í undirbúningi er stofnun ung- mennahúss í Stykkishólmi, ætl- að ungmennum á aldrinum 16 til 25 ára. Guðbjörg Halldórsdótt- ir er aðalhvatamaðurinn að stofn- un ungmennahússins. Hún segir verkefnið enn á undirbúningsstigi en vonast til að það verði komið vel af stað eftir miðjan mánuðinn. „Ungmennahúsinu er ætlað að verða vettvangur fyrir ungmenni í Stykkishólmi að koma saman og gera bara það sem þau vilja gera. Það vantar svoleiðis vettvang í Hólminn, félagsstarf fyrir fólk á þessum aldri,“ segir Guðbjörg í samtali við Skessuhorn. „Næst á dagskrá er að halda stofnfund þar sem verður kosin stjórn ungmennahússins. Þá verð- ur nafn þess ákveðið, grunnur lagður að starfinu og næstu skref ákveðin í samráði við bæjaryfir- völd. En hugmyndin er að starf- ið verði sem mest í höndum ung- mennanna sjálfra, að þau ákveði í sameiningu hvað þau vilja gera hverju sinni,“ segir hún. Gerðar voru tilraunir með opn- anir fyrir ungmenni 16-25 ára síð- astliðið vor. Að sögn Guðbjargar mæltust þær ágætlega fyrir og var aðsóknin nokkuð góð. „Núna eft- ir miðjan mánuðinn ætlum við að reyna að fara út í þetta af full- um krafti. Það þarf vettvang fyrir félagslíf ungmenna á þessu aldurs- bili, í kringum menntaskólaaldur- inn. Auðvitað er félagslíf í kring- um nám í fjölbrautaskólanum, en þegar fólk útskrifast 19 ára gamalt þá vantar þennan vettvang. Sömu- leiðis vantar félagslíf fyrir þá sem eru ekki í framhaldsskóla, ann- að hvort ákváðu að fara ekki eða hættu í námi,“ segir hún. Að sögn Guðbjargar er hug- myndin að ungmennahúsið sam- nýti húsnæði og starfsfólk með Félagsmiðstöðinni X-inu. Starf ungmennahússins yrði sem mest í höndum ungmennanna sjálfra, en starfsmaður gæti verið þeim innan handar. Félagsmiðstöðin er opin tvisvar í viku, en ungmenna- húsið yrði þá opið á öðrum tím- um. Sömuleiðis vonast Guðbjörg til að samnýta megi ýmsa fræðslu á vegum félagsmiðstöðvarinnar, þannig að notendur ungmenna- hússins hefðu einnig aðgang að henni. Sem fyrr segir eru áform um ungmennahús í Stykkishólmi enn á hugmynda- og undirbúnings- stigi en Guðbjörg vonast til að verkefnið verði komið vel á skrið innan tíðar. „Þetta er búið að vera draumur hjá mér lengi, að vera hluti af góðu ungmennahúsi. Ég er svolítið að láta þennan draum rætast með því að reyna að opna ungmennahúsið sjálf. Það verður einhver að taka af skarið,“ segir Guðbjörg Halldórsdóttir að end- ingu. kgk Horft yfir Stykkishólm. Ljósm úr safni/ sá. Ungmennahús í Stykkishólmi í undirbúningi Guðbjörg Halldórsdóttir er aðalhvatamaðurinn að stofnun ungmennahúss í Stykkishólmi. Ljósm. úr einkasafni. Skiluðu tillögum um starfsþróun kennara

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.