Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 33

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2019/105 341 sem áhersla sé lögð á að þeir hafi greiðan aðgang að upplýsingum um heilbrigðis- mál, einstaka sjúkdóma og ekki síst sína eigin heilsu, svo sem komur til lækna, ávísanir lyfja og stöðuna gagnvart endur- greiðslukerfi Sjúkratrygginga. En hvers vegna er ekki fjallað um hættu á smitsjúk- dómum og faröldrum? „Kvartanir um að það sýna ákveðinn misskilning á því um hvað þessi stefna fjallar. Hún er í raun grundvöllur allrar sértækrar stefnumótunar. Þarna er ekki fjallað um einstaka sjúkdóma, sjúklinga- eða aldurshópa, heldur hvaða meginreglur gildi um kaup á þjónustu, mönnun, vís- indi og tækni, stjórnun og verkaskiptingu innan kerfisins og svo framvegis. Mér hefur fundist skýrast að hugsa um þessa stefnu eins og kjallarann á húsi, hann verður að vera tryggur svo hægt sé að byggja ofan á hann. Við erum með sértæka stefnu á fjöl- mörgum sviðum. Ég var að fá í hendur drög að stefnu í málefnum fólks með heilabilun, við eigum krabbameinsáætlun, við eigum geðheilbrigðisáætlun og erum að móta stefnu varðandi sjúkraflutninga. Hugsunin er sú að allar þessar sértæku stefnur, þar á meðal stefna hverrar heil- brigðisstofnunar sem ýmist er í farvatninu eða liggur fyrir, þurfi að ríma við þennan heildargrunn. Þarna er heildarsýnin kom- in. Þetta er ekki samsafn stefnumótunar um alla sjúkdóma og getur aldrei orðið það,“ segir Svandís. Landsbyggðin afgreidd með fjarþjónustu? Sú gagnrýni hefur einnig heyrst að þarna sé ekki tekið á mönnunarvanda heilbrigð- iskerfisins. Einhver gekk svo langt að segja að tal um fjarheilbrigðisþjónustu væri flóttaleið undan þessum vanda. „Sá vandi er margþættur og lausnirnar líka og fjarþjónusta leysir hann ekki ein og sér. Ég hef rætt þennan vanda við LÍ og ég held að við séum sammála um það hvaða úrræði eru möguleg. Í fyrsta lagi má nefna að landsbyggðarlækningar verði hluti af sérnámi í heimilislækningum, að læknar sérhæfi sig í því að ráða við fjölþættari viðfangsefni, vegna þess að faglegt bak- land er fjær þessum læknum en öðrum. Við þurfum að styrkja sjúkraflutninga og þjónustu utan sjúkrahúsa þannig að fyrsta viðbragð sé tryggara heldur en það er víða. Við þurfum að nýta betur þá kosti sem fjarheilbrigðisþjónustan veitir og vinna meira í teymum, koma hlutum þannig fyrir að þeir læknar sem eru sérhæfðir séu ekki uppteknir við lausn mála sem aðrir geta leyst. Við erum að gera ýmsar tilraunir sem lúta bæði að mönnun og tæknilegum lausnum. Til þess hefur verið veittur styrkur af byggðaáætlunum. Þetta er ekki dæmi um uppgjöf heldur snýst þetta um að nýta allar færar leiðir og gera það í samstarfi við heimamenn og fagfólk á sviðinu.“ Ráðherra hefur varpað fram þeirri hug- mynd að í samning við sérgreinalækna verði settir skilmálar um að þeir sinni til- teknum stöðum á landsbyggðinni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra: „Stefnan er eins og traustur kjallari í húsi sem verið er að reisa.“ Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.