Fréttablaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 20
Með því að byrja að vinna
með þessi gildi hjá ungum
börnum og foreldrum þeirra
má koma í veg fyrir að
óæskileg samskiptamynstur
þróist meðal nemenda.
Árangur atvinnutengingar
hefur farið stigvaxandi,
verkefnið hefur farið vel af
stað og móttökur fyrirtækja
verið góðar.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað að rétt-indum og velferð barna á
Íslandi og erlendis í rúmlega 30
ár. Samtökin eru aðili að Save the
Children International sem eru
stærstu frjálsu félagasamtökin í
heiminum sem vinna eingöngu
í þágu barna. Helsta áherslumál
samtakanna í gegnum tíðina er að
vernda börn gegn of beldi. Í þeirri
baráttu spila forvarnir og fræðsla
stórt hlutverk. Barnaheill halda úti
öflugum forvarnaverkefnum gegn
of beldi á börnum. Þau stærstu eru
Ábendingalína Barnaheilla, Vernd-
arar barna og Vinátta.
Ábendingalínu Barnaheilla má
finna á www.barnaheill.is. Þar
er hægt að tilkynna ólöglegt eða
óviðeigandi efni á neti. Ábend-
ingalínan er aldursskipt og barn-
væn. Inni á Ábendingalínunni er
að finna stuðning við þá sem til-
kynna og leiðbeiningar um hvert
skuli leitað ef hætta er á ferðum eða
viðkomandi er í neyð. Sér hnappur
er fyrir aldursf lokkinn 14 ára og
yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og
sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Vernd-
arar barna er forvarnarverkefni
gegn kynferðisof beldi á börnum.
Verkefnið kemur upphaf lega frá
samtökunum Blátt áfram sem sam-
einuðust Barnaheillum á síðasta ári.
Um er að ræða ítarlegt fræðsluefni
fyrir foreldra og fagfólk sem vinnur
með börnum um hvernig hægt er að
koma í veg fyrir, greina og bregðast
við þegar grunur er um að barn hafi
orðið fyrir kynferðisof beldi.
Vinátta er forvarnaverkefni gegn
einelti ætlað 0-9 ára börnum, for-
eldrum þeirra og fagfólki í leik- og
grunnskólum. Námsefnið byggir
á ák veðinni hug my ndaf ræði
sem endurspeglast í eftirfarandi
gildum; umburðarlyndi, virðingu,
umhyggju og hugrekki. Með því
að byrja að vinna með þessi gildi
hjá ungum börnum og foreldrum
þeirra má koma í veg fyrir að óæski-
leg samskiptamynstur þróist meðal
nemenda.
Nú stendur yfir hið árlega fjáröfl-
unarátak Barnaheilla, Út að borða
fyrir börnin, en ágóðinn af átakinu
rennur í verkefni Barnaheilla sem
snúa að forvörnum gegn of beldi.
Tuttugu og sjö veitingastaðir taka
þátt í átakinu með því að hluti af
verði valinna rétta rennur í verk-
efnin. Á barnaheill.is má sjá hvaða
staði er um að ræða. Ég vil hvetja
landsmenn til að fara út að borða á
einhvern þeirra staða sem í boði eru
og styðja þannig við verndun barna
gegn of beldi.
Að byrgja brunninn
Rúmlega 2.600 einstaklingar voru í starfsendurhæfingar-þjónustu um allt land á
vegum VIRK Starfsendurhæfingar-
sjóðs um áramótin síðustu, 6% fleiri
en fyrir ári.
Alls komu 2.062 nýir einstakling-
ar inn í þjónustu hjá VIRK á árinu
2019 og hafa ekki áður svo margir
hafið starfsendurhæfingu á einu ári.
Um 5% aukningu á milli ára er að
ræða sem er þó hlutfallslega minni
aukning en undanfarin tvö ár. 1.420
einstaklingar útskrifuðust frá VIRK
árið 2019 sem er einnig met.
17.500 einstaklingar hafa alls
hafið starfsendurhæfingu á vegum
VIRK frá því að fyrsti einstakling-
urinn kom inn í þjónustu haustið
2009.
Aftur til vinnu
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
er sjálfseignarstofnun stofnuð árið
2008 af helstu samtökum stéttar-
félaga og atvinnurekenda á vinnu-
markaði. VIRK vinnur að starfs-
endurhæfingu samkvæmt lögum
60/2012 í samstarfi við stéttarfélög,
atvinnurekendur, lífeyrissjóði,
þjónustuaðila í starfsendurhæf-
ingu og stofnanir velferðarkerfis-
ins. Starfsemin er fjármögnuð af
atvinnurekendum, lífeyrissjóðum
og ríkisvaldinu.
Hlutverk VIRK er að efla starfs-
getu einstaklinga með heilsubrest
sem stefna að aukinni þátttöku
á vinnumarkaði. Rétt á þjónustu
VIRK eiga þeir einstaklingar sem
ekki sinnt starfi sínu að hluta eða
öllu leyti eða tekið þátt á vinnu-
markaði vegna hindrana af völdum
heilsubrests. Einstaklingar þurfa
einnig að vera með beiðni eða vott-
orð frá lækni og hafa það að mark-
miði að verða virkir þátttakendur á
vinnumarkaði eða að auka þátttöku
sína á vinnumarkaði.
