Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 14

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 14
322 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N mikla offitu miðað við kjörþyngd (p < 0,001) en aðeins munaði 5 mínútum á tangartíma hjá þessum sömu hópum. Tafla II sýnir samanburð á tíðni fylgikvilla á fyrstu 30 dögum eftir aðgerð, bæði minniháttar og alvarlegra. Hjá sjúklingum í kjörþyngd var tíðni skurðsýkinga 10% en tvöfalt hærri hjá sjúk- lingum með mikla offitu (p = 0,005). Sjúklingar með hærri LÞS gengust marktækt sjaldnar undir aftöppun fleiðruvökva miðað við sjúklinga í kjörþyngd en tíðni nýtilkomins gáttatifs/-flökts og lungnabólgu var hins vegar sambærileg. Ekki sást heldur mark- tækur munur á tíðni alvarlegra fylgivkilla milli þyngdarflokka né heldur dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð sem var 2% fyrir hópinn í heild. Blæðing fyrstu 24 klst eftir aðgerð var sambærileg í hópunum en sjúklingar í kjörþyngd fengu oftar rauðkornaþykkni en sjúk- lingar í ofþyngd og munaði 0,7 einingum (p = 0,009). Legutími á gjörgæslu var sambærilegur á milli hópanna fjögurra (tafla II) en sjúklingar í ofþyngd höfðu tveimur dögum styttri heildarlegutíma en sjúklingar með mikla offitu (p = 0,01). Mynd 1a sýnir langtímalifun sjúklinga eftir aðgerð í LÞS-hóp- unum fjórum. Lifun fyrir hópinn í heild var 97% eftir 1 ár, 90% eftir 5 ár og 73% eftir 10 ár, og reyndist ekki marktækur munur milli LÞS-hópa (log-rank próf, p = 0,088). Mynd 1b sýnir MACCE- fría lifun sem einnig var sambærileg milli LÞS-hópanna fjögurra þyngd höfðu sykursýki borið saman við 37% sjúklinga með mikla offitu (p<0,001). Í töflu I má sjá EuroSCORE II hópanna fjögurra, en það lækk- aði með hækkandi LÞS, eða frá 2,8 fyrir sjúklinga í kjörþyngd í 1,6 hjá þeim sem voru með mikla offitu (p = 0,002). Munurinn var marktækur milli allra hópa nema við samanburð sjúklinga með offitu og mikla offitu (LÞS >35 kg/m2)(p = 0,29). Tafla I sýnir einnig að einkenni sjúklinga metin með CCS- og NYHA-kvörðum voru áþekk, líkt og útfallsbrot vinstra slegils og fyrri saga um hjarta- sjúkdóma. Tafla I sýnir lyf sem sjúklingar tóku fyrir aðgerð. Af sjúklingum með mikla offitu tóku 83% beta-blokka fyrir aðgerð miðað við 68% sjúklinga í kjörþyngd (p = 0,002) en fyrir hina tvo LÞS-flokkana var hlutfallið í kringum 71%. Svipaða sögu var að segja um blóðfitu- lækkandi lyf. 50% sjúklinga með mikla offitu tóku acetýlsalisýl- sýru, sem var marktækt fleiri borið saman við aðra þyngdarhópa, eða 35% með offitu, 39% í ofþyngd og 29% í kjörþyngd (p <0,001). Ekki var marktækur munur á töku heparins og clopidogrels milli hópanna. Fjöldi fjartenginga á kransæðar var sambærilegur á milli allra hópanna, einnig hlutfall aðgerða sem framkvæmdar voru á slá- andi hjarta (OPCAB) (Tafla II). Í sömu töflu sést að aðgerðartími var að meðaltali um 25 mínútum lengri hjá þeim sem voru með Tafla II. Aðgerðartengdir þættir, gjöf blóðhluta, legutími, minniháttar og alvarlegir fylgikvillar hjá sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu á Íslandi 2001-2013 eftir líkamsþyngdarstuðli. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga (%) eða meðaltal með staðalfráviki. Sjúklingar geta haft fleiri en einn fylgkvilla samtímis. Aðgerðartengdir þættir Alls (n=1698) Kjörþyngd (n=386) Ofþyngd (n=811) Offita (n=388) Mikil offita (n=113) p-gildi Aðgerð á sláandi hjarta (OPCAB) 371 (22) 87 (23) 168 (21) 90 (23) 26 (23) 0,75 Aðgerðartími (mín) 212 ± 56 207 ± 52 209 ± 56 219 ± 58 232 ± 62 < 0,001 Tangartími (mín) 46 ± 17 45 ± 17 47 ± 16 48 ± 21 50 ± 18 0,004 Notkun LIMA-græðlings 1597 (94) 354 (92) 767 (95) 365 (94) 111 (98) 0,047 Fjöldi fjærtenginga (bil) 3,5 (1-6) 3,4 (1-6) 3,5 (1-6) 3,5 (1-6) 3,5 (1-5) 0,61 Blæðing eftir aðgerð (ml) 983 ± 1016 1076 ± 811 957 ± 614 974 ± 1707 897 ± 719 0,09 Rauðkornaþykkni (ein) 2,6 ± 5 3,3 ± 6 2,6 ± 4 2,2 ± 6 2,4 ± 5 0,007 Minniháttar fylgikvillar 828 (49) 190 (49) 394 (48) 186 (48) 58 (51) 0,93 Sýking í skurðsári 176 (10) 39 (10) 72 (8,9) 43 (11) 23 (20) 0,003 Nýtilkomið gáttatif/-flökt 566 (33) 129 (33) 282 (35) 125 (32) 30 (27) 0,33 Aftöppun fleiðruvökva 185 (11) 61 (16) 83 (10) 32 (8) 9 (8) < 0,003 Lungnabólga 111 (7) 28 (7) 52 (6) 25 (6) 6 (5) 0,89 Þvagfærasýking 58 (3) 12 (3) 24 (3) 17 (4) 5 (4) 0,56 Alvarlegir fylgikvillar 286 (17) 75 (19) 131 (16) 60 (16) 20 (18) 0,45 Bráður nýrnaskaði 14 (1) 4 (1) 4 (0,5) 4 (1) 2 (2) 0,27 Miðmætisbólga 14 (1) 0 (0) 8 (1) 4 (1) 2 (2) 0,08 Bringubeinslos 27 (2) 4 (1) 12 (1) 9 (2) 2 (2) 0,51 Heilablóðfall 22 (1) 7 (2) 8 (1) 4 (1) 3 (3) 0,29 Fjöllíffærabilun 54 (3) 15 (4) 25 (3) 8 (2) 6 (5) 0,24 30 daga dánartíðni 40 (2) 12 (3) 17 (2) 9 (2) 2 (12) 0,73 Legutími Legutími á gjörgæslu (dagar) 1,9 ± 3 1,9 ± 3 2 ± 3 1,7 ± 3 2 ± 3 0,70 Heildarlegutími (dagar) 11 ± 8 11 ± 8 11 ± 7 11 ± 8 13 ± 13 0,43

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.