Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Oct 2018, Page 27

Læknablaðið - Oct 2018, Page 27
LÆKNAblaðið 2018/104 455 skólar Evrópu eru mjög mismunandi hvað varðar námsáherslur, einkum klíníska færni. Læknadeild HÍ hefur fylgst vel með þessari þróun og verið í góðu sambandi við AMEE, WFME og ECFMG, og NMBE, til að standa sem best að vígi ef þessar fyrirætlanir verða að raun- veruleika. Deildin hefur verið tekin út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins eins og aðrar deildir heilbrigðisvís- indasviðs en næsta úttekt fer fram árið 2020. Þar er um að ræða sjálfsmat og utanaðkomandi mat og var það síðast leitt af Stefan Lindgren sem var forseti WFME. Sjálfsagt er að deildin standi þannig að undirbúningi fyrir þessa úttekt að sú vinna nýtist fyrir alþjóðlega viðurkenningu læknaskóla árið 2023. Slík viður- kenning er mikilvæg þannig að íslenskir læknar geti að loknu kandídatsári áfram valið að sækja til erlendra stofnana í fram- haldsnám til viðbótar við þá þróun sem verið hefur hér á landi. Breytingar síðustu 30 ár Þær breytingar sem orðið hafa á læknakennslu og læknanámi á Íslandi síðastliðin 30 ár eru flestar unnar undir áhrifum frá AMEE. Ársfundir AMEE hafa verið sóttir reglulega og þaðan hafa komið nýjustu straumar, breytingar og áherslur. Lítil deild getur auðvitað ekki tekið upp allt sem þar kemur fram, enda hentar ekki allt alls staðar. Sums staðar hefur verið gengið lengra en aðrir hafa gert og nýtur þar deildin áhrifa frá Bandaríkjunum auk evrópskra og asískra áhrifa. Af þeim breytingum sem læknadeild hefur gert á síðustu 30 árum langar mig til að nefna nokkur atriði. Með nýju inntöku- prófi (2003) hafa einkunnir á BS-prófi og kandídatsprófi farið hækkandi. Hér gæti verið um að ræða „einkunnaverðbólgu“ sem gert hefur vart við sig í íslenskum skólum ef ekki væri fyrir samanburð við árangur á CCSE þar sem bætt frammistaða varð ljós á sama tíma (hækkun úr 73/75 í 82/75). Þessi breyting hefur verið rædd við NBME og metin marktæk. Þetta próf gæti gefið vísbendingu um hvernig deildin ætti að standa sig í formlegri erlendri úttekt læknaskóla (staðlað bandarískt próf í klínískum greinum sem allir 6. árs læknanemar gangast undir). Auk þess sem nemendur fá upplýsingar um stöðu sína í alþjóðlegum samanburði fær deildin líka mikilsverðar upplýsingar um stöðu einstakra námsgreina og deildarinnar í heild.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.