Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 24

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 24
332 LÆKNAblaðið 2019/105 á rannsóknartímanum greindust 56 sjúklingar með miðþekjuæxli. Þar af voru einungis 6 konur og meðalaldur hópsins var 71 ár. Al- gengasta kvörtunin var mæði (80%) og brjóstverkur (55%). Tæp 90% höfðu reykt og 61% verið útsett fyrir asbesti. Við greiningu voru 21% sjúklinga á stigi I, 9% á stigi II og 70% á stigum III eða IV; tæpur helmingur með fjarmeinvörp. Eins og fimm ára lifun var 33% og 3,6%. Samantekt Asbest var mikið notað á Íslandi fram að innflutningsbanni árið 1983 og í nokkru magni eftir það. Asbesttengdir sjúkdómar geta bæði verið góðkynja og illkynja og koma einkum fram í fleiðru og lungum. Biðtími eftir að fá asbesttengda sjúkdóma er langur, allt að 40 árum og því eru þeir en að koma fram og verða í talsvert mörg ár til viðbótar. Tíðni illkynja miðþekjuæxla er enn vaxandi á Íslandi en þau hafa mjög sterk tengsl við asbestútsetningu. Ljóst er að vegna umfangs asbests sem ætla má að sé enn í mannvirkjum er þekking á asbesttengdum sjúkdómum enn brýn og verður það á komandi áratugum. Til að greina asbesttengda sjúkdóma er mik- ilvægt að taka nákvæma atvinnusögu og búsetusögu. Mikilvægt er að muna eftir hugsanlegum tengslum ákveðinna sjúkdóma við asbestútsetningu. Þakkir Höfundar þakka Gunnari Júlíussyni lækni og Gunnari Andrés- syni lækni fyrir aðstoð við öflun tölvusneiðmynda. Einnig fær Vigdís Pétursdóttir þakkir fyrir mynd af fleiðruskellu. Þá fær Jó- hannes Helgason þakkir fyrir yfirlestur og ábendingar. Tafla IV. Fjöldi illkynja miðþekjuæxla 1965-2014 á tíu ára tímabilum og áhættu- hlutföll ásamt 95% öryggisbilum (ÖB) flokkað eftir kynjum. Fyrsta tímabilið er viðmið. Fjöldi tilfella Áhættuhlutfall 95% ÖB Karlar 1965-1974 1 Viðmið 1975-1984 4 3,34 0,37-29,84 1985-1994 9 6,53 0,83-51,57 1995-2004 19 12,24 1,64-91,39 2005-2014 27 14,90 2,03-109,7 Hneigð, p-gildi <,000 Konur 1965-1974 2 Viðmið 1975-1984 0 - 1985-1994 3 1,07 0,18-6,43 1995-2004 4 1,26 0,23-6,89 2005-2014 7 1,92 0,40-9,22 Hneigð, p-gildi 0,11 Tafla V Aldursleiðrétt dánartíðni á milljón íbúa fyrir árin 1994 til 2010 í nokkrum Evrópulöndum vegna fleiðruþekjuæxlis og asbestveiki (fjöldi ára sem eru grunn- ur að nýgengistölum).* Land Miðþekjuæxli Asbestveiki Danmörk 8.87 (13) 1.91 (13) Finnland 8.96 (15) 2.39 (15) Frakkland 7.74 (10) 0.79 (10) Þýskaland 7.04 (13) 0.71 (13) Ísland 24.58 (13) 4.59 (2) Holland 15.91 (15) 0.49 (15) Noregur 7.99 (15) 2.07 (15) Svíþjóð 7.65 (14) 0.60 (14) England 18.36 (11) 1.16 (11) *Taflan er einföldun á töflu sem birt er í heimild 45 Y F I R L I T S G R E I N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.