Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 13

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2019/105 321 R A N N S Ó K N andi statíns og clopidógrels fyrir aðgerð, saga um sykursýki, há- þrýsting, langvinna lungnateppu, blóðfituröskun, skerta nýrna- starfsemi (GSH<60 ml/mín/1,73 m2) og útfallsbrot vinstri slegils. Breytur sem snéru að fyrri sögu um hjartaáfall, gáttatif/-flökt og kransæðavíkkun með eða án ísetningar stoðnets voru einnig tekn- ar með í líkanið. Viðeigandi breytur voru settar hver inn í sitt líkan fyrir lifun og MACCE-fría lifun. Spágeta upphaflegu líkananna var síðan metin og breytur felldar út með „stepwise“ aðferð þar til endanlegt módel fékkst. Marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Hlutfall (proportionality) breyta í líkaninu var metið með skipun- inni cox.zph í R. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, meðal annars frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Skipting sjúklinganna í LÞS-flokka er sýnd í töflu I. Sjúklingar í kjörþyngd voru 386 (22%), 811 (48%) voru í ofþyngd, 388 með offitu (23%) og 113 með mikla offitu (7%). Sjúklingar með mikla offitu (LÞS > 35 kg/m2) voru að meðaltali 6 árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd (p <0,001), en munurinn var ekki marktækur fyrir sjúk- linga í kjör- og ofþyngd (Tafla I). Hlutfall karla var hæst í hópi ofþyngdar, eða 85%, en í hinum hópunum var það í kringum 78% og var munurinn aðeins marktækur milli kjörþyngdar (LÞS 18,5- 24,9 kg/m2) og ofþyngdar (LÞS 25-29,9 kg/m2) (p= 0,0029). Hlutfall sjúklinga sem höfðu háþrýsting og blóðfituröskun jókst marktækt með hækkandi LÞS, en munurinn var ekki marktækur milli of- þyngdar og offitu (LÞS 30-34,9 kg/m2). Svipaða sögu var að segja fyrir blóðfituröskun og sögu um reykingar en sykursýki jókst hins vegar marktækt á milli allra LÞS-flokka, en 10% sjúklinga í kjör- Tafla I. Aldursdreifing, kynjaskipting og áhættuþættir kransæðasjúkdóms hjá sjúklingum sem gengust undir kranæðahjáveituaðgerð á Íslandi 2001-2013, skipt í fjóra hópa eftir líkamsþyngdarstuðli. Einnig er sýndur samanburður á EuroSCORE II, einkennum, ýmsum bakgrunnsþáttum og lyfjatöku fyrir aðgerð eftir líkamsþyngd- arhópum. Gefinn er upp fjöldi (%) eða meðaltal með staðalfráviki. Alls (n=1698) Kjörþyngd (n=386) Ofþyngd (n=811) Offita (n=388) Mikil offita (n=113) p-gildi Aldur 66 ± 9,4 67 ± 10 66 ± 9 65 ± 9 61 ± 9 < 0,001 Karlkyn 1388 (82) 300 (78) 687 (85) 315 (81) 86 (76) 0,007 Áhættuþættir kransæðasjúkdóms Háþrýstingur 1102 (65) 213 (56) 530 (66) 266 (68) 93 (82) < 0,001 Sykursýki 271 (16) 39 (11) 116 (14) 75 (19) 41 (37) < 0,001 Blóðfituröskun 961 (57) 201 (54) 460 (58) 224 (60) 76 (72) 0,007 Saga um reykingar 1220 (72) 263 (68) 568 (70) 300 (77) 89 (79) 0,006 Fjölskyldusaga 884 (52) 193 (53) 431 (55) 198 (54) 62 (61) 0,50 Aðrir bakgrunns- og áhættuþættir EuroSCORE II 2,2 ± 3,3 2,8 ± 4,0 2,2 ± 3,5 1,8 ± 2,4 1,6 ± 1,3 < 0,001 CCS flokkur 3-4 1287 (76) 277 (72) 619 (76) 298 (77) 93 (82) 0,47 NYHA flokkur III-IV 763 (45) 172 (54) 359 (54) 174 (54) 58 (62) 0,49 Útfallsbrot vinstri slegils 55 ± 9,9 55 ± 11 55 ± 10 55 ± 9,5 55 ± 8,6 0,64 Þriggja æða sjúkdómur / vinstri höfuðstofnsþrengsli 1531 (90) 339 (88) 739 (91) 346 (89) 107 (95) 0,10 Skert nýrnastarfsemi* 230 (14) 58 (15) 102 (13) 53 (14) 17 (15) 0,10 Langvinn lungnateppa 117 (7) 32 (8) 48 (6) 32 (8) 5 (4) 0,08 Fyrri saga um hjarta- og æðasjúkdóma Hjartaáfall 432 (25) 110 (28) 197 (24) 102 (26) 23 (20) 0,33 Nýtilkomið gáttatif/-flökt 171 (10) 42 (11) 77 (10) 39 (10) 13 (12) 0,84 Lokusjúkdómar 47 (3) 8 (2) 21 (3) 14 (4) 4 (4) 0,56 Kransæðavíkkun, með/án stoðnets 352 (21) 66 (17) 177 (22) 81 (21) 28 (25) 0,19 Lyfjagjöf fyrir aðgerð Beta-blokkar 1146 (67) 252 (68) 537 (71) 267 (72) 90 (83) 0,017 Blóðfitulækkandi statín 1277 (75) 272 (74) 599 (77) 311 (84) 95 (88) <0,001 Acetýlsalisylsýra (aspírín) 614 (30) 113 (30) 309 (39) 136 (35) 56 (50) <0,001 Heparin 737 (43) 167 (44) 356 (44) 160 (42) 53 (47) 0,58 Clopidógrel 59 (4) 12 (3) 30 (3,8) 11 (2,8) 6 (5,3) 0,60 *GSH<60 ml/mín/1,73 m2

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.