Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 22

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 22
330 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N og súrefnisgjöf þegar það á við getur hjálpað. Þá getur greinst lungnakrabbamein hjá þeim sem hafa asbestveiki. Fleiðrusjúkdómar Góðkynja fleiðruvökvi (benign pleural effusion) Fleiðruvökvi tengdur asbestútsetningu er oftast eingöngu öðru megin og í litlu magni.29 Hann getur komið fram mörgum árum á undan lungnatrefjun.30 Tíminn á milli asbestútsetningar og til- komu fleiðruvökva getur verið á bilinu 15 til 45 ár. Einkenni geta verið brjóstverkir og mæði en þegar asbestútsettu fólki hefur verið fylgt eftir með röntgenmyndum hefur fundist að allt að tveir þriðju einstaklinga eru einkennalausir.31 Fleiðruvökvinn getur verið einn sér eða með fleiðruskellum, dreifðum fleiðruþykknunum og kölk- unum í fleiðru. Mynd 2 sýnir fleiðruvökva. Fleiðrusamvextir geta myndað vanþenslu útlægt í lunga sem kallað er hringvanþensla vegna lögunar og asbestútsetning er ein algengasta orsök þessa.32 Vökvinn er vilsa og getur verið blóðugur og inniheldur gjarnan rauðkyrninga. Góðkynja fleiðruvökvi getur horfið án meðferðar en getur einnig staðið mánuðum saman.33 Hann getur komið aftur. Fleiðruvökvi er ekki talinn auka áhættu á miðþekjuæxli umfram það sem asbestútsetning skapar. Fleiðruskella (pleural plaque) og dreifðar fleiðruþykknanir (diffuse pleural thickening) Fleiðruskellur eru kollagenskellur á fleiðruhimunni og finn- ast í allt að 60% einstaklinga sem hafa verið útsettir fyrir asbesti í vinnu.34 Þær eru mest áberandi undir rifjum á veggfleiðru. Þær eru beggja vegna og oft eru kalkanir í þeim.35 Fleiðruskellur eru mest áberandi í neðri hlutum lungna og á þind. Dreifðar fleiðruþykkn- anir eru að jafnaði þykkari en 3 mm og 8 cm að lengd.36 Þessar breytingar auka ekki hættuna á að fá illkynja sjúkdóma sem tengj- ast asbesti. Myndir 2 og 3 eru tölvusneiðmyndir af fleiðruskellum og á mynd 4 sést vefjasneið frá fleiðruskellu. Illkynja sjúkdómar Lungnakrabbamein Lungnakrabbamein tengt asbesti getur bæði verið af smáfrumu- gerð og annarri vefjagerð en smáfrumugerð. Oftast líða að minnsta kosti 15–20 ár frá því að einstaklingur er fyrst útsettur fyrir as- besti þar til krabbamein myndast.37 Hollensk rannsókn sýndi fram á að asbestútsetning jók áhættu á lungnakrabbameini meira en þrefalt.20 Önnur rannsókn sýndi að asbestútsetning jók áhættu á lungnakrabbameini sexfalt hjá þeim sem ekki höfðu reykt.38 Þannig eru reykingamenn í mun meiri áhættu á að fá asbestveiki og sjúkdóma tengda henni. Miðþekjuþekjuæxli í fleiðru/mesóþelíóma Miðþekjuæxli er krabbamein sem oftast kemur fyrir í lungna- fleiðru en getur þó myndast í öðrum himnum eins og lífhimnu og gollurshúsi.39,40 Þau hafa sterk tengsl við asbest þó aðrir orsaka- valdar, svo sem ullarsteinn, séu einnig þekktir orsakavaldar. Bið- tími frá asbestútsetningu og þar til æxli greinist er langur, allt að 20-50 ár.41,42 Einkenni eru ósértæk eins og brjóstverkur, hósti og nætursviti. Viðbótareinkenni geta komið fram við innvöxt í önn- ur líffæri. Miðþekjuæxli þekkist einnig hjá aðstandendum asb- estverkamanna sem komast í snertingu við asbestið með því að meðhöndla klæðnað þess sem vinnur við asbestið.41,42 Mynd 5 er af miðþekjuæxli í fleiðru. Þau greinast oftast með vefjasýni sem gjarna er tekið með nál sem stungið er milli rifja undir leiðsögn tölvusneiðmynda- eða ómtækis. Í öðrum tilvikum fæst greining með brjóstholsspeglun. Frumurannsókn á fleiðruvökva hefur ekki gott næmi til greiningar. Miðþekjuæxli hafa afar slæmar horfur og er lifun oft talin um 9-17 mánuðir. Meðferð beinist fyrst og fremst að því að draga úr einkennum, minnka verki og bæta lífsgæði. Til þess er beitt skurðaðgerðum, geislameðferð og frumudrepandi lyfj um. Oftast eru notuð fleiri en eitt meðferðarform.43 Veikindi af völdum asbests eru tilkynningarskyld til Vinnu- eftirlitsins en þau eru skráð í svokallaða atvinnusjúkdómaskrá. Það er á ábyrgð lækna að sjá um tilkynninguna. Mynd 3. Tölvusneiðmynd af brjóstkassa. Það sjást kalkaðar fleiðruþykknanir. Mynd 4. Nálarsýni frá þykknaðri fleiðru, samsett af frumufátækum, collagenríkum bandvef sem víða myndar samsíða knippi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.