Fréttablaðið - 12.03.2020, Page 4

Fréttablaðið - 12.03.2020, Page 4
HÖRKUTÓL SEM ENDIST ramisland.is UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT, NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL FLESTAR GERÐIR TIL AFGREIÐSLU STRAX BJÓÐUM UPP Á 37” OG 40” BREYTINGAR RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.967.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. RAM 3500 EINGÖNGU RAM FRÁ ÍSBAND ERU MEÐ EVRÓPUÁBYRGÐ FRÁ FRAMLEIÐANDA. 40” BREYTTUR MEGA CAB VIÐSKIPTI Velta sjávarútvegs síðustu tveggja mánaða síðasta árs var ríf- lega sex prósent meiri en á sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þá var velta í heild nær fjórtán prósent meiri í fyrra en árið 2018. Velta í fiskeldi tvöfaldaðist á árinu frá fyrra ári. Þá varð sex prósent samdráttur í veltu í flutningum með flugi á milli ára. Jafnframt er frá því greint að hægt hafi á byggingarframkvæmd- um síðustu tvo mánuði ársins í sam- anburði við sama tíma árið á undan og er munurinn þrjú prósent. – jþ Veltan eykst í sjávarútvegi 1 COVID-19 flokkaður sem heimsfaraldur Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin segist hafa áhyggjur af útbreiðslu veirunnar en víða hefur ekki tekist að hefta útbreiðsluna. Fólk er þó hvatt til að halda ró sinni. 2 Lífs björg þegar lög regla kippti konu frá stjórn lausum steypu- bílnum Konu sem var meðal gangandi veg far enda á Sæ braut var bjargað með naumindum frá því að verða fyrir steypu bílnum sem lög reglan veitti eftir för. 3 Veru lega veikur á Land spítala vegna CO VID-19 Eldri maður var lagður inn á Landspítala mikið veikur af COVID-19. 4 Hundruð hlífðar galla selst hér lendis vegna kóróna- veirunnar Forsvarsmenn Kemi hafa selt hundruð hlífðargalla að undanförnu auk annars hlífðar- fatnaðar. Hann hefur meðal ann- ars selst til Íslendinga og Kínverja. 5 Weinstein í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun Harvey Wein- stein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir brot gegn tveimur konum. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is C OV I D -19 Mæðr a st y rk snef nd Reykjavíkur hefur lokað fyrir mat- arúthlutanir vegna COVID-19. „Ástæðan fyrir því að við þorðum ekki öðru en að loka er sú að hér er mikil nálægð milli fólks og sjálf- boðaliðar okkar eru f lestallir full- orðnar konur í áhættuhópi,“ segir Anna H. Pétursdóttir, formaður nefndarinnar. Að sögn Önnu var ákvörðunin erfið og tekin að vel ígrunduðu máli. Anna segir mikinn fjölda leita til Mæðrastyrksnefndar í hvert skipti sem matarúthlutun fer þar fram og að skjólstæðingar nefndarinnar séu ekki í þeirri stöðu að geta birgt sig upp af matvælum komi til þess að þeir neyðist til að fara í sóttkví vegna kórónaveirunnar. „Þetta er bara svakalega við- kvæmt mál og þetta fólk er í mikilli neyð. Við höfum ekki fengið fyrir- spurnir um hjálp frá fólki sem er í sóttkví en okkar skjólstæðingar eru reyndar ekki í hópi þeirra sem fara í skíðaferðir í Alpana,“ segir Anna. Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn segir hluta af viðbragðs- áætlun almannavarna snúa að því að upplýsa almenning um vörur sem vert sé að eiga komi til þess að fólk sé sett í sóttkví eða komi til samkomubanns. „Þar er listi yfir vörur sem fólk ætti að huga að því að eiga,“ segir hann. Spurður um þann hóp sem ekki hefur tök á að verða sér úti um þá hluti sem eru á listanum og treystir á matarúthlutanir hjálparsamtaka segir Víðir að ekki sé komið inn á þann hóp í áætluninni. „Þetta er ekki skrifað beint inn í áætlunina og við þurfum að skoða þetta því að þetta hefur ekki komið inn á borð til mín áður og ég þekki ekki hvernig þessum málum er háttað. En þetta er góð ábending sem ég mun taka upp og skoða hvernig þessu er háttað,“ segir Víðir. Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar mat mánaðarlega og segir Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður að ekki sé ljóst hvort af næstu úthlutun verði. „Ég skrifaði landlækni bréf í gær- morgun [fyrradag] og spurði hvort það væri í lagi að vera með úthlutun í næstu viku og ég hef ekki fengið svar,“ segir hún. Þá segir hún skjól- stæðinga sína ekki hafa óskað eftir sérstökum úrræðum við matarút- hlutanir vegna sóttkvíar og tekur undir orð Önnu. „Fólkið okkar er ekki mikið í utanlandsferðum,“ segir hún. „Það yrði bagalegt að vera ekki með úthlutun og myndi koma þessum hópi afar illa. Fjöldi fólks hefur haft samband og spurst fyrir um næstu úthlutun, ég svara með því að ég bíði svars frá Embætti landlæknis,“ segir Ásgerður. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði Fjölskylduhjálp ekki fengið svar við fyrirspurn sinni en Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir við Fréttablaðið að samkomubann sé ekki í gildi í landinu en að gott væri ef fólk tæki skynsamlegar ákvarðanir þegar komi að samkomum. „Það er ekkert samkomubann í gildi hér á landi og það sem við stólum á er að þeir sem eru að skipu- leggja viðburði af hvaða toga sem er taki skynsamlega ákvörðun út frá stöðunni, þeirri þekkingu og þeim upplýsingum sem við höfum verið að miðla. Ef fólk ákveður að fresta viðburði út af þessu þá er það gott svo lengi sem sú ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli,“ segir Kjart- an. birnadrofn@frettabladid.is Veiran stöðvar matarúthlutun Lokað er fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna COVID-19. Ekki er bann við hvers konar viðburðum. Í aðgerðaáætlun almannavarna er ekki getið um þá sem ekki hafa efni á að birgja sig upp. Erfitt að stöðva matarúthlutun, segir Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta er góð ábend- ing sem ég mun taka upp og skoða hvernig þessu er háttað. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra FERÐAÞJÓNUSTA Framkvæmda- stjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu segir að útfæra verði fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda vegna COVID- 19 með hraði. „Mér líst ágætlega á þessar til- lögur svo langt sem þær ná en tel afar mikilvægt að nánari útfærsla líti dagsins ljós strax í næstu viku. Ferðaþjónustufyrirtækin eru mörg hver að undirbúa uppsagnir vegna stöðunnar og því má engan tíma missa,“ segir Ásberg Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nordic Visitor. Að hans sögn er brostið á algjört hrun í bókunum. „Miðað við frá- sagnir kollega eru fyrirtækin í þessum bransa að sjá fram á 40 til 70 prósenta samdrátt í bókunum og mikið um af bókanir,“ segir Ásberg. Hann telur stærri fyrirtæki geti aðlagast breyttum veruleika en hefur meiri áhyggjur af þeim smærri, einkum litlum fjölskyldu- fyrirtækjum. „Mörg slík fyrirtæki urðu fyrir þungu höggi við fall WOW air.“ Hann efast um að bank- arnir veiti þeim sem þegar eru með reksturinn í járnum mikið svigrúm. „Það sem ég sakna helst er heim- ild til að lækka starfshlutfall starfs- manna tímabundið og að þeir fái atvinnuleysisbætur á móti,“ segir Ásberg. Það hafi skipt sköpum í hans rekstri þegar gaus í Eyjafjalla- jökli. – bþ Útfærsla aðgerða fyrir ferðaþjónustu þoli enga bið Ásberg Jónsson, framkvæmda- stjóri Nordic Visitor 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.