Hugur og hönd

Útgáva

Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 26

Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 26
Eins og komið hefur fram er ekki um auðugan garð að gresja, þegar velja á band úr íslenskri ull til að vinna úr i höndum. Það sem framleitt hefur verið er aðallega lopi í ýmsum gerð- um, eingirni og tvinnað band. Ullin er kembd og spunnin upp með öllu sam- an og er efnið því bæði loðið vegna þelsins og snarpt vegna togsins. Bestu eiginleikar hvors háralags um sig hverfa svo úr verður eins konar bast- arður sem gefur takmarkaða úr- vinnslumöguleika. Þetta framboð af efni úr íslenskri ull fullnægir engan veginn þörfum þeirra sem fást við heimilis- og listiðnað hér á landi. En eygjum við betri tíð í þessum efnum? Þessari spurningu og fleirum í sama dúr er þeint til Áslaugar Sverrisdóttur sem lengi hefur rýnt í vandamál ís- lensks ullariðnaðar. „Framleiðsla á bandi fyrir heimilis- og listiðnað á í stórum dráttum við sama vanda að etja og vélaframleiðsl- an, þ.e. fata- og tískuvöruframleiðsl- an. Þar er staðan slæm um þessar mundir. í raun og veru er vandinn margþættur, en við skulum halda okkur einungis við sjálft efnið, ullina. Fyrir fataframleiðsluna er óaðskilin ull hörð og óþjál vegna togsins, hún stingur. Hún er ekki nægilega eðlis- hvít, jafnvel ekki í úrvalsflokkum, auk talsverðrar húsagulu. Hvort tveggja stuðlar að því að ullin litast illa. Margir halda að lausn ullarvandans sé í því fólgin að láta vélar aðskilja ull- ina i tog og þel. Það er þó ekki einhlítt. í þeim vélum sem völ er á nú aðskiljast stutt og löng hár, en þær gera ekki greinarmun á fínum og grófum hár- um. Ullin vill líka brotna við aðskiln- aðinn og skila sér þá stutt toghár í þel- hlutann. Þar við bætist að kostnaður við aðskilnað í tog og þel er mikill" Nú vitum við að íslensk ull hefur aldrei verið aðskilin í vélum svo neinu nemi. Ullin er spunnin upp með öllu saman. í hvers konar framleiðslu hent- ar slíkt band? „íslenska ullin er nú aðallega notuð í framleiðslu á gólfteppum og hús- gagnaáklæðum. Að ullin er óaðskilin kemur hér ekki beinlínis að sök, en er þó e.t.v. heldur ekki neinn kostuú' En hvað segirðu um handprjónuðu lopapeysurnar? „Imynd íslenskrar ullarvöru, þ.e. söluímynd, byggist aðallega á lopa- peysunum með hringmunstri á herð- um, sportlegum, þykkum og hlýjum 26 peysum. Spurningin er hvort ekki megi renna styrkari stoðum undir þessa góðu írnynd" Hvernig þá? „Til dæmis með lúxusvöru, sport- vöru, úr ull sem hefur verið aðskilin í höndum, ef ekki vill betur til. Síðar mætti gera tilraunir með að drýgja slíka ull, t.d. með kanínufiðu. Undir- strika með því bestu eiginleika þelsins, þ.e. fjaðurmögnun og einangrunar- hæfni sem gerir ullina sérstaka. Flíkin yrði sérlega létt og hlý. Einnig mætti hugsa sér að unnar yrðu úr sams konar ull, en smærra bandi, margs konar listiðnaðarvörur, t.d. sjöl, hyrnur, þunnar samkvæmis- peysur o.fl. í slíkri vöru kæmu einnig fram bestu eiginleikar þelsins og sjálf- sagt að leggja sérstaka áherslu á þá“ Þú telur sem sé að svona lúxusvöru- framleiðsla, sem aldrei gæti orðið nema í tiltölulega smáum stíl, myndi styrkja trúna á aðra ullarvöru sem framleidd yrði í landinu, hvort sem hún væri hand- eða