Læknablaðið - Oct 2018, Page 24
452 LÆKNAblaðið 2018/104
Margt fleira mætti án efa um þetta mál tala, en eg læt hér nú
staðar numið. Aðeins vil eg minna á það, að þessi ,,spanska veiki‘‘
hér í bæ, hefir ekki verið skæðari en inflúenzu-sóttir oft áður,
þegar þær hafa gengið yfir þetta land. – Eptir skýrslum, sem birst
hafa, hafa hér í bæ dáið um 260 manns meðan inflúensan geisaði.
Gera má ráð fyrir, að 20-30, segjum 25 hefðu dáið hér í bæ, þennan
tíma, þó að inflúensan hefði ekki komið. Það eru þá 235 dauðsföll
sem inflúensunni eru að kenna, eða sama sem tæpir 16 af hverju
þúsundi bæjarbúa.
Schleisner telur, að árið 1843 hafi inflúensan drepið 1956 manns
á öllu landinu. Það verða 34 af hverju þúsundi þálifandi landsbúa.
Sóttin 1862 drepur 18 af hverju þúsundi og 1866 19 af hverju þús-
undi, eins og áður er sagt, og nú síðast 1894 12 af hverju þúsundi.
– Finsen skýrir frá því, að í sóttinni 1862 hafi dáið 15 af hverju
Gosmökkurinn frá eldstöðinni Kötlu séður frá Reykjavík í október 1918.
L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9
„Það sem mér fannst merkilegast við
skrifin er hvað það hafði lítið verið
fjallað um spænsku veikina í gegnum
tíðina og áttaði mig á því að ég, eins
og sjálfsagt aðrir, var með mjög óljósar
hugmyndir um hvað hafði átt sér stað,“
segir rithöfundurinn Sjón sem studdist meðal
annars við greinar Þórðar Thoroddsen við ritun
bókarinnar Mánasteinn – Drengurinn sem aldrei var
til. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í
flokki skáldverka fyrir hana árið 2013, hún hefur
verið þýdd á fjölmörg tungumál og Þjóðleikhúsið
keypti nýverið réttinn til að setja hana á svið.
„Það kom mér mjög á óvart hvað þetta voru
hryllilegir dagar og augljóslega mikið trauma fyrir
bæjarbúa. Allir misstu einhvern og sennilega hef-
ur fólk meðvitað eða ómeðvitað sameinast um að
tala ekki of mikið um spænsku veikina. Þá spilar
líka inn í að hún kemur á sama tíma og þjóðin
verður fullvalda. Ég held að það hafi einnig haft
sín áhrif. Fólk þurfti að minnast þess að þjóðin
væri orðin fullvalda án þessara hörmunga.“
Sjón segir að hann hafi sí og æ rekist á sömu
heimildirnar við undirbúninginn. „Ég þurfti að
grafa aðeins dýpra og fann þá greinarnar
í Læknablaðinu frá árinu 1919.“ Úttekt Þórð-
ar er eina heildstæða heimildin í einhver
sjötíu til áttatíu ár. Sjón lýsir því hvernig
upplýsingarnar nýttust um leið og hann
varð að leyfa sögunni að flæða. Einnig
hvernig hann passaði sig á að horfa ekki á tímann
með þeirri þekkingu sem við höfum í dag, heldur
jafnhliða sögupersónunum.
„Við höfðum tíu lækna að sinna 10.000 sjúk-
lingum og eina apótekinu var lokað vegna veik-
inda,“ segir hann. „Þetta væri viðlíka og 100.000
manns legðust fárveikir á næstu 6 til 7 dögum.“
Sjón segir að hann kjósi að vinna með heimild-
ir við ritstörfin og þá skipti hann máli að fara rétt
með. Hann hafi áður unnið með læknisfræði sér
við hlið.
„Ég er með þá kenningu að ljóðskáld starfi
samhliða náttúru- og líffræðingum, en skáld-
sagnahöfundar samhliða læknum. Það er svo
margt í læknavísindum sem skýrir hvernig menn
takast á við þessi fáu ár sem þeir fá á þessari
jörð.“
Rithöfundar samhliða læknum
Sjón nýtti fræðigreinar Þórðar Thoroddsen í Mánasteini
Rithöfundurinn Sjón ræddi um bókina
Mánasteinn – Drengurinn sem
aldrei var til á Læknadögum 2018.