Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Page 40

Hugur og hönd - 01.06.1987, Page 40
3. Maður að elta skinn í brák. Frummynd að koparstungu í Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar, prentaðri í Soro 1772. Þjóðminjasafn íslands. Handverkfæri og útskurðarjárn í miklu úrvali Verslunin Brynja Laugavegi 29 Sími 24321 um voru einnig saumaðir skór úr sauðskinni en þeir voru sjaldnast bryddir eins og oft tíðkaðist með okk- ar skó. Einnig er saumaskapurinn ólikur því sem er á íslensku skónum, þar sem þeir eru saumaðir með rykk- ingaspori. í Finnlandi og annars staðar á Norðurlöndunum þar sem miklir kuldar ríktu oft að vetrinum var skinnið notað eins og það kom fyrir af skepnunum þ. e. með hárinu. Meiri einangrun var að hafa það með og var það yfirleitt látið snúa inn. Jafnvel kjólar voru saumaðir úr gæru og sneri þá ullin inn, sbr. mynd af kjól, sem Toini-Inkeri Kaukonen sýndi, og var frá því um 1700, varðveittur á finnska Þjóðminjasafninu. Ábreiður sem not- aðar voru t.d. á sleða voru einnig með hárinu. Húfusnið Finnanna er nokk- uð sérkennilegt, kollurinn uppteygður, mikil eyru og uppábrot að framan. Nautshúðir og kálfaskinn voru notuð í þá hluti sem þurftu að vera slitsterkir eins og buxur, stígvél o.fl. Ingrid Berg- man sýndi myndir af gömlum skinn- klæðum frá Norðurlöndum sem varð- veist hafa frá ýmsum tímum og geymd eru á Norræna safninu (Nordiska museet) í Stokkhólmi. Á mynd af börnum frá 1893 mátti sjá að allflest þeirra voru klædd skinnjökkum og taldi Bergman að slíkir jakkar hefðu verið algengir líka meðal alþýðu manna. Á Álandseyjum eru í dag framleidd- ar yfirhafnir úr gæruskinni, aðallega pelsar, og nú er það útlitið en ekki notagildið sem ræður. Hárið er látið snúa út og er hér um dýrindis pelsa að ræða. Þeir hafa nú aftur eignast sína eigin sútunarverksmiðju eftir að hafa til skamms tíma orðið að senda gær- urnar frá sér til verkunar. Fyrr í þessari grein var minnst á Li Simon Dahl. Hún rekur handverksverkstæði í Ule- foss í Noregi þar sem hún framleiðir leður- og skinnfatnað með áþrykktum mynstrum. Byggja þau öll á fornum norskum táknum. Þótti mér sem þar væri komið gott dæmi um hvernig nota má gamla þekkingu til fram- leiðslu á hlutum sem falla inn í heim nútímans og framtíðarinnar. Markmiðið með ráðstefnunni og síðan námskeiðunum var að reyna að upplifa „hefðina" í skinnaverkuninni og handverkinu og virtist mér sem þar hefði vel til tekist. Hildur M. Sigurðardóttir Handunnir skartgrip með íslenskum steinum Jeh4 (juljÓHMCH gullsmiður Pósthússtræti 13, S. 12392 Suðurveri S. 36778 Kringlan S. 686730 0 tðnaðarbankinn 40 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.