vélunnin? „Já, ég er sannfærð um það. En það fer ekki milli mála að íslenska ullin á í harðri samkeppni við önnur efni svipuð að mýkt, áferð og útliti og þess vegna nauðsynlegt að draga sérstak- lega fram sérkenni hennarí' En hverjar sýnast þér svo framtíðar- horfur fyrir íslenskan ullariðnað? Hvaða leiðir eru helst færar til að vinna fjölbreytta og nytsama vöru úr þessu efni sem hefur dugað okkur svo vel gegnum aldirnar? „Forsendur i ullariðnaðinum eru gjörbreyttar frá því sem var. Við erum ekki lengur að framleiða vöru sem fyrst og fremst á að halda hita á okkur íslendingum og önnur efni eru sífellt til samanburðar. Ullariðnaðurinn byggir ekki á efni sem sérstaklega er framleitt með tilliti til þarfa hans. Ull- in fellur bara til á ineðan verið er að framleiða kjöt. Og það verða til um 1.300 tonn af ull á hverju ári, sem er töluvert magn. En hún flokkast illa vegna slæmrar meðferðar. Samt sem áður hefur möguleikinn á sérstakri alúð við meðferð og flokkun ullarinn- ar alltaf verið fyrir hendi og þyrfti að sinna þeim þætti miklu betur. Möguleikar á markvissri ræktun á fé með tilliti til þarfa ullariðnaðarins mætti skoða af a/vöru. Þetta gæti ver- ið samvinnuverkefni, t.d. búnaðar- samtaka, ullarverksmiðjaog RALA. í landinu eru u.þ.b. 670.000 fjár. Með samstarfsvilja mætti setja upp verk- efni sem tæki til allt að 5—10 þús. fjár. Skilgreina yrði markmið nákvæm- lega, t.d. að rækta niður gróft tog í þeim tilgangi að fá fram fínull. Þetta yrði að vera langtíma verkefni, þar sem slík tilraun gæti tekið tugi ára. Kjötframleiðsla yrði jafnframt af þessu fé, en ullarframleiðslan hefði forgang. Ræktunartilraunir sem þessar yrðu að vera í lifandi tengslum við úrvinnsluna, þ.e. iðnaðinn á öllum stigum tilraunanna." En heldurðu ekki að mönnum hrjósi hugur við svo seinvirkum til- raunum? „Það má vera. Menn verða bara að átta sig á því, að ef svona verkefni er ekki gefinn nægur tími er eins víst að allt erfiðið verði unnið fyrir gýg. í þessu sambandi má benda á, að í fullri alvöru er nú talað um ræktun nytja- skóga sem búgrein á íslandi, en það tekur tugi ára að koma upp nytja- skógi. Verkefnið skilar engum arði á meðan. Þessu yrði öðru vísi varið við ullarræktun. Hún myndi skila kjöti sem afurð allan tilraunatímann, auk ullar á mismunandi ræktunarstigum. Um framtíðarhorfur ullariðnaðar- ins er erfitt að spá, en minna má á að ullariðnaðurinn í landinu var byggður upp af miklum dugnaði á örfáum árum. Hafin var framleiðsla á tísku- vörum I samkeppni við þjóðir sem eiga að baki margra alda sögu í fram- leiðslu á tískuvörum, eru leiknar að miða út næstu tískustrauma og eru jafnframt í þeirri aðstöðu að hafa áhrif á þessa strauma. Okkur gekk ágætlega um árabil, en nú er kominn tími til að endurmeta stöðuna í ljósi fenginnar reynslu. íslenska ullin hlýtur að eiga sérstakan sess í því endurmati. Hér er til nóg af hæfu fólki sem getur lagt hönd á plóginn í uppbyggingarstarfinu. Ef góð sam- stilling næst með þessum aðilum er full ástæða til að vera bjartsýnn á framtíðinaþ sagði Áslaug að lokum. Sigríður Halldórsdóttir HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.06.1987)
https://timarit.is/issue/406977

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.06.1987)

Gongd: