Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 11
KYRTILL SELFYSSINGA Það er skemmtilegur og þjóð- legur siður, sem tíðkast víða í kaupstöðum og þorpum, að skrýða unga stúlku fallegum þjóðþún- ingi og fá henni ættjarðarljóð að lesa í hlutverki fjallkonunnar 17. júní. Oft- ast mun það vera svo, að leitað er á náðir þeirra s?m eiga fallega þúninga og þeir fengnir að láni, jafnvel ómet- anlegir erfðagripir með öllu tilheyr- andi. Kvenfélagskonur á Selfossi sáu að ástæðulaust var að láta sér lynda slík- ar kringumstæður og ákváðu að koma sér upp búningi að klæða fjallkonuna í á 17. júní hátíðum. Fyrir valinu varð kyrtilbúningur, sem var hyggileg ráð- stöfun, þar sem snið hans er þannig að fleiri geta notað sama búning. Vandað var til búningsins eins og kostur var á. Byrjað var að leita upp- lýsinga um rétta liti, efni, snið o.fl. Guðrún Guðmundsdóttir kjólameist- ari í Reykjavík var fengin til að sauma kyrtilinn. í hann var valið svart ullar- mússulín og hann sniðinn heill upp og ofan. Guðrún saumaði einnig munst- urbekki eftir uppdrætti Sigurðar mál- ara neðan á pilsið, fremst á ermar og kringum hálsmál. Útsaumurinn er aðallega steypilykkja (lykkjuspor) með gullgulu garni. Framan á ermum og upp úr hálsmáli er hvít orkeruð blúnda. Hana vann Kristín Sveins- dóttir, Ósabakka á Skeiðum. Framtak Kvenfélags Selfoss í þess- um efnum er mjög lofsvert og mætti verða öðrum til eftirbreytni. Sigríður Halldórsdóttir Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. HUGUR OG HÖND 11

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.