Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 19

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2019/105 327 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Hvað er asbest Orðið asbest kemur úr grísku og merkir það sem ekki eyðist. Asbest er samheiti yfir nokkrar steintegundir sem allar eiga það sameiginlegt að mynda þráðkennda kristalla.1 Þannig er um að ræða þráðlaga kristölluð sílikat-steinefni sem hafa mismunandi byggingu og eiginleika. Þau algengustu eru krýsótíl (hvítt asbest), sem er um 90% af asbestframleiðslu heimsins, krókídólít (blátt as- best), amósít (brúnt asbest), antófyllít, tremólít og aktínólít.2 As- best er unnið úr námum á svæðum þar sem mikið finnst af því og það er flutt til frekari vinnslu í verksmiðjur þar sem það er molað niður og þræðirnir aðskildir.1,2 Asbest sem steinefni finnst í mjög litlu magni í náttúru Íslands. Kristallabygging asbests gerir það að verkum að hægt er að kljúfa það að endilöngu en þræðirnir eru mun sterkari á lengdina og er það eitt af einkennum á asbestþræði. Ef asbestögn á að teljast þráður verður lengdin að vera að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri en breiddin.1,2 Asbestþræðir eru mjög slitsterkir og þola mjög mikinn hita. Það var því algengt að asbest væri notað sem brunavarnarefni, hitaein- angrun og við ýmiss konar iðnað þar sem mikill hiti er notaður. Asbest er enn notað í miklu magni í heiminum, ekki síst í þróunar- ríkjunum.1 Þar eru í notkun eldri innfluttar vélar frá Vesturlönd- um sem framleiða asbestafurðir. Þann 1. janúar 2005 gekk í gildi allsherjarbann við notkun asbests á Evrópska efnahagssvæðinu. Í dag er því bannað að flytja inn, framleiða eða nota asbest á Íslandi. Við vinnu með asbest þyrlast upp nálar- eða þráðlaga as- bestryk.2 Það er þetta ryk sem er hættulegt heilsunni. Margar rykagnirnar eru mjög smáar og léttar og geta svifið um í marga daga. Stærð og lögun þráðanna hafa áhrif á hversu vel þeim geng- ur að komast inn í líkamann.2 Asbest og áhrif þess á heilsufar Íslendinga Yfirlitsgrein Gunnar Guðmundsson læknir1,2 Kristinn Tómasson læknir3 1Lungnadeild Landspítala, 2Rannsóknastofa í Lyfja- og eiturefnafræði, Læknadeild Háskóla Íslands, 3Lækning, Lágmúla Fyrirspurnir Gunnar Guðmundsson ggudmund@landspitali.is Saga asbestnotkunar Asbest og eiginleikar þess hafa verið þekktir um árþúsundir og efnið verið notað allan þann tíma.1,3 Fyrir iðnbyltinguna var það þó sjaldgæft og dýrt efni og í fornöld voru þekktustu námurn- ar á Kýpur. Sem dæmi má nefna að Faraóar í Egyptalandi voru vafðir með asbestvafningum á tímabilinu frá 2000 til 3000 fyrir Krist. Marco Polo skoðaði asbestnámur í Kína í kringum 1300 til 1400 og Benjamin Franklín kom árið 1724 með tösku úr asbesti til Englands.4 Í iðnbyltingunni í kringum 1880 jókst notkun á asbesti mikið þegar fór að vanta hitaeinangrun fyrir gufuvélar. Þegar tek- ið var að framleiða farartæki úr málmi í stað timburs þurfti betri einangrun en til þess hentaði asbestið vel. Eftir 1945 jókst notkun á asbesti í heiminum og í kringum 1970 var asbest notað í þúsundir ólíkra vörutegunda í misjafnlega miklu magni. Dæmi um efni eða vörur sem innihéldu asbest eru ýmis byggingarefni, eins og þak- klæðningar, veggklæðningar, efni í eldvarnaveggjum, gólfefni, pípulagnir og hitaeinangrun. Á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta tuttugustu aldar voru áhrif asbests á heilsu ekki almennt þekkt og notkun á asbesti var ekki háð neinum takmörkunum. Á áratugnum milli 1920 og 1929 var asbestveiki fyrst lýst.5,6,7 Árið 1930 birtust niðurstöður far- aldsfræðirannsókna sem tengdu asbestveiki við útsetningu fyrir asbesti í vinnu.8 Greinin ályktaði að asbestveiki væri atvinnusjúk- dómur sem hægt væri að koma í veg fyrir. Í kringum 1935 var Á G R I P Asbest eru þráðlaga kristölluð sílikat-steinefni sem hafa mismunandi byggingu og eiginleika. Asbestþræðir eru mjög slitsterkir og þola mjög mikinn hita. Það var því algengt að asbest væri notað sem bruna- varnarefni, hitaeinangrun og þar sem mikill hiti er notaður. Asbest hefur verið bannað á Íslandi frá 1983 en enn er mikið magn af því í byggingum, skipum og í hitaveituleiðslum. Innflutningur á Íslandi var mikill árin fyrir bann en minnkaði svo ört og er nánast enginn í dag. Við vinnu með asbest myndast nálar- eða þráðlaga asbestryk. Það er þetta ryk sem er hættulegt heilsunni. Biðtími frá útsetningu að sjúk- dómi getur verið allt að 40 ár. Asbest berst í lungun við innöndun og getur valdið asbestveiki sem er lungnatrefjunarsjúkdómur með hæga framþróun. Asbest getur einnig valdið góðkynja fleiðruvökva, fleiðru- skellum og dreifðum fleiðruþykknunum. Asbest er líka krabbameins- valdandi. Algengast er lungnakrabbamein en asbest er áhættuþáttur fyrir krabbameinum í fleiri líffærum. Illkynja miðþekjuæxli er algengast í lungnafleiðru en getur sést í fleiri himnum. Nýgengi þessara æxla er hátt á Íslandi og er enn vaxandi hjá körlum. Dánartíðni er hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Mikilvægt er fyrir lækna að hafa asbestút- setningu í mismunagreiningu við sjúkdómum í lungum og fleiðru og við greiningu krabbameina. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.0708.241

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.