Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 44

Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 44
Kórónaveiran og íþróttavellirnir Kórónaveiran heldur áfram að setja strik í reikning íþróttafélaga og íþróttamanna úti um allan heim. Sífellt fleiri lönd eru að banna áhorfendur á leikjum og íhuga að fella niður íþróttaviðburði á meðan aðrar þjóðir grípa til vægari aðgerða í baráttunni við veiruna. Áhorfendur eru farnir að verja andlit sín með grímum til að reyna að koma í veg fyrir smit. Þessir stuðn- ingsmenn í Kanada mættu kappklæddir til að vekja athygli á mikilvægi hreinlætis hjá þeim sem sækja íþróttavið- burði. Það er sífellt algengari sjón að sjá enga áhorfendur í stúkunum á keppnis- leikjum. Einn af stærstu íþrótta- viðburðum Bandaríkjanna, marsfárið (e. March Mad- ness) í banda- ríska háskóla- boltanum hefst á næstu dögum og er óvíst hvort áhorfendur fá að fylgjast með leikjunum. Í Bandaríkjunum fá fjölmiðlar ekki lengur aðgang að búningsklefum. Þess í stað sitja allir leik- menn stuttan blaðamannafund með fjölmiðlastéttinni eftir leiki. NORDICPHOTOS/GETTY Súmóglímukapparnir létu ekki kórónaveiruna né skort á áhorfendum trufla eitt af stærstu súmóglímumótum ársins í Osaka, Japan. Leikmenn eru beðnir um að sleppa því að heilsast fyrir leiki og hafa sumir gripið til þess að slá saman úlnliðum eða framhandleggjum eins og Wendie Renard og Luana Paixao gera hér fyrir landsleik Frakklands og Brasilíu. Olnbogarnir verða að duga hér þegar liðsfélagarnir í skoska landsliðinu í ruðningi heilsast á æfingu. Sótthreinsi- stöðvar eru komnar á alla stærstu velli heims, merktar íþróttafélögum. Kórónaveiran kom ekki í veg fyrir að rúmlega 60 þúsund manns mættu á Cheltenham-veðhlaupakeppn- ina í Bretlandi. Cheltenham-keppnin er næststærsti viðburður ársins í þessum geira í Bretlandi. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.