Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 32

Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 32
ÆÐARDUNN - VERKUN Við nútímafólk, sem hjúfrum okkur undir dúnsæng, renn- um að okkur dúnúlpu eða skríðum ofan i dúnsvefnpoka, hug- leiðum líklega sjaldan hvernig þessa dúns sem umlykur okkur hefur verið aflað og hvernig verkun hans er hátt- að. Það eru aðeins þeir tiltölulega fáu sem þekkja eitthvað til þessara verka, sem vita hver fyrirhöfn liggur að baki hverju hreinsuðu dúnkílói. í bókinni íslenskir þjóðhættir segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili að ís- lendingar hafi ekki komist upp á lag með að hreinsa dún sjálfir „eins vel og skyldi“ fyrr en á 19. öld. Lúðvík Kristjánsson segir hins vegar svo frá í ritinu íslenskir sjávarhættir: „Hvergi er í miðaldaheimildum, svo höfundur viti, lýsing á dúnhreinsun. Líklega er svokölluð kaldhreinsun upphafleg, en bökun dúns og hrælun á dúngrindum ekki eldri en frá önd- verðri 17. öld. Mun það sú aðferð sem Jón Pétursson — Brokeyjar-Jón (f. 1584) — er sagður hafa fyrstur manna tekið upp hér á landi, en gæti verið komin frá Englandi“ Sá dúnn sem er fyrst og fremst not- aður hér á landi er æðardúnn. Æðar- varp er hér víða við strendur, við 32 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.