Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 11

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 11
LÆKNAblaðið 2018/104 439 S J Ú K R A T I L F E L L I Inngangur Peutz-Jeghers-heilkenni er sjaldgæfur ríkjandi A-litninga erfða- sjúkdómur sem lýsir sér í sepamyndun í meltingarvegi auk litabreytinga á húð og slímhúð. Sjúklingar með heilkennið eru í aukinni hættu á að fá krabbamein á lífsleiðinni, auk annarra kvilla í tengsl- um við sepamyndun.1,2 Tilfelli 21 árs gamall hraustur karl- maður sem hafði nokkrum sinnum fengið væg kvið- verkjaköst leitaði á bráða- móttöku vegna skyndilegra, slæmra, dreifðra kviðverkja, ógleði og uppkasta sem höfðu varað í tvær klukkustund- ir. Hann var illa haldinn af verkjum en kviðurinn var þó mjúkur og án þreifieymsla við fyrstu skoðun og garna- hljóð voru eðlileg. Verkirnir versnuðu hratt, maðurinn var kaldsveittur og fölur en ítrekuð kviðskoðun var eðlileg. Hækkun á hvítum blóðkornunum var væg (13,5 þúsund) en C-reaktíft prótein var eðlilegt. Fengin var tölvusneiðmynd af kvið sem sýndi garnasmokkun á 25-30 cm bili neðarlega í kvið (mynd 1). Gerð var kviðarholsað- gerð þar sem garnasmokk- un sást á um það bil hálfum metra af smágirni. Leyst var úr garnasmokkuninni og fyrirferð í smágirninu þreifaðist og var vendi- punktur garnasmokkunar- innar (mynd 2). Gert var hlutabrottnám á smágirni og fyrirferðin fjarlægð. Vefjagreining sýndi sepa með einkennandi útlit fyrir sepamyndun í Peutz- Jeg- hers-heilkenni og engin merki um æxlisvöxt í aðlæg- um eitlum. Þegar sjúklingur var skoðaður með tilliti til þessa sjúkdóms sáust vel litabreytingar á vörum sem fjölskylda sjúklingsins hafði tekið eftir hjá honum í æsku (mynd 3). Auk þess voru tvær litabreytingar til staðar í slímhúð munnhols en engar litabreytingar fundust á iljum eða lófum. Rannsókn hjá erfðaráð- gjöf staðfesti að um Peutz-Jeghers-heilkenni væri að ræða, líkleg- ast sporadísk erfðabreyting þar sem ættarsaga var engin. Gerð var segulómmynd af kviði til eftirlits sem sýndi ekki fram á æxlisvöxt. Fyrirhugað er krabbameinseftirlit með maga- og ristilspeglun á eins til tveggja ára fresti auk árlegrar skimunar með segulómun af eistum og á eins til tveggja ára fresti af brisi. Peutz-Jeghers-heilkenni með garnasmokkun Á G R I P Hér er lýst tilfelli sjúklings með staðfest Peutz-Jeghers-heilkenni á grundvelli jákvæðrar vefjagreiningar samhliða litabreytingum á vörum. Þessi sjúklingur greindist ekki fyrr en hann fékk innsmokkun á mjó- girni. Hægt hefði verið að greina hann fyrr á ævinni vegna fyrrgreindra litabreytinga og sögu um tíð kviðverkjaköst. Gísli Gunnar Jónsson Jórunn Atladóttir Höfundar eru læknar á skurðlækningasviði Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnum svarar Gísli Gunnar Jónsson, gisligun@landspitali.is Birt með leyfi sjúklingsins. doi.org/10.17992/lbl.2018.10.200 Mynd 3. Sjá má blágráar og brúnar lita- breytingar á neðri vör sjúklings. Mynd 2. Tekin í aðgerð. Sýnir fyrirferð í smágirni eftir að búið var að leysa úr garna- smokkun. Mynd 1. Tölvusneiðmynd af kvið (krúnu- snið). Örvar benda á garnasmokkun. Pakkningar: Lyfjaform og styrkur, pakkningastærð Forðatöflur 4 mg 28 stk Forðatöflur 4 mg 84 stk Forðatöflur 8 mg 28 stk Forðatöflur 8 mg 84 stk fesoterodin fumarat Með Toviaz® 4 mg og Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu í viku 12 ** Með Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu og tolterodin ER 4 mg í viku 12 *** Færri salernisferðir með Toviaz® 8 mg en með lyfleysu **** Meðferð með Toviaz® 8 mg dró marktækt úr fjölda tilvika bráðaþvagleka í viku 12 borið saman við tolterodin ER 4mg (p= 0,017) og lyfleysu (p<0,001) 1. Toviaz SmPC 9. október 2017 2. Chapple C. et al. BJU Int. 2014;114:418-26. 