Læknablaðið - okt. 2018, Síða 45
LÆKNAblaðið 2018/104 473
Vísinda- og þróunarstyrkir FÍH
Úthlutun 2018-2019
Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) úthlutar styrkj-
um til vísinda- og þróunarverkefna á sviði heilsugæslu einu
sinni á ári. Lögð er áhersla á það að styrkja rannsóknir í heimilis-
lækningum, um heimilislækningar og á forsendum heimilislækning-
anna sjálfra.
Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar vinnu.
Umsóknir um úthlutun fyrir styrkárið 2018-2019 þurfa að berast
sjóðnum fyrir 25. október næstkomandi. Umsóknir sem berast
eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Umsóknum ber að skila rafrænt til Margrétar Aðalsteinsdóttur
(margret@lis.is), Læknafélagi Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópa-
vogi, ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum eða framgangs-
skýrslu ef um endurumsókn sama verkefnis er að ræða.
Umsóknareyðublað er að finna á innra neti heimasíðu Læknafé-
lagsins, www.lis.is, á heimasvæði FÍH.
Starfsstyrkir geta verið allt frá einum til 12 mánaða í senn. Upp-
hæð starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem svarar til dag-
vinnulauna styrkþega og er þá tekið mið af menntun og starfs-
aldri, þó aldrei hærri en sem svarar dagvinnulaunum yfirlæknis
í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi á heilbrigðisstofnun innan
heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins til að styrkurinn
verði greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að forsvars-
menn stofnunarinnar sjái til þess að styrkþegi haldi áfram starfi
sínu, óbreyttum launum og réttindum, en fái jafnframt tíma til að
sinna rannsóknarstörfum á dagvinnutíma. Sjóðurinn veitir að jafn-
aði starfsstyrki til verkefna sem krefjast minnst tveggja mánaða
vinnu eða lengri tíma.
Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé
á forsendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða er
einnig lögð áhersla á tengsl rannsakenda við heimilislæknisfræði
Háskóla Íslands eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilis-
lækningum.
Nánari upplýsingar veitir Emil L. Sigurðsson (emilsig@hi.is)
Stjórn Vísindasjóðs FÍH
Aðalfundur Læknafélags Íslands 2018
verður haldinn 8. og 9. nóvember
í Hlíðasmára í Kópavogi