Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 31

Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 31
óþægilegt að hafa lengri hár en u.þ.b. 30—40 cm í „vindlinum“. Vindillinn er upprúlluð hrosshársbenda sem þráðurinn er dreginn útúr við spun- ann. Tætt er útúr taglinu, nokkur hár í senn og látin falla í bendu á gólfið. Reynsla mín er sú að það taki tvo tíma að tæta þokkalega stóran vindil og aðra tvo tíma að spinna úr því og jafna snúðinn. Þetta gera svo rúm 100 grömm af tilbúnum þræði. Mjög gaman er að tæta saman tvo liti og gera þráðinn sprengdan í spun- anum. Faxhárið er þjálla í meðförum en ekki eins glansandi og taglið. Hrosshár er ekki teygjanlegt og í því er mikil spenna og því má ekkert gefa uppí vefinn. Ef það er gert koma lykkjur uppúr vefnum á óvæntum stöðum. Vefurinn dregst ekkert saman á þverveginn og sé það t.d. tennt á móti ull vinnur það eins og spanstokk- ur. En í þessu efni er reynslan besti kennarinn. Eitt er svo ónefnt; það er andlega heilsusamlegt að tæta og spinna og hafa á valdi sínu svo upprunalega færni einsog að búa til þráð. Sá tóm- leiki sem hrjáir nútímamanninn er kannski til kominn vegna þess að tengslin við frumþætti tilverunnar eru rofin og hann þekkir ekki þráðinn sem tengir okkur við upprunann. Elísabet Þorsteinsdóttir 1. Elísabet aðgreinir hrosshárið eftir lit- um. 2. Hrosshárið tætt úr taglinu. 3. Hrosshársbendan undin í vindil. 4. Hárið dregið úr vindlinum og spunnið á stóran spólurokk. 5. Spunnið hrosshárið undið jafnóðum upp á pappahólk sem situr á teininum. 6. Hrosshársbandið undið í hnotu á hnotu- rokk, snúðurinn jafnaður um leið. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/ Imynd. HUGUR OG HÖND 31

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.