Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 6
Í öllu falli viljum
við að sjálfsögðu
tryggja eins og við mögulega
getum að Alþingi verði til
staðar og geti tekið við og
afgreitt bráðnauðsynlega
hluti.
Steingrímur J. Sigfússon,
forseti Alþingis
VIÐSKIPTI Skyrframleiðandinn
siggi’s tilkynnti í gær nýtt styrkja-
kerfi fyrirtækisins, siggi’s Starters,
fyrir nýsköpun í næringarfræði. Í
ár verða veittir þrír 20 þúsund doll-
ara styrkir, eða rúmlega 2,5 millj-
ónir króna, til frumkvöðla sem vilja
koma af stað verkefnum á sviði nær-
ingarfræði og heilsueflingar.
Siggi’s skyr, sem stofnað var árið
2006 af Sigurði Kjartani Hilmarssyni
og hefur síðan orðið að matvælarisa
sem metinn er á tug milljarða króna,
lét nýlega gera könnun á meðal fólks
sem starfar í næringarfræði. Sam-
kvæmt könnuninni er öflun stofn-
fjár aðalhindrunin í vegi þeirra sem
vilja stofna eigið fyrirtæki.
Í yfirlýsingu fyrirtækisins er haft
eftir Sigurði að samstarf siggi’s skyr
við matvæla- og næringarfræðinga
skipti miklu máli og að fyrirtækið
vilji gefa til baka. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem fyrirtækið styrkir
frumkvöðla, en nú er kerfið orðið
meitlað í stein. – khg
Siggi styrkir
nýsköpun í
næringarfræði
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Innviðasjóður
Umsóknarfrestur 21. apríl
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði.
Hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi.
Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum
og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir
framfarir í rannsóknum.
Við úthlutun úr Innviðasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu
Innviðasjóðs og eftirtalin atriði lögð til grundvallar:
l Að innviðirnir séu mikilvægir fyrir framfarir í rannsóknum á
Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda
l Að fjárfesting í innviðum skapi nýja möguleika til rannsókna
og/eða innviðirnir tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður
styrkir
l Að samstarf verði um nýtingu innviða milli stofnana eða milli
stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti
l Að áætlanir um kostnað og fjármögnun séu raunhæfar
l Að innviðirnir auki möguleika á menntun og þjálfun á
viðkomandi fræðasviði
l Innviðir sem komið er upp með styrk frá sjóðnum skulu vera
aðgengilegir öðrum rannsóknahópum eftir því sem svigrúm
er til og skal sjóðnum gerð grein fyrir hvernig aðgengi
verður háttað
Umsækjendur skulu kynna sér vel reglur sjóðsins
áður en umsókn er gerð.
Nánari upplýsingar og aðgangur að
rafrænu umsóknarkerfi á www.rannis.is.
Sigurður Kjartan
Hilmarsson.
ALÞINGI „Allar aðgerðir okkar miða
í rauninni að því að reyna að verja
þingið og draga úr hættu á að það
verði óstarf hæft eða lamist að
verulegu leyti. Við viljum að starf-
semin geti haldið áfram sem mest
óröskuð svo lengi sem mögulegt er,“
segir Steingrímur J. Sigfússon, for-
seti Alþingis, um viðbúnað vegna
COVID-19 faraldursins.
Steingrímur og Ragna Árnadóttir,
skrifstofustjóri Alþingis, funduðu í
gær með Þórólfi Guðnasyni sótt-
varnalækni og Víði Reynissyni, yfir-
lögregluþjóni hjá Embætti ríkislög-
reglustjóra.
„Þetta var góður samráðsfundur.
Við upplýstum um það sem við
værum búin að gera og kynntum
þeim okkar viðbragðsáætlun. Þeir
voru boðnir og búnir að veita okkur
ráð um það sem við erum að gera og
eru að sjálfsögðu sammála því að
það sé mikilvægt að verja starfsemi
þingsins,“ segir Steingrímur.
Meðal þeirra aðgerða sem gripið
hefur verið til á Alþingi er að ekki er
lengur tekið á móti hópum í þing-
húsið og Skólaþing hefur verið fellt
niður. Fleiri aðgerðir eru í bígerð.
„Í grófum dráttum erum við búin
að taka fyrir gestakomur. Þetta er
gert til að minnka umferð og draga
úr snertingum. Það er búið að draga
úr samskiptum milli húsa og gera
umtalsverðar breytingar í mötu-
neytinu þannig að nú hittast miklu
færri þar í einu.“
Þá eru þingnefndir hvattar til
að nota síma og fjarfundabúnað
eins og mögulegt er í staðinn fyrir
gestakomur á nefndafundi. Ferða-
lög þingmanna eru einnig undir
mikilli smásjá og ekki farið nema
það sé algjörlega óumflýjanlegt.
„Í öllu falli viljum við að sjálf-
sögðu tryggja eins og við mögulega
getum að Alþingi verði til staðar og
geti tekið við og afgreitt bráðnauð-
synlega hluti sem ástandinu tengj-
ast,“ segir Steingrímur.
Þegar hafi frumvarp um lyfja-
birgðir í landinu verið afgreitt með
f lýtimeðferð og frumvarp á öðru
sviði í burðarliðnum. „Síðan vitum
við að það koma líklega talsverðar
ráðstafanir frá ríkisstjórn í efna-
hagsmálum sem þarf að afgreiða.
Þetta er til marks um það hve mikil-
vægt það er að þingið sé til staðar.
