Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 5
OVENJULEG HYRNA
Abyggðasöfnum og Þjóðminja-
safni er varðveittur margur
merkilegur fatnaður frá gam-
alli tíð, einkum ýmis sparifatnaður og
sá sem meira hefur verið vandað til. En
þó margt hafi góðu heilli verið sett á
söfn eru víða til fágætir gamlir munir
á heimilum, oft varðveittir i minningu
þess sem átti, vann eða gaf. Þannig er
um hyrnuna sem fjallað er um í þessari
grein. Hyrnan er í eigu dótturdóttur
þeirrar sem vann hana og átti, Valgerð-
ar Gestsdóttur (1866—1945) frá For-
sæti í Flóa. Valgerður mun hafa gert
hyrnuna þegar hún var ung stúlka, svo
að hún er nú orðin u.þ.b. 100 ára
gömul.
Hyrnan er að ýmsu leyti sérstök. í
fyrsta lagi er hún hekluð, sem vafalítið
hefur verið óvenjulegt á þeim tíma sem
hún er unnin. Fyrsta fyrirsögn um hekl
á íslensku mun hafa verið birt 1886 í
bókinni Leiðarvísir til að nema ýmsar
kvenn/egar hannyrðir. í öðru lagi er
heklaðferðin fátíð hér á landi, þó ekki
óþekkt (sjá Millipils í Hugur og hönd
1983). Lýsing á þessari aðferð er ekki í
gömlu bókinni, en geta má þess að
samkvæmt nýlegri danskri bók, Hækl-
ing, Historie og teknik eftir Lis
Paludan, er allmargt af elstu heklmun-
um, varðveittum í Evrópu, unnir með
þessari aðferð, taldir vera frá fyrri hluta
19. aldar. Loks má geta þess að lag
hyrnunnar er allfrábrugðið því sem al-
mennast hefur verið á prjónuðum
hyrnum. Öll er hyrnan lítil. Endarnir
eru ekki hnýttir aftur fyrir bak eins og
venja var að setja á sig prjónaða hyrnu,
heldur er snúra fest i hornið og henni
smeygt í lykkjur á endunum, horn og
endar hnýttir þannig saman á baki.
Efnið í hyrnunni er fremur fínt,
tvinnað band í fjórum litum. Rauð-
gult, fjólublátt og svart í munstri, aðal-
litur brúnn (e.t.v. mórautt litað í gula
litnum). Um 36 lykkjur og 38 umferðir
eru á hverjum 10 cm2 og stærðin er um
117 + 117 cm að neðan, 80+80 cm að
ofan og hæð miðjunnar 34,5 cm.
Aðferðin er fastahekl, gert þannig að
farið er undir aftari lykkjuhelming og
alltaf heklað frá réttu, þ.e.a.s. bandið
slitið eftir hverja umferð og byrjað
aftur frá sömu hlið. Munsturbekkur-
inn er heklaður eftir rúðumunstri með
tveimur litum samtimis, heklað yfir
annað bandið á röngu. Þegar skipt er
um lit er seinna bragð síðustu fasta-
lykkju heklað með nýja litnum, sjá
skýringarteikningu. Með því móti fást
hrein skil milli reita. Til að fá hyrnuna
til að sitja betur eru teknar úr nokkrar
lykkjur á öxlum. I efri brúnina er svo
hekluð ein umferð fastahekl með aðal-
lit, en að neðan eru heklaðar smátung-
ur, til skiptis svört og fjólublá, og síð-
ast ein umferð keðjuhekl með rauðgulu
í brúnina á þeim.
En hvernig verður svo óvenjuleg
hyrna til? Kemur hugmyndin úr Fló-
anum eða hefur e.t.v. borist þangað
uppskrift erlendis frá? Gaman væri að
fá úr því skorið! Síðari tilgátuna styður
tvennt. 1 fyrrnefndri danskri bók er
birt mynd af hyrnu af dönsku safni
sem er frá því um 1875—80. Hún er
hekluð með sömu aðferð og hyrna Val-
gerðar en með öðru munstri. Lagið er
ekki ósvipað, en hún er með kögri.
Annað sem gæti stutt tilgátu um birta
uppskrift er að á Árbæjarsafni er varð-
veitt hyrna með nákvæmlega sama
munstri og hyrna Valgerðar, en í öðr-
um litum. Lag, frágangur og stærð er
svo til eins, og sömuleiðis handbragð-
ið. Mjög fátæklegar heimildir eru
skráðar um þessa hyrnu og ekkert um
hvaðan hún kemur, gæti þess vegna
verið unnin á sömu slóðum og hin og
jafnvel af sömu höndum.
Báðar þessar hyrnur eru afar vel
gerðar og fara vel á grönnum herðum.
Þær eru sannarlega báðar þess virði að
varðveitast áfram í góðum höndum.
Sigríður Halldórsdóttir
1. og 2. Hyrna Valgerðar Gestsdóttur.
Ljósmyndir: Kristján Pétur Guðnason.
3. Hyrna í Árbæjarsafni, nr. 426.
Ljósmynd: Sigríður Halldórsdóttir.
HUGUR OG HÖND
5