Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 20

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 20
328 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N þekkt að þeim sem vinna við asbest er hættara við lungnakrabba- meini og uppúr 1950 var orðið ljóst að asbest er krabbameinsvald- ur.9,10,11 Árið 1960 voru birtar rannsóknir sem sýndu tengsl asbests við miðþekjuæxli í fleiðru í asbestnámumönnum í Suður Afr- íku.12 Fljótlega eftir það var miðþekjuæxlum lýst í fleiri líffærum. Notkun asbests hélt þó áfram í miklum mæli, ekki síst vegna þess hversu þýðingarmikið það var í efnahagslegu tilliti. Það var ekki fyrr enn uppúr 1970 að reynt var að takmarka notkun asbests.14 Það er síðan árið 1983 sem fyrsta íslenska reglugerðin sem tak- markar notkun á asbesti kom fram. Hættan sem fylgir asbesti er enn til staðar á Íslandi í dag því mikið magn asbests finnst enn í byggingum, lögnum, vélum og bátum sem þarf að rífa eða gera við. Þessi staðreynd setur þær kröfur á stjórnvöld og fyrirtæki að til séu reglur sem hægt er að vísa til í slíkum tilfellum til að koma í veg fyrir frekara heilsutjón sem getur hlotist af asbesti. Vinnueftirlitið hefur sett slíkar reglur og heldur námskeið til að fræða þá sem eru að vinna við niðurrif asbests. Almennt má skipta útsetningu fyrir asbesti í þrennt. Í fyrsta hópi eru þeir sem vinna í námum þar sem asbest er sótt úr jarð- efnum. Í þessum hópi eru einnig þeir sem starfa í verksmiðjum sem vinna asbest og búa til afurðir eins og asbestsement. Þessi hópur verður fyrir mestri útsetningu. Í hópi tvö eru þeir sem hafa unnið með asbestafurðir. Þar má nefna pípulagningamenn, tré- smiði og byggingaverkamenn. Einnig skipasmíði og þá sem hafa unnið við einangrun á hitaveitu- og öðrum rörum. Þá má einnig nefna bifvélavirkja og sjómenn, einkum þá sem unnu í vélarrúmi skipa. Þessi hópur hefur verið minna útsettur fyrir asbesti en þeir sem taldir eru að ofan. Í þriðja hópi eru þeir sem hafa verið útsettir fyrir minna magni af asbesti og oft í skamman tíma. Þar getur verið um að ræða fjölskyldumeðlimi þeirra sem tilheyrðu hinum hópunum eða fólk sem bjó nærri stöðum þar sem unnið var með asbest.15 Einnig þeir sem unnu eða bjuggu í byggingum sem inni- héldu asbest.16 Aldrei hefur verið nein námuvinnsla með asbest á Íslandi og því enginn í þeim flokki hér. Hins vegar voru margir í byggingariðnaði, sjómenn og þeir sem unnu í jarðhitaiðnaði sem voru útsettir á Íslandi. Einnig fjöldamargir í þriðja flokki sem lýst var hér að framan. Það sem ræður mestu um hættuna á asbest- mengun er hve mikið af asbesttrefjum eru í efninu og hve auðveld- lega þær losna og þyrlast upp í andrúmsloftinu. Asbesttrefjar geta losnað úr öllum varningi sem inniheldur efnið og myndað asbest- ryk en líkur á rykmyndun aukast við það að varan skemmist.17 Asbestinnflutningur til Íslands Til eru tölur frá Hagstofu Íslands um árlegan innflutning á asbesti frá 1976 til 2014 og er hann sýndur eftir árum í mynd 1.18 Innflutn- ingur á asbesti náði hámarki árið 1980 og nam þá 3500 tonnum eða sem samsvarar 1500 tonnum á 100.000 íbúa eða 15 kg á íbúa á ári. Þessi mikli innflutningur á milli 1970 og 1980 var vegna umfangs- mikilla hitaveituframkvæmda um allt land á þeim tíma þegar all- ar meginflutningsleiðslur voru einangraðar með asbestsementi og lagðar voru allt að 20 til 50 kílómetra langar leiðslur til að koma á hitaveitu í öllum helstu þéttbýliskjörnum með yfir 10.000 íbúum. Bann við innflutningi asbests tók gildi árið 1983 og minnkaði inn- flutningur við það mikið en jókst síðan aftur yfir fimm ára tímabil og náði hámarki í 800 tonnum árið 1992 sem samsvarar 299 tonn- um á 100.000 íbúa eða 0,3 kg á íbúa á ári og minnkaði svo aftur eftir það. Ekki er vitað um hversvegna svo mikið magn var flutt inn árið 1992 en það er ljóst að það er mun meira magn en kemur í bremsuborðum og öðrum bílavarahlutum því innflutningur hefur verið minna en eitt tonn síðustu ár. Hver eru áhrif asbests á mannslíkamann? Asbest brotnar mjög auðveldlega niður og myndar fínsallað asbest ryk. Rykið er af þeirri stærð að það kemst niður í lungu við innöndun. Rykið líkist helst litlum nálum, sem gerir að verkum að það festist í lungunum við innöndun. Skaðinn kemur oft ekki fram fyrr en 20-40 árum seinna og þá oftast sem asbestveiki (asbestosis), lungnakrabbamein eða fleiðrukrabbamein (mesothelioma) eins og sést í töflu I . Síðustu áratugi hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að tíðni krabbameins er meiri hjá þeim hópum sem vinna með asbest en öðrum sambærilegum hópum.19 Vinna með asbest eykur líkurnar á mörgum gerðum krabbameina. Önnur krabbamein sem hafa verið tengd asbesti eru krabbamein í barkakýli, munnholi og koki, nýra, vélinda, og gallvegum.17 Allar þekktar tegundir af asb- esti hafa þessi áhrif.20 Sökum þess hve sjúkdómarnir eru alvarleg- ir, og af því að þeir gera ekki vart við sig fyrr en löngu eftir að Mynd 1. Asbestinnflutningur til Íslands eftir árum í tonnum. Tafla I. Asbesttengdir sjúkdómar Sjúkdómur Líffæri Greining Asbestveiki Millivefur lungna Myndgreining, sýnataka Góðkynja fleiðruvökvi Fleiðruhol Sýnataka frá vökva, myndgreining Fleiðruskellur/ fleiðruþykknun Veggfleiðra Myndgreining Miðþekjuæxli í fleiðru Fleiðra Sýnataka Lungnakrabbamein Lungnavefur Sýnataka Miðþekjuæxli í lífhimnu Lífhimna Myndgreining, sýnataka Önnur krabbamein Ýmis Sýnataka

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.