Auðvitað er mjög líklegt að þetta
ástand leiði til umtalsverðrar end-
urskoðunar á starfsáætlun.“
Steingrímur bendir á að sem
betur fer hafi þjóðlífinu að svo
stöddu ekki verið lokað. Enn sem
komið er þurfi ekki að fara í eins
drastískar aðgerðir og að loka
þinginu. Aðspurður segir hann það
miklum vandkvæðum bundið að
þingið geti tekið ákvarðanir öðru-
vísi en með viðveru þingmanna á
þingfundi.
„Það er auðvitað fortakslaust
ákvæði í stjórnarskrá um að það
þurfi að lágmarki 32 þingmenn að
taka þátt í afgreiðslu hvers máls.
Það er erfitt að sjá að fram hjá því
verði komist.“
Hann viðurkennir að ástandið
minni að vissu leyti á hrunið. „Það
er þessi óvissa, að vita eiginlega
aldrei hvað næsti dagur ber í skauti
sér. Ég sagði þeim nú á fundinum að
þessir dagar hjá þeim væru sjálfsagt
ekkert ólíkir dögum mínum sem
fjármálaráðherra 2009 og fram á
2010. Maður lifði bara dag í senn
og vissi aldrei hvað biði manns í
vinnunni að morgni dags.“
Munurinn sé hins vegar sá að
ekkert bendi ennþá til þess að við
förum jafn illa út úr þessu. „Sá er
munurinn að við munum hafa
okkur betur í gegnum þetta en flest-
ir aðrir að mínu mati. Ísland hefur
meiri burði og möguleika núna og
er betur sett til að takast á við þetta
sennilega en f lest öll önnur lönd í
heiminum.“ sighvatur@frettabladid.is
Sammála um mikilvægi þess
að verja starfsemi Alþingis
Forseti Alþingis segir aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna COVID-19 faraldursins miða að því að
verja starfsemi þingsins. Hann fundaði í gær ásamt skrifstofustjóra þingsins með sóttvarnalækni og
yfirlögregluþjóni. Þingnefndir hvattar til að nota fjarfundabúnað og breytingar gerðar í mötuneytinu.
Steingrímur segir óvissuna nú minna á hrunárin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
FANGELSISMÁL Allt að tuttugu
föngum verður sleppt úr afplánun
fyrr en til stóð vegna yfirvofandi
baráttu við kórónaveiruna. Mark-
miðið er að rýma pláss fyrir fanga
sem sýkjast af COVID-19 og þurfa
að dvelja fjarri öðrum föngum.
Fær hópur fanga því reynslulausn
fyrr en til stóð og styttist afplánun
þeirra um nokkra mánuði.
Fangi á Hólmsheiði segir í samtali
við Fréttablaðið að mikil óánægja sé
meðal fanga með hvernig staðið er
að veitingu reynslulausnar. „Okkur
finnst ferlið ekki mjög gegnsætt né
sanngjarnt. Það var sagt að gæta
ætti jafnræðis en það er ekki að sjá.
Sumum er synjað um reynslulausn
vegna agabrot eða mála sem enn
eru í kerfinu en það er litið fram hjá
því hjá öðrum. Það skapar mikla
óánægju hjá þeim sem sitja eftir
með sárt ennið,“ segir fanginn sem á
aðeins nokkra mánuði eftir af sinni
fangelsisvist.
Að hans sögn hafi ástandið ekki
verið gott fyrir innan veggja fang-
elsisins á Hólmsheiði. „Það er mikil
ólga og streita í loftinu. Það er búið
að loka á heimsóknir gesta sem
fór ekki vel í menn. Þá eru margir
kvíðnir út af kórónaveirunni enda
margir virkir fíklar hérna inni sem
eru með slæmt ónæmiskerfi. Hvern-
ig fangelsismálayfirvöld standa að
þessum losunum var svo kornið
sem fyllti mælinn, að minnsta kosti
hvað mig varðar,“ segir fanginn.
Páll Winkel fangelsismálastjóri
segist hafa skilning á því að þeir sem
ekki falla undir undanþágurnar
séu ósáttir. Til þess að losa pláss
hafi verið farið yfir fangalista og
einblínt á þá sem eru komnir fram
yfir Verndartíma eða reynslulausn
og teljist hæfir til slíks. „Þeir eru
flestir með ólokin mál hjá lögreglu
sem hafa komið í veg fyrir að þeir
kæmust á Vernd eða reynslulausn
en í ljósi aðstæðna var tekin ákvörð-
un um að veita undanþágu frá þeim
reglum,“ segir Páll.
Hann segir að viðmiðin séu skýr
en í sumum tilvikum reyni á hug-
lægt mat þegar hæfi er metið. – bþ
Mikil ónægja á meðal fanga vegna þess
hvernig staðið er að reynslulausn
Páll Winkel segir stundum reyna á huglægt mat. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Allt að tuttugu föngum
verður sleppt úr afplánun
fyrr en til stóð vegna yfir
vofandi baráttu við kóróna
veiruna.
COVID-19 Í gær var greint frá því
að karlmaður á efri árum hefði
verið lagður inn á Land spítalann
með háan hita og mikið veikur af
CO VID-19. Kjartan Hreinn Njálsson,
aðstoðarmaður landlæknis, segir
að maðurinn hafi verið sóttur heim
til sín og færður á Landspítalann í
sjúkrabíl.
„Hann er lagður inn vegna veik-
inda og ein kenna í tengslum við
CO VID-19 og er í góðum höndum
heil brigðis starfs fólks á Land-
spítalanum,“ segir Kjartan, en getur
ekki tjáð sig frekar um málið. – oæg
Alvarlega veikur
af COVID-19
1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð