Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 34

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 34
342 LÆKNAblaðið 2019/105 „Sumar sérgreinar eru víðsfjarri fólki á landsbyggðinni og það þarf að leggja á sig löng ferðalög til að hitta lækni, kannski í nokkrar mínútur. Þarna eru líka ýmsar lausnir, ein þeirra er að uppfæra gjald- skrá yfir ferðakostnað sem hefur ekki verið hreyfð frá 2004. Við erum komin með sjúkrahótelið og getum haldið bet- ur utan um fólk sem er að koma suður til lækninga. Við getum líka skilgreint betur og skýrt hlutverk Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri í því að vera stuðningur og bakhjarl við heilbrigðis- umdæmin í einstökum faggreinum. Dæmi um slíkt er samstarf Landspítala og Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða í geðheilbrigð- ismálum.“ Yfir 200 samningar í gildi Í nýju stefnunni er ákvæði um að gerðir skuli langtímasamningar við erlend há- skólasjúkrahús um samstarf á sviði vís- inda, menntunar og þróunar þjónustunn- ar. Læknar hafa spurt hvers vegna ekki sé gert ráð fyrir samningum við íslenska aðila á borð við SÁÁ, Reykjalund og Orku- húsið, svo dæmi séu nefnd. „Ríkisendurskoðun hefur fundið að því við ráðuneytið, Sjúkratryggingar og Land- lækni að við værum ekki nógu markviss í samningagerð, það vanti skýrari ákvæði um hvað það væri nákvæmlega sem við vildum, hvað við vildum kaupa, í hvaða magni og til þess að ná hvaða árangri. Vegna þess að ég lít svo á að þessi stefna eigi að lifa af kosningar og nýjar ríkis- stjórnir þá felur hún ekki í sér af hverjum eigi að kaupa þjónustuna, hvort það eigi að vera sérgreinalæknar og fyrirtæki þeirra eða opinberir aðilar, heldur bara það með hvaða hætti skuli haldið utan um kaupin. Við þurfum að byrja á því að skil- greina þörf almennings fyrir heilbrigðis- þjónustu af einhverju tagi og ganga síðan til kaupanna, en að það séu ekki þeir sem veita þjónustuna sem skilgreini þörfina og magnið. Þú nefnir þarna stóra aðila á borð við SÁÁ, Reykjalund og fleiri sem hafa sinnt tilteknum þáttum í heilbrigðiskerfinu um langt skeið. Við þessa aðila þurfum við að gera samninga þar sem það liggur skýrt fyrir til hvers er ætlast og hvernig viðkomandi uppfylla það. Við erum að stíga fyrstu skrefin í þessari samninga- gerð, en þess má geta að það eru yfir 200 samningar í gildi um kaup á þjónustu. Þessir samningar eru við allt frá stórum og stöndugum fyrirtækjum til einyrkja,“ segir Svandís. Innleiðing stefnunnar hafin Í heilbrigðisstefnunni segir að gerðar skuli framkvæmdaáætlanir til fimm ára um innleiðingu og framkvæmd stefnunnar. Þær beri að endurskoða árlega. „Já, sú fyrsta er komin og gildir fyrir árin 2019-2024. Ég hef þegar hafið kynn- ingu á stefnunni í umdæmunum, byrjaði á Akureyri og fór svo á Ísafjörð. Ráðuneytið og forysta heilbrigðisumdæmanna standa að þessu í sameiningu og á Akureyri var forstjóri Sjúkrahússins líka með. Nú er ég að finna tíma fyrir fund á Austurlandi, svo kemur röðin að Suðurlandi, Suðurnesj- um og Vesturlandi en í september held ég tvo fundi í Reykjavík,“ segir Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra. Þingsályktun um heilbrigðisstefnu til 2030 má finna á þessari slóð: https://www.althingi.is/altext/149/s/1684.html Skrifstofur Læknafélaganna verða lokaðar dagana 15. júlí til 5. ágúst vegna sumarleyfa. Læknafélag Íslands

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.