Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Page 14

Hugur og hönd - 01.06.1987, Page 14
um er þannig: 25 lykkjur bláar, 28 mó- rauðar, 2 ljósmórauðar, 28 bláar og 25 mosagrænar. Litirnir færast til eins og sýnt er á teikningu af bakstykki og með sömu aðferð og á framstykki. I eftirtöld- um umferðum bætast litir inn í: 29. umferð (komnir 14garðar); 11 lykkj- ur bláar, 28 mórauðar, 1 dökkblá, 1 mó- rauð, 28 ljósmórauðar, 28 bláar og 11 mosagrænar. 85. umferð (komnir 42 garðar): 11 lykkjur mórauðar, 28 dökkbláar, 2 mosagrænar, 28 mórauðar, 28 ljósmó- rauðar og 11 bláar. 107. umferð (komnir 53 garðar): 28 lykkjur dökkbláar, 24 mosagrænar, 27 mórauðar, 1 dökkblá og 28 ljósmórauð- ar. 113. umferð (komnir 56 garðar): 25 lykkjur dökkbláar, 28 mosagrænar, 1 blá, 1 mosagræn, 25 mórauðar, 3 dökk- bláar og 25 ljósmórauðar. 169. umferð (komnir 84 garðar): 25 lykkjur mosagrænar, 28 bláar, 2 ljós- mórauðar, 28 mosagrænar og 25 dökkbláar. 197. umferð (komnir 98 garðar): 11 lykkjur mosagrænar, 28 bláar, 28 ljósmó- rauðar, 2 mórauðar, 28 mosagrænar og 11 dökkbláar. Þegar mórauðu lykkjurnar eru orðnar 28 er prjónað hálsmál eins og á fram- stykki og felldar jafnmargar lykkjur af á öxlum. Ermar. Fitjaðar eru upp 50 lykkjur með ljósmórauðu og prjónaðar 6 umferðir sléttar. í 7. umferðinni er aukið út um 10 lykkjur, 60 lykkjur á. Hægri ermi. 1. umferð í litamunstri (rétta): 15 lykkjur ljósmórauðar, 28 mó- rauðar, 2 bláar og 15 ljósmórauðar. Sjá á teikningu af hægri ermi, hvernig litir færast til. I 8. hverri umferð (4. hverjum garði) er aukið út um eina lykkju við hvorn jaðar. Eftir 14 garða koma í 29. umferð 1 lykkja dökkblá og 1 ljósmó- rauð í miðju (milli 28 mórauðra og 28 blárra). 185. umferð koma 2 mosagræn- ar lykkjur á miðju sem breikka til beggja handa, þar til komnar eru 56 (28+28) mosagrænar lykkjur. Þá koma 2 bláar í miðju sem einnig bæta við sig lykkjum báðum megin. Nú er prjónað áfram þar til komnar eru 28 mosagrænar, 48 bláar og 28 mosagrænar, samtals 104 lykkjur. Þá er fellt af. Vinstri ermi. 1. umferð í litamunstri (rétta): 15 lykkjur ljósmórauðar, 28 mosagrænar, 2 bláar og 15 ljósmórauðar. Sjá á teikningu af vinstri ermi, hvernig litir færast til. Aukið er út eins og á hinni erminni. í 29. umferð kemur 1 lykkja ljósmórauð og 1 mórauð á miðju (milli 28 mosagrænna og 28 blárra). I 85. um- ferð koma 2 dökkbláar lykkjur á miðju, við þann lit bætist til beggja handa, þar til komnar eru 56 dökkbláar. Þá koma 2 mosagrænar lykkjur á miðju sem einnig er aukið við, þar til á prjónunum eru 28 dökkbláar, 48 mosagrænar og 28 dökk- bláar, samtals 104 lykkjur. Þá er fellt af. Rúllukragi. Fitjaðar eru upp 2 lykkjur með bláu á prjóna nr 3 Vi og prjónað slétt tilbaka. í 3. umferð (réttu) er prjónað tvisvar í báðar lykkjurnar, framan í og aftan í, 4 lykkjur á. Eftir þetta er einni lykkju aukið í fyrir innan eina jaðar- lykkju báðum megin í öllum umferðum frá réttu. Jaðarlykkjurnar, ein hvorum megin, eru prjónaðar með garðaprjóni. Að öðru leyti er kraginn prjónaður með brugðningum, 1 slétt og 1 brugðin til skiptis. Aukið er í þar til lykkjurnar eru orðnar 48. Prjónaðir eru tveir svona þrí- hyrningar sem síðan eru sameinaðir á fjóra prjóna (eða lítinn hringprjón) og prjónaður hinn eiginlegi rúllukragi í hring, 12 cm hár. Fellt laust af. Frágangur. Gengið er frá öllum lausum endum. Ermar og bolur lögð slétt í rétt- um málum og rakt stykki yfir. Látið þorna. Síðan er saumað saman, lykkja við lykkju og þess gætt um leið að litirnir mætist nákvæmlega rétt. Síðast er krag- inn festur á, þríhyrningarnir ganga niður í hálsmálið á bol báðum megin. Hönnun: Ásdís Birgisdóttir Uppskrift: SH Ljósmyndir: Sigurður R. Sigurbjörnsson. UPPHLUTUR PEYSUFOT Við erum með efni og tillegg í peysuföt og upphluti. Sendum í póstkröfu. &7ÍÍSW/ Sími 11784 ISLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR 14 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.