Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 41

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2019/105 349 gefa þeim þetta lyf,“ segir hann. Þá þurfi að huga betur að geislun vegna mynd- greininga. „Fólk fær krabbamein af slíku svo vert er að forðast þær ef hægt er.“ Horfa til sjúklinga Stefán leggur mikla áherslu á að heilsa fólks sé í fyrirrúmi í átakinu, ekki sparnaður, þótt átakið komi vissulega í veg fyrir sóun. „Þessi herferð er sjúklingum í hag. Hún er ekki sett á stofn til að heilbrigðisstofn- anir, heilbrigðisyfirvöld eða aðrir spari peninga,“ segir hann og leggur áherslu á orð sín. „Tilgangurinn er að forðast tjón.“ Hann segir því mikilvægt að læknafélögin geri þetta upp á eigin spýtur, án aðkomu heilbrigðisyfirvalda, því aðkoma þeirra myndi skapa vantraust um tilganginn. „Þegar við byrjuðum í Noregi undir- bjuggum við verkefnið vel. Við töluðum við lækna og sjúklinga og vorum með markhópa. Fólk varð undrandi þegar sagt var að herferðin væri að undirlagi lækna- samtaka. Það vakti traust almennings og heilbrigðisyfirvalda líka,“ sagði hann. Sjö ár frá fyrstu herferð Sjö ár eru nú frá því að átakið gegn of- lækningum hófst í Bandaríkjunum. Það barst hratt til Kanada. „Þeim hefur orðið mest ágengt og eru í forsvari fyrir alþjóða- hreyfinguna,“ segir Stefán. Þar sem enn sé innan við ár síðan átakinu var ýtt úr vör i Noregi sé of snemmt að segja til um árangur. „Kollegar eru hrifnir og við fáum já- kvæð viðbrögð frá heilbrigðisyfirvöldum líka,“ segir Stefán. Alls staðar nefnist átakið Choosing Wisely, en Ítalir tali um hægar lækningar, Svisslendingar um skynsamlega læknisfræði. „Þetta er alltaf sama hugmyndafræðin þótt útfærslan sé misjöfn; að forðast það sem er óþarft og skaðlegt.“ Í Choosing Wisely er sjúklingum bent á að snjallt sé að spyrja lækninn fjögurra spurninga: 1. Þarf ég virkilega á þessu prófi, rannsókn eða meðferð að halda? 2. Hverjar eru aukaverkanirnar? 3. Eru einfaldari eða öruggari leiðir í boði? 4. Hvað gerist ef ég geri ekki neitt? Þar sem átakinu er ekki aðeins beint að almenningi heldur einnig að læknum setjast hópar úr hverri sérgrein saman og búa sér til leikreglur sem henta hverri sérgrein til að koma í veg fyrir oflækningar. Stefán Hjörleifsson var gestur stjórnar Læknafé- lagsins í lok maí. Hann fór yfir undirbúning og fyrstu skref átaksins Gjör kloke valg sem læknar hafa ráðist í gegn oflækningum. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.