Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 32

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 32
340 LÆKNAblaðið 2019/105 Þann 3. júní tóku þingmenn Miðflokksins sér stutt hlé frá umræðum um orkupakk- ann og sátu hjá (ásamt þingmönnum Viðreisnar) þegar 45 þingmenn greiddu atkvæði með nýrri heilbrigðisstefnu sem Svandís Svavarsdóttir lagði fram í vetur og gildir til ársins 2030. Ísland hefur því fengið stefnu í þessum málaflokki en sú síðasta gufaði upp fyrir tæpum áratug í miðju hruni. Þótt enginn hafi greitt at- kvæði gegn henni er ekki þar með sagt að um hana ríki fullkominn friður. Læknar hafa til dæmis haft sig nokkuð í frammi í fjölmiðlum og sýnist sitt hverjum um stefnuna. Læknafélag Íslands hefur það einkum út á þessa nýju stefnu að setja að samráð um hana hafi verið lítið. Ráðherra hafi í það minnsta ekki hlustað á lækna því viðhorfa þeirra sjái ekki stað í þingsálykt- uninni sem samþykkt var á endanum. Þessu er Svandís Svavarsdóttir ekki alveg sammála. „Ég sé ekki að það sé innistæða fyrir þessu, samráðsferlið var óvenjulangt og opið og að sumu leyti óvenjulegt. Við byrjum á samráði með stofnunum okkar sem eru heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla og Landspítali. Síðan er fundað með fagfélögunum og loks fyrirtækjum í heil- brigðiskerfinu. Þar er lagður grunnur sem settur er fram á Heilbrigðisþingi sem er öllum opið. Svo eru drög að stefnunni lögð fram í samráðsgátt og málið lagt fram á Alþingi þar sem það fer í hefðbundið sam- ráðsferli. Mér reiknast til að á þessari leið hafi einhver hundruð einstaklinga, félaga og fyrirtækja komið við sögu. Vissulega fangar þessi stefna ekki áherslur hvers einasta sem þar var en við vildum heldur ekki að hún byggðist á lægsta samnefnara allra þeirra sem hafa skoðanir á heilbrigð- ismálum. Hún var samþykkt á Alþingi með 45 atkvæðum en enginn var á móti. Það vekur vonir um að hún geti staðið af sér kosningar og aðrar ríkisstjórnir, enda var að því stefnt,“ segir Svandís í viðtali við Læknablaðið. Kjallari þarf að vera traustur Annað sem samtök lækna hafa kvartað undan er að í stefnuna vanti ýmislegt. Ekki sé minnst á öryggi sjúklinga, um- boðsmann þeirra eða samtök sjúklinga og aðstandenda þeirra. Svandís bendir á kafla í stefnunni sem heitir Virkir notendur þar Nú er unnið að gerð nýs samnings við sérgreinalækna utan spítala. Hvað segir ráðherrann um gang þeirra? „Það er ljóst að þeir hófust með mjög krefjandi hætti í skugga málaferla. Ríkið sagði samningnum einhliða upp, sér- fræðingar fóru í mál við ríkið sem tapaði málinu. Í dómsorðinu sagði að ríkinu hefði verið óheimilt að loka samningnum án þess að fyrir lægi mat á þörf fyrir þjónustu. Þá má gagnálykta að ríkinu hefði verið jafnóheimilt að halda samningnum opn- um án mats á þörfinni. Þar með var ljóst að samskiptin voru komin á nýjan grunn og að endurskoða þyrfti grundvallar- forsendur fyrir samningi. Ég bauð læknum upp á að við framlengdum hann svo við gætum unnið að nýjum samningi í skjóli hans. Læknafélag- ið hafnaði því og vildi fara þá leið að hafa gjaldskrá. Fundir standa yfir og Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið fyrir mína hönd. Þær eru með tiltekin samningsmarkmið og eru bundnar af ramma fjárlaga og öðrum ytri þáttum. Eina leiðin til þess að ná árangri í svona starfi er að tala saman á fundum og það er verið að því. Það getur ekki endað öðruvísi en með samningum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra í breiðfirskri sumarblíðu. Stefnan klár og innleiðing hafin Íslensk heilbrigðisstefna til 2030 samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi. Hverju svarar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gagnrýni lækna? ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Samningar við sérfræðinga utan sjúkrahúsa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.