Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Side 22

Hugur og hönd - 01.06.1987, Side 22
hneigð (aggressjón) sem stundum sé þörf fyrir. Katta-myndir sínar óf hún að loknum lestri bókar eftir Bulga- koff, en sú segir frá rnanni í kattarlíki sem dvaldi með mönnum og setti allt úr skorðum þar sem hann fór. Collage-myndir Allt síðastliðið ár og fram á þetta hefur Ása unnið markvisst að gerð collage-mynda, þar sem hún setur saman efni eins og mjög grófan pappír með trefjum, silki í fínlegum litum og gamaldags tjull og saumar í með saumavél. Þessar myndir eru litlar og í svipaðri stærð er hún nú farin að mála myndir, vinnur með akrýllitum á textílkenndan trefjapappírinn. Henni þykir mjög áhugavert að vinna á þenn- an hátt og kallar það tilraunir. Hún kveðst vinna þær í ákveðnum tilgangi, sem hún vill ekki hafa um fleiri orð að svo stöddu. En á henni skilst, að um sé að ræða undirbúning að öðru meira. Gallerí Langbrók Auk vinnustofunnar rekur Ása, ásamt 6 listiðnaðarkonum öðrum, listgallerí þar sem þær sýna og selja verk sín. Gaman er að koma til þeirra í Gallerí Langbrók við Laufásveg í Reykjavík. Þær skipta með sér vökt- um þar og reka auk þess á sama stað lítinn sýningarsal sem þær nefna Gall- erí Hallgerði. 6. Dug Ásu má að öðru leyti marka af sýningum hennar, en hún hefur haldið 7 einkasýningar á síðustu 6 árum, 5 hérlendis, eina í Svíþjóð og eina í Fær- eyjum. Auk þess hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis allt frá árinu 1973. Og verk hennar í opinberri eigu eru orðin allnokkur, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Ása hefur skipað sér í fremstu röð myndvefara hér á landi. Myndefni hennar er þaulhugsað, vel úr því unnið og höfðar eflaust til margra. Hún er 5. 7. mjög vandvirk, notar aðeins úrvals- efni og þar sem hún er einkar fylgin sér og með ýmislegt í deiglunni verður fróðlegt að fylgjast með henni á næst- Unn'É Rúna Gísladóttir 5. Torfbœr, 1980. Stærð 65x120 cm. 6. Sancho Panza, 1982. Stærð 100x125 cm. 7. Einn þriggja hluta verksins Leið, 1985, ofið fyrir Menntaskólann á fsafirði. Stærð 160x120 cm. Ljósmyndir: Ása Ólafsdóttir. 22 HUGUROG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.