Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 7

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 7
LÆKNAblaðið 2018/104 435 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Spanish flu centennial and responses to pandemic threats in the 21st century Magnus Gottfredsson, MD, PhD, FACP, professor, Landspitali University Hospital and Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland. doi.org/10.17992/lbl.2018.10.198 Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækning- um og smitsjúkdómum, yfirlæknir við Landspítala og prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands. Ritstjóri Læknablaðsins. magnusgo@landspitali.is Aldarafmæli spænsku veikinnar og viðbrögð við skæðum farsóttum á 21. öld Í þessum mánuði minnumst við þess að 100 ár eru liðin frá því að spænska veikin kom til Íslands, en önnur bylgja veikinnar barst til Reykjavíkur með farþegum Botníu þann 20. október 1918. Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919, – margfalt fleiri en létust vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri. Ef tekið er tillit til mannfjöldaþróunar í heiminum jafngildir þetta 200-425 milljónum dauðsfalla nú. Dánartíðni var nokkuð breytileg eftir löndum, á bil- inu 2-25%, og var langhæst þar sem ekkert ónæmi fyrir veirunni var til staðar. Í tilefni þessa endurbirtir Læknablaðið hina frá- bæru grein Þórðar Thoroddsens læknis, sem birt- ist á síðum blaðsins í þremur hlutum fyrri hluta ársins 1919. Í fyrri hluta greinar sinnar gefur Þórð- ur sögulegt yfirlit yfir inflúensufaraldra fyrri alda hérlendis og í seinni hlutanum fjallar hann sérstak- lega um spænsku veikina í Reykjavík, en hann stóð sjálfur í hringiðu atburðanna og fylgdist með gangi veikinnar, sinnti 1232 sjúklingum og var svo hepp- inn að halda heilsu allan tímann. Þórður náði að halda ótrúlega nákvæma skrá um eðli faraldursins í borginni, einkenni skjólstæðinga sinna og afdrif þeirra, margt samhljóða því sem erlendir kollegar hans lýstu. Grein Þórðar er rituð af fádæma skarp- skyggni og yfirsýn manns sem greinilega var eigi einhamur. Sérstaka athygli vekur að þeir sem veikt- ust í fyrstu bylgjunni sem barst til landsins sumarið 1918 sluppu við drepsóttina sem hélt innreið sína í október, en einnig að ungt fólk, 20-40 ára veiktist oft alvarlega með gríðarlega svæsinni lungnabólgu og öndunarbilun; dánartíðnin var hæst í þeim hópi, andstætt því sem almennt gildir um flestar sýk- ingar. Þá urðu barnshafandi konur illa úti, – nokkuð sem hefur komið ítrekað í ljós í seinni tíma inflú- ensufaröldrum. Í tvennum skilningi eru viðbrögð borgarbúa og landsmanna allra við þessum vágesti einnig eftirtektarverð og lærdómsrík, – stofnun hjúkrunarnefndarinnar, – samstaða og samhjálp borgarbúa og frumkvæði að einangrun Norður- og Austurlands. Sú ráðstöfun varð til þess að allstór hluti landsmanna slapp við veikina í þessari atlögu, en flestir urðu þó fyrir barðinu á henni síðar. Lækn- isfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran ennþá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýk- ingar stóðu ekki til boða. Spænska veikin markaði djúp spor í minni aldamótakynslóðarinnar sem endurómaði nánast alla 20. öld og hafði margvísleg áhrif, varð meðal annars kveikjan að því að ný lög um sóttvarnaráðstafanir voru samþykkt árið 1923. Engu að síður má það teljast merkilegt hversu lítið aðrar afleiðingar veikinnar hafa verið rannsakaðar, til dæmis áhrif á þá sem misstu sína nánustu, en sögurnar um það lifa enn innan margra fjölskyldna. Þegar litið er um öxl nú, árið 2018, er fátt á Íslandi sem minnir á stöðu landsins 1918. Landið er orðið eitt hið auðugasta í heimi, íbúafjöldinn hefur nær fjórfaldast á öldinni sem liðin er, efnahagsleg vel- megun er almenn og íbúar landsins hafa fjölbreytt- ari bakgrunn en áður var, samgöngur við útlönd eru svo góðar að segja má að landið sé sítengt umheim- inum. Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðr- ir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út. Dæmi um sjúkdóma sem geta hagað sér með þeim hætti eru Ebola, skæðar sýk- ingar af völdum Coronaveira og nýir stofnar inflú- ensu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart. Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufar- aldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti. Nægir þar að benda á að aðstaða til einangr- unar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum hérlendis er ófullnægjandi eins og nýlega hefur verið bent á hér í blaðinu. Í venjulegu árferði er spítali allra lands- manna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi. Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörk- uðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra. Á þessu þarf að gera bragarbót. Árið 2018 hljótum við að geta gert betur.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.