Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 14

Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 14
Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Birnudalstindur er 1396 m hár tindur í Kálfafellsfjöllum upp af Suðursveit, einn margra í sunnanverðum Vatnajökli. Úr suðri líkist hann helst sökkvandi skipi, eins og skuturinn á Titanic stingist í hvítan sæ Vatnajökuls. Landslagið í kring minnir á Alpana þar sem skriðjöklar steypast niður þverhnípta dali og neðst tekur við net jökulfljóta sem líkjast kransæðum mannshjarta. Tilkomumestur er Kálfafellsdalur og inn af honum snarbrött Þverártindsegg (1544 m). Aðeins austar er ekki síður fallegur dalur, Staðardalur, og inn af honum Birnudalur. Þar opnast fjallaleikhús sem býður upp á sýningar af dýrari gerðinni. Best er að leggja til atlögu við Birnudalstind að vori til eða snemmsumars þegar snjór hylur brekkur sem annars geta verið lausar og erfiðar uppgöngu. Flestir gista á Hala eða Gerði í Suðursveit en þar í sveit fæddist og óx úr grasi rithöf- undurinn Þórbergur Þórðarson (1888-1974). Mörg hans frægustu verk, eins og Steinarnir tala, eiga sér einmitt kveikju í kynngimagnaðri náttúru Suðursveitar. Frá Hala er ekið að Kálfafellskirkju en þaðan má með leyfi ábúenda aka jeppaveg að mynni Birnudals. Haldið er upp stöllóttar hlíðar sunnan Birnudalsár og áin stikluð eða vaðin ofan við fallega fossa. Smám saman blasir tignarlegur Birnudalstindur við og langar snjóbrekkur suður af honum. Þeim er fylgt upp að klettabelti neðan tindsins en síðan sveigt til vesturs upp á hrygg sem leiðir að skuti skipsins. Síðasta brekk- an getur verið varasöm og sérstaklega þarf að gæta að snjóflóðum. Þarna býðst eitt stórkostlegasta útsýni af íslensku fjalli, m.a. ofan í Kálfafellsdal en einnig yfir að Öræfajökli með Sveinstindi og Kaldárnúpi (1406 m) og Kverkfjöllum í norðri. Í suðri blasir síðan við svört strandlengjan að Vestra-Horni og Hornafirði. Af tindi Birnudalstinds bjóðast þrjár mis krefjandi leiðir og er algengast að ganga eða skíða niður sömu leið til baka, samtals 15 km. Ef veður er gott og ekki hætta á snjóflóðum er hægt að þræða svokallaða tindaleið. Er þá fylgt eggjum tindanna milli Kálfafells- og Birnu- dals í suðvestur. Þetta er 21 km krefjandi ganga þar sem skynsamlegt er að hafa staðkunnuga með í för og styðjast við GPS-ferla, ekki síst til að finna rétta leið niður að Kálfafellskirkju. Þriðja leiðin hentar vel fjallaskíðafólki og er þá skíðað af toppnum niður eftir Skálafellsjökli að skálanum Jöklaseli. Þaðan liggur 16 km krappur jeppavegur niður að Smyrlabjarga- virkjun. Á leiðinni til Reykjavíkur er síðan tilvalið að skoða Þórbergssetur á Hala og kynnast betur meistara Þór- bergi og hvernig mögnuð náttúra Suðursveitar mótaði hann sem rithöfund. Titanic Suðursveitar Úr suðri líkist Birnudalstindur sökkvandi skipi. Hér nálg- ast fjallaskíða- hópur „skutinn“ af svokallaðri Skálafells- jökulsleið.  MYNDIR: ÓMB Birnudalstindur séður úr Birnudal. Snjófannir undir hlíðum hans eru með bestu fjallaskíðabrekkum landsins. Umhverfi Birnudalstinds, sem sést í baksýn til hægri, er tindaveisla fyrir allan peninginn.  1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.