3. Kaplan S.A. et al. BJU Int. 2010;107: 1432-1440. 4. Chapple C. et al. Eur Urol. 2007;52(4):1204-12. 5. Herschorn S. et al. BJU Int. 2010;105(1):58-66. Þegar manni er mál, þá er manni mál! Fleiri sjúklingar haldast „þurrir“ 5**** 2 af hverjum 3 Minnkuð tíðni bráðaþvagleka2* -80% Minnkuð tíðni bráðrar þvaglátaþarfar3** -45.5% -18.6% Toviaz® (fesoterodine) Meðferð við einkennum (aukinni tíðni þvagláta og/eða bráðri þvaglátaþörf og/eða bráðaþvagleka) sem geta komið fram hjá fullorðnum sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. P P 1 7 1 1 0 1 Minnkuð tíðni þvagláta4*** Skyndileg bráð þvaglátaþörf og bráðaþvagleki eru algengustu einkenni ofvirkrar þvagblöðru. Með Toviaz® 4 og 8mg forðatöflum er hægt að draga marktækt úr einkennum, borið saman við lyfleysu. 2,3 Verð er hægt að sjá á www.lgn.is Greiðsluþátttaka: Já. Stjörnumerktur texti (*) er umskrifaður og/eða styttur úr upplýsingum um lyfið, sem samþykktar voru af EMA 9. október 2017. Upplýsingar um lyfið er að finna á www.serlyfjaskra.is, auk þess sem hægt er að fá hann hjá umboðsaðila Pfizer, Icepharma hf Icepharma . Lyngháls 13 . 110 Reykjavík . S: 540-8000 . www.icepharma.is Stytt samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Toviaz® (fesoterodine) TOVIAZ 4 mg og 8 mg forðatöflur. Innihaldslýsing: Hver forðatafla inniheldur fesóteródín fumarat 4 mg, sem samsvarar 3,1 mg af fesóteródíni, eða fesóteródín fumarat 8 mg, sem samsvarar 6,2 mg af fesóteródíni. Ábendingar: TOVIAZ er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum á einkennum (aukin tíðni þvagláta og/eða bráð þörf fyrir þvaglát og/eða bráðaþvagleki) sem fram geta komið hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru (overactive bladder syndrome). Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir jarðhnetum eða soja eða einhverju hjálparefnanna. Þvagteppa. Magateppa. Ómeðhöndluð (uncontrolled) þrönghornsgláka. Vöðvaslensfár. Alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur C). Samhliðanotkun öflugra CYP3A4 hemla hjá sjúklingum með meðal til alvarlega skerðingu á nýrna- eða lifrarstarfsemi. Alvarleg sáraristilbólga. Eitrunarrisaristill (toxic megacolon). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is. Dags. síðustu samþykktar SmPC sem þessi stytti texti byggir á: 9.10.2017. Markaðsleyfishafi: Pfizer Limited. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R. Hámarksverð í smásölu (1. nóvember 2017): 4 mg 28 stk: 8.054 kr, 4 mg 84 stk: 18.582 kr, 8 mg 28 stk: 8.536 kr, 8 mg 84 stk: 19.825 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: G. Dags. síðustu endurskoðunar efnis: 6. nóvember 2017. Fyrir frekari upplýsingar um lyfið má hafa samband við Icepharma hf. Lynghálsi 13, s. 540 8000. Dregur úr einkennum ofvirkrar þvagblöðru 1 1

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.