Hugur og hönd - 01.06.1987, Síða 36
HANDOFNAR VOÐIR
Að vefa efni í eigin fatnað getur
verið mjög ánægjulegt og
gefandi. íslenska bandið,
eingirni og tvinnað band, hæfir vel í
voðir ætlaðar í yfirhafnir, s.s. kápu-
og jakkaefni. Að vísu gerir togið efnið
nokkuð snarpt en í staðinn kemur að
það hrindir vel frá sér vætu og óhrein-
indum og krypplast lítið sem ekkert.
Eftir þessum uppskriftum sem hér
birtast er hægt að vefa kápu- og jakka-
efni. Bindingar eru vaðmál og vað-
málsafbrigði á fjögur sköft. Þeim sem
ætla að vefa voð í fatnað er ráðlagt að
ákveða fyrst sniðið og reikna út eftir
því hagkvæmustu breidd í skeið og
slöngulengd. Samtímis þarf að huga
að munstri við jaðra (1. og 4. voð),
svo að vel fari þar sem jaðrar koma
saman.
Inndráttarmunstrið sem teiknað er
með hverri uppskrift er endurtekið
vefinn á enda, lesið frá hægri til
vinstri. í stigmunstri er einnig teiknuð
aðeins ein umferð sem er endurtekin.
Mikilvægt er að slá ekki vefinn þéttar
en sagt er til um, svo að efnið verði
voðfellt.
Sigríður Halldórsdóttir
I. A myndinni er 1. og 2. voð í efri röð og
3. og 4. voð í neðri, talið frá vinstri til
hægri.
Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason.
1. voð
Binding: Vaðmál 2/2
Uppistaða: Eingirni frá Gefjun, svart
nr. 16, rautt nr. 47 og ljósblátt nr. 43
(6000 m/kg).
Ivaf: Eingirni spólað tvöfalt, rautt nr.
47 og dökkblátt nr. 42.
Skeið: 30/10, 2 þræðir í hafaldi og 4
þræðir í tönn.
Varp: 12 þr/cm.
Veftur: 11 frd/2 cm, mælt án spans.
Rakið er þannig: 8 þræðir svartir, 8
þræðir rauðir, 8 þræðir svartir, 8
þræðir bláir, endurtekið.
Ivafinu er raðað þannig: 12 fyrirdrög
rauð, 12 fyrirdrög dökkblá, endurtek-
ið.
2. voð
Binding: Skekkt oddavaðmál.
Uppistaða: Tvinnað Gefjunarband,
grátt nr. 11 (3000 m/kg).
Ivaf: Tvinnað Gefjunarband, grátt nr.
25.
Skeið: 30/10, 1 þráður í hafaldi og 2
þræðir í tönn.
Varp: 6 þr/cm.
Veftur: 5 frd/cm, mælt án spans.
3. voð
Binding: Fléttað vaðmál.
Uppistaða: Tvinnað Gefjunarband,
dökkmórautt nr. 14 (3000 m/kg).
Ivaf: Eingirni spólað tvöfalt, Ijósblátt
nr. 43 (6000 m/kg).
Skeið: 30/10, 1 þráður í hafaldi og 2
þræðir í tönn.
Varp: 6 þr/cm.
Veftur: 6 frd/cm, mælt án spans.
+ 3
II ■
• M
/ 35
X *
rautt
mórautt
svart
Ij.blátt
d.blátt
1. voð
m
x 3
x 3
4. voð
Binding: Skekkt hringjavaðmál og
þráðabrekán, samsett.
Uppistaða: Eingirni frá Gefjun, svart
nr. 16, dökkblátt nr. 42 og ljósblátt nr.
43 (6000 m/kg).
Ivaf: Eingirni spólað tvöfalt, mórautt
nr. 13.
Skeið: 30/10, 2 þræðir í hafaldi og 4
þræðir í tönn.
Varp: 12/cm.
Veftur: 11 frd/2 cm, mælt án spans.
Rakið er þannig: 16 þræðir svartir, 12
þræðir dökkbláir, 8 þræðir ljósbláir,
endurtekið.
4. voð
X / • • • • X X / • • • •
X / X X /
X X / • • • • X / • • % •
X X / X /
II
u
II
II
n
u
II
II
11
ll
11
II
í
II
II
JJ
m
36
HUGUR OG HÖND