Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 43
skammta (Recommended Daily Dose;
RDD) á ársgrundvelli helstu bisfosfónata
sem hafa verið á markaði á Íslandi síð-
astliðna tvo áratugi. Eftir 2009 verður
athyglisverð breyting, annars vegar flyst
meginnotkunin yfir á alendrónat (bæði
frumlyf og samheitalyf), en á sama tíma
dregur úr ávísuðum skömmtum. Undir-
liggjandi orsakir þessa eru vafalaust
fjölmargar. Þar mætti meðal annars nefna
stjórnsýslu ákvarðanir um greiðsluþátttöku
Sjúkratrygginga, en einnig aukna umræðu
um aukaverkanir þessa lyfjaflokks sem
tengjast óeðlilegum beinbrotum í lærlegg
og beindrepi í kjálka. Ef rýnt er í afgreidda
RDD á hvern einstakling kemur fram að
47-62% þessara einstaklinga fá minna en
80% af ráðlagðri ársnotkun á hverju 12
mánaða tímabili. Þannig eru augljós merki
þess að meðferðarheldni íslenskra sjúk-
linga sé ábótavant eins og einnig hefur
verið lýst í nágrannalöndunum.
Hvernig er þessu farið á hinum Norð-
urlöndunum? Á mynd 2 sést fjöldi karla
og kvenna á hverja 1000 íbúa á Íslandi og
í Svíþjóð, Noregi og Danmörku sem fá
bisfosfónöt samkvæmt upplýsingum úr
lyfjagagnagrunnum þessara landa. Þar
kemur fram að fjöldi íslenskra karla sem
fær bisfosfónöt er tæplega 2/1000 árið 2003
og fer hæst í rúma 4/1000 karla á árunum
2010 til 2013 en fækkar eftir það. Nor-
rænum körlum sem fá bisfosfónöt fjölgar
hins vegar hægt og bítandi og er mesta
fjölgunin í Danmörku þar sem 6/1000 fá
meðferð árið 2016. Hvað íslensku konurnar
varðar fá rúmlega 12/1000 bisfosfónöt 2003
og fjöldi þeirra nær hámarki eins og hjá
körlunum á árunum 2010-2012 þegar um
20/1000 kvenna eru meðhöndlaðar með
bisfosfónötum, en fer síðan fækkandi til
ársins 2017. Sömu tilhneigingu er að sjá í
Noregi og Svíþjóð en í Danmörku fjölgar
konum á bisfosfónatmeðferð úr 12/1000
árið 2003 í rúmlega 28/1000 árið 2012 og
fækkar ekki eftir það. Hvernig önnur bein-
verndandi lyf, eins og denosumab og ter-
iparatid eru notuð væri einnig áhugavert
að skoða nánar.
Ofannefndar tölur gefa sterklega til
kynna að hægt sé að bæta beinverndandi
meðferð hér á landi svo um munar, bæði
með tilliti til fjölda einstaklinga sem fá
bisfosfónöt vegna aukinnar áhættu á
beinbrotum en einnig þarf að tryggja betri
meðferðarheldni meðal þeirra sem hefja
meðferð með bisfosfónötum. Frekari rann-
sókna er þó þörf áður en unnt er að gefa
skýr tilmæli til lækna, en í millitíðinni
geta læknar nýtt sér klínísk stuðnings-
tæki á borð við FRAX12 og BeinRáð13,14 til
að meta þörf á meðferð fyrir einstaklinga
með sögu um beinbrot af völdum bein-
þynningar.
Heimildir
1. Hiligsmann M, Evers SM, Ben Sedrine W, Kanis JA,
Ramaekers B, Silverman S, et al. A systematic review of
cost-effectiveness analyses of drugs for postmenopausal
osteoporosis. Pharmacoeconomics 2015;33:205-24.
2. Kanis JA, McCloskey EV, Johansson H, Strom O,
Borgstrom F, Oden A. National Osteoporosis Guideline
Group. Case finding for the management of osteoporosis
with FRAX-assessment and intervention thresholds for the
UK. Osteoporos Int 2008; 19:1395-408.
3. Tosteson AN, Melton LJ, Dawson-Hughes B, Baim
S, Khosla S, Lindsay RL, et a. National Osteoporosis
Foundation Guide Committee. Cost-effective osteoporosis
treatment thresholds: the United States perspective.
Osteoporos Int 2008; 19: 437-47.
4. Lippuner K, Johansson H, Borgstrom F, Kanis JA,
Rizzoli R. Cost-effective intervention thresholds against
osteoporotic fractures based on FRAX (R) in Switzerland.
Osteoporosis Int 2012; 23: 2579-89.
5. Kanis JA, Johnell O, De Laet C, Johansson H, Oden A,
Delmas P, et al. A meta-analysis of previous fracture and
subsequent fracture risk. Bone 2004; 35: 375-82.
6. beinvernd.is/gripum-brotin/ - september 2018.
7. Sigurðsson G, Siggeirsdóttir K, Jónsson BY, Mogensen
B, Guðmundsson EF, Aspelund T, et al. Yfirlitsgrein. Úr
gögnum Hjartaverndar: Nokkur atriði um faraldsfræði
og áhættumat beinbrota á Íslandi. Læknablaðið 2017; 103:
423-8.
8. Magnusson KA, Gunnarsson B, Sigurðsson GH, Mogensen
B, Ólafsson Y, Kárason S. Meðferð og afdrif
sjúklinga með mjaðmabrot. Læknablaðið 2016; 102: 119-23.
9. iofbonehealth.org/europe-guidelines - september 2018.
10. Keshishian A, Boytsov N, Burge R, Krohn K, Lombard L,
Zhang X, et al. Examining the treatment gap and risk of
subsequent fractures among females with a fragility fract-
ure in the US Medicare population. Osteoporos Int 2017;
28: 2485-94.
11. Caro JJ, Ishak KJ, Huybrechts KF, Raggio G, Naujoks
C. The impact of compliance with osteoporosis ther-
apy on fracture rates in actual practice. Osteoporos
Int 2004;15:1003-8.
12. sheffield.ac.uk/FRAX/tool.aspx?country=56 - september
2018.
13. osteoporosis.expeda.is/OsteoAdvisor/Public - september
2018.
14. expeda.is/access-cdss/ - september 2018.
Mynd 2. Myndin sýnir fjölda karla og kvenna á hverja 1000 íbúa á Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku sem fá bis-
fosfónöt samkvæmt upplýsingum úr lyfjagagnagrunnum þessara landa á tímabilinu 2013 til 2017.
LÆKNAblaðið 2018/104 471