Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 48

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 48
476 LÆKNAblaðið 2018/104 Ritstjórnir norrænu læknablaðanna hafa með sér einskonar bandalag og hittast einu sinni á ári til að bera saman sín blöð og bækur. Í ár var finnska lækna- blaðið, Lääkärilehti, gestgjafinn. Allir þátttakendur eru á einu máli um mikilvægi þess að hittast og ná að ræða við fólk í sömu sporum. Í þessu samhengi er Ísland auðvitað litla systirin einsog alltaf, og hin blöðin eru öll eldri en Lækna- blaðið, stærri, hafa mun meiri mannafla, prenta fleiri tölublöð á ári og í mun stærra upplagi. Þó er ýmislegt sameiginlegt með blöðunum: Læknafélögin í hverju landi eru eigendur og útgefendur blaðanna, áskrifendur eru kröfuharðir læknar, aðrir lesendur eru á höttunum eftir öðru og sjúklingavænna efni, þau þurfa að vera á tánum í peningamálum, netið gefur þeim litlar sem engar tekjur og öll halda þau kúrsi með prentuðum blöðum. Auglýs- ingum fækkar heldur og Svíar hafa farið þá leið að halda stóra fagfundi með lækn- um til að ná vopnum sínum. Flest blöðin vinna meira úr því efni sem liggur fyrir og er burðarás allra blaðanna, það eru fræðigreinar. Það er efnið sem fjölmiðlar og almenningur sækist mest eftir, og úr þeim efniviði má ná fleiri vinklum og útbúa fleira sem hægt er nota. Þetta þýðir að það þarf að trúa meira á þetta ritrýnda efni, og þá þarf að leggja meiri áherslu á gæðin fremur en fjölda greinanna. Nútíminn krefst meiri sýnileika og hann er í boði á vefsíðum, feisbúkk, twitt- er, instagram og eftir nýjum hraðbrautum til lesenda, en bæði norska og danska blað- ið höfðu nýlega gert könnun sem leiddi í ljós að þá ánægjulegu staðreynd að 94% af þeirra læknum lesa sín læknablöð, og megnið af þeim les prentútgáfuna fyrst og fremst. Og það eru líka mun fleiri en bara læknar sem lesa blaðið, lesendur eru æ fleiri sögðu Danirnir. Rafræna útgáfan er notuð meira til uppflettinga og til að renna yfir fyrirsagnir. Öll blöðin koma mikið við sögu í fjöl- miðlaumhverfinu í sínu landi, til þeirra er mikið vitnað og þau hafa tiltrú og traust annarra, og norska læknablaðið var meira að segja útnefnt tímarit ársins í Noregi 2018. Í útgáfuheiminum hefur það sýnt sig að vaxandi áhugi er meðal almenn- ings á fræðilegu efni, efni sem stutt er af rannsóknum og heimildum. Sama gildir um útvarp og sjónvarp þar sem efni af þessum toga er eftirsótt, og sem lítið dæmi má nefna að á RIFF, kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem haldin verður innan skamms, verða sýndar fleiri heimildar- myndir en nokkru sinni fyrr. Eftir stendur að burðarásinn í öllum blöðunum er ritrýnt efni sem dofnar ekki og ástæða er til að vinna úr með tiltækum leiðum nútímans. Fundur ritstjórna norrænu læknablaðanna ■ ■ ■ Védís Skarphéðinsdóttir Myndin var tekin á fundi nor- rænu ritstjórnanna í Helsinki um daginn. Mynd/ Heli Mikkola. Fyrsti fundur haustsins verður miðvikudaginn 3. október. Þá mun félagi okkar og læknir Ólafur Jónsson flytja erindi sem hann nefnir ,,Uppreisnin á Bounty, vopnuðu skipi hans hátignar Georgs Breta- konungs, í Kyrrahafi árið 1789.“ Næsti fundur verður miðvikudaginn 7. nóvember. Þá mun Þor- valdur Gylfason prófessor fjalla um „Skáldið og persónuna Einar Benediktsson“. Síðasti fundur fyrir áramót verður miðvikudaginn 5. desember. Þá mun Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor fjalla um „Eld- gos í Öræfajökli“. Um fundi öldungadeildar Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana. Kristófer Þorleifsson, formaður öldungadeildar Dagskrá öldungadeildar haustið 2018

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.