Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 4

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 4
319 Þórdís þorkelsdóttir, Hera Jóhannesdóttir, Linda Ósk Árnadóttir, Jónas Aðalsteinsson, Helga Rún Garðarsdóttir, Daði Helgason, Tómas Andri Axelsson, Sólveig Helgadóttir, Alexandra Aldís Heimisdóttir, Martin Ingi Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson Engin marktæk tengsl offitu og lifunar eftir kransæðahjáveituaðgerð Sjúklingar með offitu sem gangast undir kransæðahjáveitu á Landspítala eru yngri en með fleiri áhættuþætti kransæðasjúkdóms en samanburðarhópur. Líkamsþyngdarstuðull spáir þó hvorki fyrir um langtímalifun né tíðni fylgikvilla. Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu er góður hér á landi 327 Gunnar Guðmundsson, Kristinn Tómasson Asbest og áhrif þess á heilsufar Íslendinga – yfirlitsgrein Við vinnu með asbest myndast nálar- eða þráðlaga asbestryk. Það er þetta ryk sem er hættulegt heilsunni. Tími frá útsetningu að sjúkdómi getur verið allt að 40 ár. Asbest berst í lungun við innöndun og getur valdið asbestveiki sem er lungnatrefjunarsjúkdómur með hæga framþróun. Asbest getur einnig valdið góðkynja fleiðruvökva, fleiðruskellum og dreifðum fleiðruþykknunum. Asbest er líka krabbameinsvaldandi 335 Arnar Bragi Ingason, Magnús Karl Magnússon, Gunnar Bjarni Ragnarsson Ópíóíðaeitrun í kjölfar vórikónazólmeðferðar – sjúkratilfelli 67 ára gömul kona, sem tók langverkandi ópíóíðalyf (oxýkódon) vegna langvarandi brjóst- verkja, varð fyrir bráðri ópíóíðaeitrun eftir að hafin var meðferð með vórikónazóli. Vórikón- azól er sveppalyf sem getur bælt virkni CYP3A4 sem er niðurbrotsensím í lifur og gegnir lykilhlutverki í umbroti ýmissa lyfja. Í þessu tilfelli jókst sermisstyrkur oxýkódons sem olli alvarlegri ópíóíðaeitrun. 312 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Æ Ð I G R E I N A R 7/8. tölublað ● 105. árgangur ● 2019 315 Lyfjanotkun ís- lenskra aðgerðar- sjúklinga – er unnt að gera betur? Martin Ingi Sigurðsson Nýleg samantekt Land- læknisembættisins sýndi fram á að fjöldi einstaklinga sem var ávísað morfínskyld- um lyfjum jókst um 14% milli áranna 2007 og 2017, og magn ávísaðra lyfja jókst um tæp 23% á sama tímabili 316 Nýtt fyrirkomulag á samvinnu Landspítala og Heilsugæslunnar til undirbúnings sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir María Sigurðardóttir Biðtími eftir aðgerðum nýttur til að styrkja sjúklinga og búa þá undir aðgerð. L E I Ð A R A R Og spítalinn rís Hringbrautarverkefnið er heiti á miklum framkvæmdum sem heilbrigðisráðherra segir tækni- legustu byggingarframkvæmdir Íslandssögunnar. Hér sést hvernig framkvæmdum miðar við byggingu meðferðarkjarna en umfang hans er verulegt eins og myndin sýnir. Þessum áfanga á að ljúka eftir 5 ár eða svo en þá er ýmislegt annað eftir svo spítalinn geti talist fullbyggður – ef hann verður það einhvern tímann. Mynd úr dróna/Ásvaldur Kristjánsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.