Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 15

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2019/105 323 R A N N S Ó K N (log-rank próf p = 0,7), en eftir 1 ár var hún 96%, 80% eftir 5 ár og 59% eftir 10 ár. Fjölbreytugreining (Cox-aðhvarfsgreining) á helstu forspár- þáttum dauða er sýnd í töflu IIIa en LÞS var bæði notuð sem sam- felld og flokkabreyta með svipuðum niðurstöðum. LÞS reyndist ekki vera forspárþáttur dauða eftir að leiðrétt hafði verið fyrir fyrir öðrum þáttum í líkaninu, en það voru hins vegar sykursýki (HH: 1,98 95% ÖB: 1,48-2,66), skert útfallsbrot vinstri slegils (<30%) (HH: 1,98 95% ÖB: 1,24-3,15), skert nýrnastarfsemi (HH: 1,93 95% ÖB: 1,40-2,66), langvinn lungnateppa (HH: 1,65 95% ÖB: 1,13-2,40), hærra EuroSCORE II (HH: 1,07 95% ÖB: 1,03-1,11) og aldur (HH: 1,07 95% ÖB: 1,05-1,09). Í töflu IIIb sést Cox-aðhvarfsgreining fyrir sjálfstæða forspár- þætti MACCE en við fjölbreytugreiningu reyndist LÞS ekki vera forspárþáttur MACCE eftir að leiðrétt hafði verið fyrir öðrum þáttum í líkaninu. Sterkustu sjálfstæðu forspárþættir MACCE voru skert útfallsbrot vinstri slegils (<30%) (HH: 1,89 95% ÖB: 1,27- 2,79), saga um fyrri kransæðaþræðingu með eða án ísetningar stoðnets (HH: 1,79 95% ÖB: 1,36-2,35), skert nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (HH: 1,53 95% ÖB: 1,17-2,00), langvinn lungnateppa (HH: 1,42 95% ÖB: 1,03-1,93), sykursýki (HH: 1,35 95% ÖB: 1,06-1,72), hátt EuroSCORE II (HH: 1,07 95% ÖB: 1,04-1,19) og aldur (HH: 1,03 95% ÖB: 1,02-1,04). Loks reyndist aðgerðarár verndandi forspárþáttur fyrir MACCE en horfur vænkuðust eftir því sem leið á tímabilið (HH: 0,96). Umræður Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að sjúklingum með offitu virðist vegna jafn vel og sjúklingum í kjörþyngd eft- ir kransæðahjáveitu, bæði fyrst eftir aðgerðina en einnig þegar til lengri tíma er litið. Sjúklingar með offitu og mikla offitu voru tveimur og sex árum yngri en þeir í kjörþyngd, en þegar leiðrétt var fyrir aldri í fjölbreytugreiningu spáði LÞS hvorki fyrir lang- tímalifun né MACCE-frírri lifun. Niðurstöðurnar benda því til þess að aðrir þættir en líkamsþyngdarstuðull vegi þyngra þegar Mynd 1a. Kaplan-Meier kúrfur fyrir heildarlifun sjúklinga eftir LÞS hópum. Ekki var marktækur munur á milli hópanna (log-rank próf, p=0,088). Tafla IIIa. Fjölþáttagreining á sjálfstæðum forspárþáttum dauða hjá sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi 2001-2013. Gefið er upp hættuhlutfall (HH), 95% öryggisbil og p-gildi fyrir hverja breytu fyrir sig. Marktækni miðast við p <0,05. Forspárþáttur HH 95% ÖB p-gildi Sykursýki 1,98 1,48-2,66 < 0,001 Útfallsbrot vinstri slegils < 30% 1,98 1,24-3,15 0,004 Skert nýrnastarfsemi* 1,93 1,40-2,66 < 0,001 Langvinn lungnateppa 1,65 1,13-2,40 0,009 Útfallsbrot vinstri slegils 30 – 50% 1,24 0,96-1,62 0,1 EuroSCORE II 1,07 1,03-1,11 < 0,001 Hækkandi aldur 1,07 1,05-1,09 < 0,001 Aðgerðarár 0,91 0,87-0,96 < 0,001 Blóðfitulækkandi statín 0,76 0,58-0,99 0,044 Líkamsþyngdarstuðull 0,98 0,95-1,01 0,87 *GSH<60 ml/mín/1,73 m2 Tafla IIIb. Fjölþáttagreining á sjálfstæðum forspárþáttum MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular event) hjá sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi 2001-2013. Gefið er upp hættuhlutfall (HH), 95% öryggisbil og p-gildi fyrir hverja breytu fyrir sig. Marktækni miðast við p < 0,05. Forspárþáttur HH 95% ÖB p-gildi Útfallsbrot vinstri slegils < 30% 1,89 1,27 - 2,79 0,002 Kransæðaþræðing með eða án stoðnets 1,79 1,36 - 2,35 < 0,001 Skert nýrnastarfsemi* 1,53 1,17 - 2,00 0,002 Langvinn lungnateppa 1,41 1,03 - 1,93 0,034 Sykursýki 1,35 1,06 - 1,72 0,014 EuroSCORE II 1,07 1,04 - 1,10 < 0,001 Aldur 1,03 1,02 - 1,04 < 0,001 Aðgerðarár 0,96 0,93 - 1,00 < 0,035 Líkamsþyngdarstuðull 1 0,98 - 1,02 0,95 *GSH<60 ml/mín/1,73 m2 Mynd 1b. Kaplan-Meier kúrfur fyrir lifun án MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular event) eftir LÞS hópum. Ekki var marktækur munur á milli hópanna (log-rank próf, p=0,7).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.