Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 38

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 38
466 LÆKNAblaðið 2018/104 Tugir karla komnir á forvarnarlyf gegn HIV viðtal við Bryndísi Sigurðardóttur smitsjúkdómalækni ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Á sjöunda tug karlmanna hefur á fáum vikum farið í gegnum áhættumat á Landspítala og fengið forvarnarlyf gegn HIV í hendur. Bryndís Sigurðardóttir smit- sjúkdómalæknir telur að þeir verði allt að 80 talsins innan skamms og jafnvægi verði náð. Yfirvöld hófu nú í sumar að greiða að fullu fyrir samheitalyf Truvada til að fyrirbyggja ný HIV-smit meðal karla sem stunda kynlíf sín á milli. Einungis örfáir hafa ekki uppfyllt skilyrði fyrir lyfjun- um. Rétt tæplega 30 einstaklingar hafa bæst í hóp HIV-smitaðra það sem af er ári og þykir mikið. HIV-smitum fækkar á heimsvísu á sama tíma og þeim fjölgar hjá karlmönnum sem sofa hjá öðrum körlum. Bryndís segir að HIV sé þeim raunveruleg ógn. „Eftirspurnin er nokkru meiri en við reiknuðum með,“ segir Bryndís. „Við gerð- um ráð fyrir 30-50. Við ráðfærðum okkur við HIV-samtökin sem töldu líklegt að talan yrði um 70. Nú höfum við skimað 64 og símtölum, sem voru mörg helstu sum- arleyfismánuðina, fækkar,“ segir Bryndís. Í ljós komi hverjir haldi áfram lyfjameð- ferðinni. „Sumum hentar ekki að taka lyf á hverjum degi. Sumir fara í fast samband og þetta er ekki ætlað fyrir þá. Ekki einu sinni fyrir þann sem er með HIV-smit- uðum sem er á lyfjum og mælist með 0 í veirumagni.“ Ríkið greiðir um 66.000 kr fyrir hvern mánaðarskammt af samheitalyfi Truvada sem inniheldur emtricitabine/tenofovir. Miðað við þær forsendur kostar þetta hátt í 800.000 krónum á ári fyrir hvern og einn, en mönnum er ekki ætlað að vera á lyfinu árum saman. „Þetta er hagstæðara en að vera með einstakling, allt frá tvítugu, í um 200.000 króna lyfjameðferð á mánuði alla ævi vegna HIV. Mín tilfinning er sú að ef ég kem í veg fyrir eitt til tvö smit á ári sé tilgangi okkar náð. Ég er mjög hlynnt lyfi í forvarnarskyni gegn HIV,“ segir Bryndís sem væntir þess að lyfið verði ódýrara með fleiri útboðum. „Nú þegar hafa tveir ungir menn sem hugðust fara þessa leið greinst með HIV-smit. HIV er raunveruleg ógn við þennan hóp.“ Spurð um andstöðu segist hún ekki hafa orðið vör við hana opinberlega hér á landi. En í aðdraganda þess að Banda- ríkjamenn hófu fyrstir að nota þetta lyf Bryndís Sigurðardóttir ræðir við Læknablaðið um forvarnarlyf gegn HIV á skrifstofu sinni í turninum Landspítala í Fossvogi. Myndir/gag

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.