VIRK hefur byggt upp þverfag-
legan starfsendurhæfingarferil,
persónulega ráðgjöf og þjónustu
sem hefur það markmið að koma
einstaklingum aftur til vinnu. Um
er að ræða markvissa einstaklings-
miðaða ráðgjöf og þjónustu á sviði
starfsendurhæfingar sem krefst
fullrar þátttöku viðkomandi ein-
staklings og er honum að mestu að
kostnaðarlausu.
Á vegum VIRK starfa rúmlega 50
sérhæfðir starfsendurhæfingarráð-
gjafar staðsettir hjá stéttarfélögum
víða um land sem fylgja notendum
þjónustunnar allan starfsendur-
hæf ingarferilinn og hvetja þá
áfram. Auk þessa þá á VIRK í miklu
og góðu samstarfi við fagfólk um
allt land, leggur áherslu á að nýta
þjónustuaðila á hverju svæði fyrir
sig og þróa úrræði sem henta þeim
fjölbreytta hópi sem nýtir sér þjón-
ustu VIRK.
Á undanförnum þremur árum
hefur ný markviss þjónusta verið
þróuð – VIRK Atvinnutenging - sem
miðar að aukinni atvinnutengingu
í starfsendurhæfingu og ráðnir hafa
verið inn sérhæfðir atvinnulífs-
tenglar sem aðstoða einstaklinga
við að finna störf við hæfi í lok
starfsendurhæfingarferils. Hér er
um að ræða sérhæfða aðstoð fyrir
einstaklinga með skerta starfsgetu.
Árangur atvinnutengingar hefur
farið stigvaxandi, verkefnið hefur
farið vel af stað og móttökur fyrir-
tækja verið góðar. Sem dæmi um
það þá hafa yfir 300 fyrirtæki og
stofnanir skrifað undir sérstakan
samstarfssamning við VIRK og
fundin hafa verið nokkur hundruð
störf fyrir einstaklinga með skerta
starfsgetu á undanförnum tveimur
árum.
Árangur og ávinningur
Árangur og ávinningur af starfsemi
VIRK - fjárhagslegur og samfélags-
legur - er mjög mikill þar sem starf-
semin hefur á undanförnum ára-
tug skilað þúsundum einstaklinga
í virka þátttöku á vinnumarkaði.
77% þeirra rúmlega 10.000 ein-
staklinga sem útskrifast hafa frá
VIRK eru virkir á vinnumarkaði
við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnu-
leit eða lánshæfu námi.
Þennan árangur hafa utanað-
komandi aðilar staðfest, niður-
stöður Talnakönnunar sýna t.d. að
ávinningurinn af starfsemi VIRK á
árinu 2018 nam um 17,2 milljörðum
og að reiknaður meðalsparnaður
samfélagsins á hvern útskrifaðan
einstakling frá VIRK nam 12,7 millj-
ónum það ár.
Þá sýna þjónustukannanir VIRK
að þátttakendur eru undantekn-
ingalítið mjög ánægðir með þjón-
ustuna og telja hana auka verulega
bæði lífsgæði sín og vinnugetu.
VIRK virkar!
Vigdís
Jónsdóttir
framkvæmda-
stjóri VIRK
Erna
Reynisdóttir
framkvæmda-
stjóri Barna-
heilla – Save
the Children
á ÍslandiAÐALFUNDUR
Klappa grænna lausna hf.
Aðalfundur Klappa grænna lausna hf. verður haldinn á Café Atlanta, Hlíðarsmára 3
(gengið inn frá Hæðasmára), fimmtudaginn 2. apríl 2019, og hefst hann kl. 16:00.
Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
2. Önnur mál sem eru löglega borin fram.
Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar um breytingu á grein 2.01.5 samþykkta félagsins um heimild til
stjórnar um að auka hlutafé félagsins um allt að 50. m.kr. með útgáfu nýrra hluta í B-flokki hlutabréfa. Miðað er
við að núverandi hluthafar falli frá forgangsrétti. Markmið með útboðinu er að styðja við dreifingu á hugbúnaði
félagsins á alþjóðlegum mörkuðum og fjölga notendum.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu verða hluthö-
fum til sýnis á skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, 5. hæð, tveimur vikum fyrir aðalfund.
Öll gögn verða lögð fram fyrir hluthafa á síðunni www.klappir.com/fjarfestar
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað frá kl. 15.45. Á hluthafafundum fylgir eitt
atkvæði með hverri einni krónu í A-flokki hlutabréfa. Atkvæðaréttur fylgir ekki með B-hlutabréfum.
Vegna COVID-19 og þeirrar óvissu sem um það ríkir þá er verið að skoða möguleikann á að fundurinn færi fram
í gegnum fjarskiptabúnað eða á annan sambærilegann hátt. Verði það niðurstaðan verður hluthöfum tilkynnt
um það með tölvupósti.
Vinsamlega athugið að aðalfundurinn var áður auglýstur 9. apríl og hefur sú dagsetning tekið breytingum
eins og fram kemur hér að ofan.
Stjórn Klappa grænna lausna hf.
1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð