Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 30

Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 30
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Byggingafyrirtæki, rétt eins og öll önnur fyrirtæki, þurfa að búa sig undir hugsanleg áhrif COVID-19 faraldursins á rekstur- inn. Það borgar sig að hafa einhvers konar áætlun um hvernig á að bregðast við ef kórónaveiran kemst inn á byggingasvæði og byrjar að hafa áhrif á framkvæmdir. Ian Atkinson og Michelle Essen starfa hjá bresk-bandarísku lög- fræðistofunni Womble Bond Dick- inson og þau tóku saman nokkur atriði sem byggingafyrirtæki þurfa að hafa í huga vegna faraldursins til að takmarka seinkanir og hættu fyrir starfsfólk. n Skipulag Fyrir hvaða lykilhluta rekstursins þarf að gera ráðstafanir ef hlutir fara illa? Ef efniviður kemur til dæmis frá landi sem verður illa úti vegna veirunnar gæti þurft að finna einhvern annan efnivið. Það er mikilvægt að hafa birgða­ keðjuna á hreinu og bregðast við ef fyrirtækið er háð svæði þar sem veiran nær mikilli útbreiðslu. Spurningar sem veiran vekur Kórónafaraldurinn getur haft mikil áhrif á atvinnurekstur, þar á meðal byggingarstarfsemi. Því ættu byggingafyrirtæki að huga að ýmsum atriðum til að verjast áhrifum á reksturinn. Þessir verka- menn á Srí Lanka ganga með grímur í vinnunni til að verjast smiti af kórónaveirunni. MYND/GETTY Ef til þess kemur að loka þurfi bygg- ingarsvæðinu, er þá hægt að gera það á fljótlegan og öruggan hátt? Mögulega þurfa einhver fyrirtæki í byggingageiranum að sjá starfsfólki sínu fyrir handþvottaaðstöðu eða sótthreinsandi efnum. MYND/GETTY Við hjá Front-X sérhæfum okkur í bílskúrs- og iðnaðarhurðum Sendu okkur verðfyrirspurn af vefsíðunni okkar www.frontx.is eða sendu okkur póst á frontx@frontx.is www.frontx.is Það gæti haft slæm áhrif á byggingafram- kvæmdir ef veiran færi að smitast á vinnu- svæðum. MYND/ERNIR n Öryggis- og heilbrigðismál Það er gott að vita hvaða skyldum fyrirtækið hefur að gegna gagnvart starfsfólki sínu varðandi heil­ brigðismál, sérstaklega ef það er að vinna á byggingarsvæði. Þarf að sjá því fyrir sérstakri handþvotta­ aðstöðu eða einhvers konar búnaði eða þjálfun? n Hugsanleg lokun Hvað gerist ef hluti starfsfólks eða allir starfsmenn smitast af COVID­19? Ef til þess kemur að loka þurfi byggingarsvæðinu, er þá hægt að gera það á fljótlegan og öruggan hátt? n Tryggingamál Hugsanlega eru einhverjar trygg­ ingar til staðar sem geta komið að gagni og minnkað fjárhagslegt tap og mögulega gera samningar ráð fyrir að það sé haft samband og samráð við tryggingafyrirtæki vegna skipulagsbreytinga sem faraldurinn gæti valdið. n Opin umræða Það gæti verið best að ræða bara við þann aðila sem fyrirtækið er að vinna fyrir fyrir fram, svo það sé hægt að semja um leiðir til að mæta óvæntum uppákomum á einhvern hátt sem hentar öllum. Þá er mögulega hægt að koma í veg fyrir ágreining. n Samningsatriði Það þarf að hafa það á hreinu hvort notkun á ákveðnum efnivið eða birgjum sé bundið í samninga. Það þarf líka að athuga hvernig orðalag er í samningum þegar kemur að svokölluðu „force majeure“, þegar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að sinna vinnu. Það er líka mögulegt að faraldurinn geti veitt sumum verktökum rétt á að óska eftir lengri fresti til að klára verkefni eða hærri greiðslum. Einnig þarf að athuga hvað gerist ef til seinkana skyldi koma og hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til að samningi sé sagt upp. n Aðrir samningar Seinkun á verkefnum getur haft áhrif á aðra samninga sem fyrir­ tækið hefur gert, eins og leigu­ samninga og fleira. Að þessu þarf að huga svo að þetta komi engum í opna skjöldu. n Gott að hafa varann á Það er enn ekki ljóst hversu alvarleg áhrif COVID­19 hefur á atvinnulífið, en það er skynsam­ legt fyrir fyrirtæki að hugsa fram í tímann og hafa einhver úrræði til staðar ef allt fer á versta veg og at­ huga hvort eitthvað í samningum segi til um hvernig eigi að bregðast við óvæntum aðstæðum. MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI 4 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RVERK OG VIT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.