Hugur og hönd - 01.06.1987, Qupperneq 12
PEYSA MEÐ
BARÐAPRJÓNI
Barðar eða fleppar voru fyrrum
í hvers manns skóm. Þeir voru
gerðir með ýmsu móti, saum-
aðir úr ullarefnisbútum, prjónaðir
slétt á fjóra prjóna og slyngdir eða,
eins og mun hafa verið algengast,
prjónaðir með garðaprjóni, röndóttir
og stundum með margs konar átta-
blaðarósum og jurtapottum. Hinir
síðast töldu voru nefndir rósaleppar
eða rósabarðar. Þeir voru prjónaðir á
sérstakan hátt eftir rúðumunstri, oft-
ast með mörgum litum og mörgum
spottum, þannig að litum var krækt
saman þar sem þeir mættust en band-
ið ekki látið liggja laust á röngu eins og
þegar prjónað er tvíbandað. Þessi að-
ferð, að krækja saman bandinu, hefur
í seinni tíð verið allmikið notuð með
sléttu prjóni til að prjóna myndir og
stóra litfleti í prjónaflíkur. En íslenska
aðferðin, að prjóna á þennan hátt með
garðaprjóni, sem við nefnum hér
barðaprjón (einnig nefnt rósaleppa-
prjón) hefur lítið verið notuð hér, síðan
fleppar voru aflagðir. Hér kemur þó
uppskrift að peysu sem Ásdís Birgis-
dóttir hefur hannað fyrir Hug og
hönd.
Stærð: 38—42.
Yfírvídd: 114 cm.
Sídd: 70 cm.
Efni: Eingirni frá Gefjun, undið þrefalt.
300 g af ljósmórauðu nr 22, mosagrænu
nr 46 og bláu nr 42, 200 g af mórauðu nr
13 og dökkbláu nr 48.
Prjónar: Hringprjónn nr 4 um 70 cm
langur og sokkaprjónar nr 3'/2.
Prjónfesta: 10x10 cm = 20 lykkjur og
40 umferðir (20 garðar). Gætið þess að
prjóna ekki lausar.
Barðaprjón er garðaprjón prjónað með
mörgum litum, þar sem litum er krækt
saman þegar þeir mætast, sjá teikningar
A og B. Prjóna verður fram og til baka.
Leiðbeiningar:
a) Gott er að vinda bandið í þrjá hnykla,
síðan er undin jafnóðum úr hverjum lit
ein allstór skilhönk, sjá teikningu C.
Venjulegast er endinn undinn utan um
miðja skilhönkina, en hér er ráðlagt að
vinda um lykkjurnar sem verða til við
þumalinn, þá þvælist bandið síður og
rennur greiðlega út úr hönkinni.
b) Það er betra að draga endana aldrei
mjög langa út úr skilhönkunum. Ef þeir
eru tiltölulega stuttir flækjast skilhank-
irnar síður saman.
c) Þegar skilhönk þrýtur er gott ráð að
þæfa endana þrjá við nýja í lófa sér með
volgu vatni (munnvatnið er best) og
vinda síðan nýja skilhönk upp úr hnykl-
unum.
d) Þegar skipt er um lit er bandinu krækt
saman með því að taka nýja bandið undir
það íyrra og upp. Þetta er gert í öllum
umferðum, röngu megin, sjá teikningar
A og B. Til að ná samskeytunum sem
bestum þarf að herða vel að bæði síðustu
og fyrstu lykkju í hverjum lit.
e) Ef garðaprjónið nær alveg út í jaðra
(ekki prjónuð sérstök jaðarlykkja) er
hægt að sauma það snyrtilega saman án
saumfars.
12
HUGUR OG HÖND