Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 27

Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 27
UM FJARRÆKT OG SPUNA í SVÍÞJÓÐ Á heimilisiðnaðarþingi í Finnlandi 1986 varð að samkomulagi að heimil- isiðnaðarblöð landanna sendu hvert öðru greinar um ullarmál. Þrjár grein- ar hafa borist Hug og hönd og hefur sú sem kom frá Svíþjóð nú verið valin til birtingar. Ef til vill geta Islendingar tekið mið af reynslu Svía, þegar tekist verður á við þann vanda að hefja ís- lenska ull upp úr þeirri niðurlægingu sem hún er nú í og hefur verið lengi. Níundi áratugurinn hefur verið gullöld þeirra sem framleiða og selja garn. Þeir hafa selt fyrir milljónir króna í kjölfar hins al- menna áhuga fyrir prjóni sem farið hefur um landið. Jafnvel stórveldi fjármagnsins hafa sýnt áhuga á garni! En það er sitthvað fleira að gerast á þessu sviði. Við höfum séð áhugann vaxa á sænskri ull, þeirri ull sem stór- iðjan fæst ekki um. Sett hafa verið á stofn þó nokkur lítil spunaverkstæði sem einbeita sér að sænsku ullinni. Samhliða áhuganum á ræktun hefur vaknað áhugi á hráefninu, þ.e.a.s. á kynþótum sem gefa ullargott fé. Sauðfjárræktunin í langan tima hafa fjárstofnar í Sví- þjóð verið margvíslegir, sem er afleið- ing af mikilli kynblöndun við innflutt fé. Á 16. og 17. öld var flutt inn þýskt, enskt og spænskt fé, til þess að fá fram æskilega ullareiginleika í fatafram- leiðslu. Sérstakar fjárstöðvar voru settar á fót í þeim tilgangi að veita al- menningi leiðþeiningar. En á þessum tíma, þegar flest heimili voru sjálfum sér nóg, hafði almenningur sínar eigin hugmyndir um hvaða ull hentaði best til að handspinna og vefa úr og það varð til þess að gamall Iantras-í]ár- stofn varðveittist. Innflutningurinn hélst á 18., 19. og 20. öld. Eftir seinni heimsstyrjöldina var flutt inn kjötmikið fé frá Hollandi og Englandi. Gæði ullarinnar rýrn- uðu um leið og eftirspurn eftir ull nær því hvarf. Það átti sér stað á 8. ára- tugnum að fjáreigendur brenndu ull- ina til að losna við hana. En þá fór aftur að vakna áhugi á sænska lantras- fénu. Aftur, segjum við, vegna þess að í byrjun 20. aldar hafði áhuginn á gamalli textíllist og heimilisiðnaði vakið áhuga á ullinni. Athuganir á efninu í hinum merku textílum sem fundust um þetta leyti við fornleifa- uppgröft vöktu vísindamenn til um- hugsunar. Samtimis var verið að fást við þann vanda innan heimilis- og list- iðnaðarins að fá sama fallega gljáann á nýja listvefnaðinn og var á gömlum alþýðuvefnaði. Farið var að leita að gamla fjárstofninum og 1915 fannst í Dölunum það sem þá var nefnt „stein- aldarféð". Keyptar voru nokkrar kind- ur og ræktun hafin í Bohusléni. En það voru störf Lennarts Wálstedt og fjölskyldu hans frá Dala-Floda í Döl- unum sem gáfu bestan árangur við varðveislu fjárstofnsins. Þar hefur verið unnið ómetanlegt ræktunar- starf, ullin spunnin og gæruskinnin verkuð. Nú hefur þriðji ættliðurinn tekið við rekstri fyrirtækisins, sem orðið er 50 ára og enn framleiðir bestu ullina og bandið. Til þeirra geta allir aðdáendur og áhugamenn um ull sótt hugmyndir og þekkingu. Ull af lantras-fé er skipt í fjórar teg- undir sem á sænskunni nefnast ryaull, finull, gobelinull og pálsull. Úr þeim öllum er nú spunnið band. Um tíma virtist togmesta fénu (ryafáret) fækka geigvænlega. Fjáreigendur mynduðu þá samtök sem stuðla skyldu að rækt- un hinna gömlu sænsku fjárstofna sem voru í mestri útrýmingarhættu. Núna stækkar stofninn aftur. Hyrnd- ur fjárstofn sem varðveittist á nokkr- um smáeyjum í nánd við Gotland (gutefáret) dreifist nú um landið. Á Gotlandi varðveittist fyrrum hið got- lenska útigangsfé sem er grátt með svartan haus og fætur. Sá stofn hefur einnig dreifst viða um land, aðallega vegna þess að gæran er eftirsótt í loð- kápur. Úr ullinni er spunnið mjúkt en ekki mjög sterkt prjónaband. Fjár- bændur hafa aukið mjög þekkingu sína á öllu er við kemur ull. Litlu spunaverkstæðin Á 5. áratug aldarinnar tókst Wál- stedt-fjölskyldunni í Dala-Floda að spinna hina langhærðu sænsku lantras-ull með því að endurbæta gamlar vélar og aðhæfa þær ullar- gerðinni. Þar er stöðugt unnið að for- vitnilegum þróunarverkefnum. Nú eru þar framleiddar margar sérhæfðar bandtegundir. Ein þeirra er prjóna- band fyrir tvíþráðaprjón (tváánd- stickning) sem hefur S-spunasnúð og Z-tvinningarsnúð. Við litun gerðust þeir brautryðjendur, lituðu ullina, blönduðu mismunandi litbrigðum í kembivélarnar og spunnu marglitt band með samstæðum litum. Hafa margir nýtt þá hugmynd. Wálstedt- fólkið hefur aldrei lúrt á kunnáttu sinni, hjá því hefur alltaf verið hægt fyrir áhugasaman nemanda að kom- ast í verklegt nám. Einn af lærlingum Wálstedts er Allan Waller sem setti á fót ásamt eig- inkonu sinni Sotnás ullspinneri í Bohusléni um 1980. Þetta verkstæði spinnur band í sauðarlitum ætlað fyrir prjón, vattarsaum og vefnað. Waller reið á vaðið þegar hann stofn- setti spunaverkstæði sitt, hið fyrsta í Svíþjóð á 30 árum. Síðan hafa aðrir fetað í fótspor hans. (Greinarhöfund- ur nefnir hér nokkur spunaverkstæði víðs vegar um Svíþjóð sem hvert um sig framleiðir einhverja sérhæfða vöru. Á einum stað er t.d. vaxandi framleiðsla á ullarbandi með 5—8% ullarfitu, aðallega notað í ungbarna- buxur sem mæðrum er ráðlagt af ung- barnaeftirlitinu að nota á gamla mát- ann utan yfir bómullarbleyjur. Þær þykja fara vel með húð barnsins og vera jafnframt auðhirtar). Síðast skal minnst á spunaverk- smiðju heimilisiðnaðarsamtakanna Bergá í Stora-Skedvi í Dölunum. Þar er ekki unnið eingöngu úr sænskri ull, framleiðslan er háð innfluttri ull. Heimilisiðnaðarfélög geta fengið þar unnar nýjar bandtegundir og sérstak- lega litað band sem síðan er aðeins hægt að fá í þeirra eigin verslun. Eigendum litlu verksmiðjanna hef- ur hætt til að láta sem þeirra band sé eingöngu spunnið úr sænskri ull. HUGUR OG HÖND 27

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.