Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 16

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 16
324 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N kemur að langtímahorfum sjúklinga eftir kransæðahjáveitu. Svip- uðum niðurstöðum hefur verið lýst erlendis.24, 25, 27, 37 Í heild var 30 daga dánartíðni 2%, og var hún svipuð í öllum LÞS-hópunum. Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst erlend- is28, 37-39, enda þótt til séu rannsóknir sem sýna lægri dánartíðni sjúklinga með háan LÞS.40, 41 Í eldri rannsókn frá Landspítala, þar sem aðeins var litið á 720 sjúklinga af þeim 1698 sem hér er lýst og gengust undir kransæðaaðgerð á tímabilinu 2002-2006, var 30 daga dánarhlutfall sömuleiðis 2%.15 Athyglisvert er að aðeins tæpur fjórðungur sjúklinga voru í kjörþyngd en 77% í mismikilli ofþyngd, þar af 7% með mikla offitu. Skipting sjúklinga í LÞS-flokka er áþekk þeirri sem lýst var í breskri rannsókn28, en í mörgum erlendum rannsóknum er hlutfall sjúklinga með mikla offitu umtalsvert hærra, til dæmis var það 38% í tveimur bandarískum rannsóknum.41, 42 Sjúklingar með offitu höfðu marktækt fleiri áhættuþætti kransæðasjúkdóms sem aftur eykur hættu á að þeir þrói með sér kransæðasjúkdóm snemma. Þetta skýrir af hverju þeir voru nokkrum árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd og því með lægra EuroSCORE II en aldur er mikilvæg breyta í áhættulíkaninu.25, 40, 43 Þannig hafði rúmlega þriðjungur sjúklinga í mikilli ofþyngd sykursýki borið saman við einn af hverjum tíu í kjörþyngd. Erlendis er hlutfall sykursjúkra mun hærra, eða allt að 49% og 65% hjá sjúklingum með offitu og mikla offitu.44 Þar, líkt og í okkar rannsókn, voru flestir sjúkling- anna á töflumeðferð.42 Langtímalifun reyndist sambærileg í LÞS-hópunum fjórum. Þetta bendir til þess að taka beri offituþversögninni með fyrirvara og samrýmist eldri rannsókn af Landspítala þar sem langtímalif- un sjúklinga með LÞS yfir og undir 30 kg/m2 var sambærileg.15 Eins og áður hefur komið fram hefur offituþversögnin aðallega byggst á skammtímaárangri þessara aðgerða og þær fáu rannsóknir sem hafa birst á langtímaárangri, hafa verið misvísandi. Del Prete og félagar báru saman sjúklinga með LÞS < 30 kg/m2 og > 30 kg/m2 og reyndist langtímalifun sambærileg.41 Í tveimur öðrum rannsókn- um sást hins vegar betri lifun hjá sjúklingum með hærri LÞS25, 37, og var hluti skýringarinnar rakinn til þess að offitusjúklingarnir væru yngri en þeir sem voru í kjörþyngd.37, 41, 45 Slíkur aldursmun- ur sást einnig í okkar rannsókn, en þótt tilhneiging til betri lifunar hafi sést með hærri LÞS var munurinn ekki það mikill að hann næði því að vera marktækur. Þetta sást einnig í fjölbreytugrein- ingu en þar spáði LÞS ekki fyrir um lifun eftir að leiðrétt hafði ver- ið fyrir öðrum áhættuþáttum, ekki síst aldri. Ennfremur reyndist MACCE-frí lifun sambærileg fyrir LÞS-hópana fjóra. Erlendis eru fáar rannsóknir sem hafa beinst að langtíma fylgikvillum hjá offitusjúklingum en Zittermann og félagar lýstu þó verri MACCE- frírri lifun hjá sjúklingum með mikla offitu (LÞS > 35 kg/m2).25 Tíðni bæði minniháttar og alvarlegra fylgikvilla var mjög sambærileg í hópunum fjórum. Þetta átti við um nýtilkomið gáttatif/-flökt, lungnabólgu og þvagfærasýkingar, en hins vegar var sjaldnar gerð aftöppun á fleiðruvökva hjá sjúklingum með offitu. Sjúklingar með offitu greindust einnig oftar með sýkingu í skurðsári eftir aðgerð, sem er í samræmi við fjölda annarra rann- sókna.40, 42, 46 Skýringin gæti legið í lélegra blóðflæði í húðbeðsfitu sem aftur getur hægt á gróanda sára. Einnig getur lengri aðgerðar- tími sjúklinga með offitu aukið líkur á sýkingum líkt og hærri tíðni sykursýki.23 Þyngri sjúklingar fengu marktækt færri einingar af rauðkorna- þykkni en sjúklingar í kjörþyngd og munaði 0,7-1 einingum. Samt reyndist ekki marktækur munur á blæðingu í brjóstholskera í LÞS- hópunum fjórum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt marktækt minni blæðingu og gjöf rauðkornaþykknis hjá sjúklingum í ofþyngd.42 Skýringin er ekki þekkt en settar hafa verið fram kenningar um að meiri fita í miðmæti og aukinn þrýstingur í kviðarholinu geti þrýst að hugsanlegum blæðingarstöðum í kringum hjartað og þannig stuðlað að betri blóðstorknun.20 Einnig er hugsanlegt að skurð- læknar sem framkvæma aðgerðir á offitusjúklinum séu reyndari, en ekki var litið sérstaklega á reynslu skurðlæknis í okkar rann- sókn. Legutími var sambærilegur milli hópa, bæði á gjörgæslu og heildarlegutími á sjúkrahúsi. Það eru sambærilegar niðurstöður og í tveimur erlendum rannsóknum.25, 39 Skýringin á lengri legu- tíma sjúklinga með offitu hér á landi er ekki fyllilega ljós en tengist mögulega hærri tíðni skurðsýkinga hjá þessum hópi sjúklinga.47 Styrkur rannsóknarinnar er að hún nær til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð hjá heilli þjóð á 13 ára tímabili. Nákvæmar upplýsingar um langtímalifun allra sjúklinga fengust úr dánarmeinaskrá Landlæknis en einungis þurfti að sleppa 2,8% sjúklinga vegna þess að mælingar á hæð og þyngd vantaði. Ennfremur er ótvíræður styrkleiki að hægt var að leita að langtíma fylgikvillum í sjúkraskrám sjúkrahúsa í öllum heilbrigðis umdæmum landsins og nota til þess miðlægar skrár. Veikleiki þessarar rannsóknar er hins vegar sú staðreynd að hún er afturskyggn og skráning upplýsinga á einkennum, áhættuþáttum, faraldsfræðilegum þáttum og fylgikvillum því ekki jafn nákvæm og ef hún hefði verið framskyggn. LÞS sem greiningaskilmerki fyr- ir offitu hefur sína annmarka, til dæmis greinir stuðullinn ekki á milli vöðva og fitu en er engu að síður það mælitæki sem er talið hentugast og mest notað við rannsóknir eins og þessa.45 Loks má nefna að svokallaðir gruggunarþættir (unmeasured confounders) gætu haft áhrif á niðurstöðurnar og skýrt góðan árangur hjá sjúk- lingum með offitu því sjúklingum með mikla áhættu gæti frekar hafa verið vísað í kransæðavíkkun. Samantekið þá virðist sjúklingum í ofþyngd farnast álíka vel eftir kransæðaaðgerð á Íslandi og sjúklingum í kjörþyngd. Þakkir Gunnhildur Jóhannesdóttir, fyrrum skrifstofustjóri á Landspít- ala fyrir aðstoð við gagnasöfnun. Rannsókin var styrkt af Rann- sóknarsjóði Háskóla Íslands, Vísindasjóði Landspítala og Minn- ingarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.