Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 3

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gunnhildurarna@gmail.com Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2000 Prentun, bókband og pökkun á Íslandi Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2018/104 431 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs. Anna er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins. „Svona var lífið leiðinlegt þá“ Um miðjan nóvember 1918 lágu þúsundir Reykvíkinga veikir í inflú- ensu. Samfélagið var allt úr skorðum, ekki nokkur sála á götunum, búðir lokaðar og skortur á matvöru og eldiviði. Blöð komu ekki út. Sorgin sem grúfði yfir höfuðstaðnum var blönduð hræðslu og reiði. Hræðslu því útbreiðsla veikinnar var hröð og dánartíðnin há, sér- staklega hjá ungu fólki, og reiði því heilbrigðisyfirvöld þóttu viðhafa ómarkviss viðbrögð við að stemma stigu við útbreiðslunni. Orsakavaldur veikinnar var óljós og hefðbundnar meðferðir við hitasótt og lungnabólgu gagnslitlar. Því freistuðust læknar að reyna ýmsar tilraunakenndar meðferðir en með litlum árangri. Í Reykjavík störfuðu 10 læknar sem sinntu sjúkum dag sem nótt og voru undir ofurmannlegu álagi, bæði andlegu og líkamlegu. Allir veiktust nema Þórður Thoroddsen sem var þeirra elstur. Mánudaginn 25. nóvember var veikin í rénun og lífið farið að taka á sig sína réttu mynd. Þann dag hætti sérstök hjúkrunarnefnd störf- um og í Morgunblaðinu mátti sjá tilkynningu Daníels Bernhöft um opnun brauðsölubúðarinnar. Einnig er þar greint frá því að messað hefði verið í Dómkirkjunni eftir þriggja vikna hlé og að undanfarið hefðu að meðaltali 15 greftranir farið fram dag hvern. Enn var auglýst eftir hjúkrunarfólki og ný andlát tilkynnt og þenn- an dag dró heimasætan í Ingólfsstræti 23, hin 12 ára gamla Jórunn Dagmar, andann í síðasta sinn. Sorgin er áþreifan- leg. Myndin hefur verið dýrmæt minning syrgjandi fjölskyldu enda líklega sú eina sem til er af snótinni. Eins og hefð var fyrir fór jarðarför fram í beinu framhaldi af húskveðjunni þann 7. desember. Nokkrum dögum fyrr fór fram önnur hús- kveðja við Nýlendugötu sem Eufemia Waage lýsti svo: „Þegar verið var að syngja við húskveðjuna niðri í kjallaranum, greip mig mesta hugarvíl og fór ég bara að hágráta. Svona var lífið leiðinlegt þá.“ Ólafur Oddsson tók myndina sem er birt með leyfi Ljósmyndasafns Íslands. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Dómur Héraðsdóms í máli Ölmu Gunnarsdóttur og Sjúkratrygginga Íslands er varnarsigur um atvinnuréttindi lækna og réttindi landsmanna til heilbrigðisþjónustu. Hann er kennslustund fyrir heilbrigðisráðuneytið og stofnanir þess. Þetta segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé- lags Íslands. Læknasamfélaginu hafi verið mis- boðið. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi 19. september síðastliðinn úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Ís- lands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur um aðild að rammasamningi sérfræðilækna við ríkið. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að áfrýja ekki dómnum og hefur boðið ársframlengingu á samningnum sem annars rennur út um áramót. Hún boðar samráð við sérfræðilækna um kerfis- breytingar. Reynir segir umhugsunarvert hvers vegna þrír heilbrigðisráðherrar hafi fengið svona slaka ráðgjöf og anað út í lögleysu. „Við hljótum að spyrja hver hafi ráðið þar för. Er þetta komið úr heilbrigðisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu eða frá öðrum ráðgefandi aðilum eins og til dæmis Embætti landlæknis? Því verður að svara,“ segir hann. Alma var ein af 8 sérgreinalæknum sem ákváðu að höfða mál. Gísli Guðni Hall, hæstarétt- arlögmaður og verjandi hópsins, segir að skoða þurfi aðstöðu hvers og eins sérfræðilæknis með tilliti til réttar á skaðabótum. Skaðinn kunni að vera mismikill. „Aðstæður þessara lækna eru mismunandi, sumir búa ytra, aðrir hér heima. Svo héldu sumir áfram að starfa á spítölum erlendis en Alma til að mynda hafði ákveðið að flytja heim,“ segir hann og telur líklegt að allir geti sýnt fram á tjón. GAG Vilja vita hver veitti vonda ráðgjöf vegna samningabrota Ljóst er að héraðsdómur í máli sérfræðilækna gegn Sjúkra-tryggingum Íslands hristi upp í kerfinu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.