Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 52

Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 52
1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING Níu líf, söngleikur um Bubba Morthens, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu föst udag inn 13. mars. Ólafur Egill Egilsson er höfundur verksins og jafnframt leikstjóri. Um tónlistar- stjórn sér Guðmundur Óskar Guð- mundsson. Ólafur Egill er fyrst spurður hvort Bubbi hafi komið að handritsgerð- inni eða uppsetningunni. „Þegar við hittumst fyrst sagði Bubbi mjög ákveðinn: Ég ætla ekkert að skipta mér af þessu, en ekki hlífa mér. Þetta verður að vera alvöru, annars er enginn tilgangur með sýning- unni.“ Ólafur Egill og Guðmundur Óskar völdu lögin sem flutt eru í sýning- unni úr öllu því ógrynni laga sem Bubbi hefur samið á sínum langa ferli: „Við förum í gegnum ævi Bubba í sýningunni, hans níu líf, og að heyra lögin í samhengi við lífshlaup hans held ég að setji þau í dálítið nýtt ljós. Bubbi er auð- vitað leynt og ljóst að takast á við sjálfan sig í sinni tónlist. Hann syngur gjarna um það sem hann er að upplifa hverju sinni, en hann syngur líka um sjálfan sig í lögum sem hann hefur sjálfur sagt að fjalli ekki um neitt. Eins og til dæmis „Fjöllin hafa vakað“ sem Halldóra Geirharðs syngur í sýningunni sem „Egó-Bubbi“. Hún kom upp- tendruð á æfingu einn daginn og var þá búin að finna lykil að túlkun. Hér syngur undirmeðvitund Bubba um falinn sársauka, um það að vera fjall, vakandi, steinrunnið og þögult fjall, en geyma samt tár inni í sér og þrá að opna sína sál. Út frá því færðum við lagið til og í því sam- hengi er það stökkpallur inn í Egó tímabilið, þegar Bubbi verður að einhvers konar fjalli, lokar allt inni og keyrir bara áfram á hörkunni,“ segir Ólafur Egill. Bubbi í nýju ljósi Ævi Bubba hefur verið viðburðarík og sannarlega ekki áfallalaus, eins og endurspeglast í sýningunni. „Þetta er vægðarlaus og kannski meira að segja dálítið gróf sýning en um leið falleg, viðkvæm og til- finningarík. Þarna eru stórar til- finningar, mikið drama og mikill sársauki,“ segir Guðmundur Óskar. Þeir félagar hafa orð á því að margir sem hafi séð æfingar segjast upplifa persónu Bubba í nýju ljósi. „Fólk hefur kannski ekki alveg áttað sig á því hvaðan hann kemur, hvað hann hefur gengið í gegnum og hvernig hann hefur sem manneskja tekið á sjálfum sér, til að komast á þann stað sem hann er á í dag,“ segir Ólafur Egill. „Og öll hamskiptin, Bubbi hefur gengið í gegnum miklar umbreyt- ingar, bæði sem manneskja og tón- listarmaður,“ segir Guðmundur Óskar. „Hann staldrar aldrei við í einni týpu eða einu þema, einum stíl. Eins og Utangarðs-Bubbi segir í sýningunni, og í gömlu viðtali í Vikunni: „Ég get ekki verið að gera Ísbjarnarblús endalaust, það væri eins og að sofa alltaf hjá sömu kon- unni í trúboðastellingunni.“ Rósir í garðinum Bubbi hefur komið á æfingar. „Hann er æðrulaus, brosir og hrósar fólki, sendir frá sér hlýja og góða strauma í allar áttir,“ segir Ólafur Egill. „Þetta er án efa mjög sérstakt, og jafn- vel erfitt, að sjá ævi sína túlkaða svona uppi á sviði og einhvern tíma í miðju ferlinu var ég að hafa áhyggjur af því að vera of nærgöng- ull, þetta hlyti að vera óbærilegt. En þá benti Bubbi mér á að þetta er það sem hann hefur meðvitað verið að gera síðustu ár, opna á tilfinningar sínar, skrifa um þær, syngja um þær, ganga á hólm við sársaukann og sjálfan sig og miðla einhverju úr baráttunni. Það er kannski það sem sýningin fjallar helst um, hvernig hægt er að takast á við hlutina, finna sína leið og lenda á báðum fótum, uppréttur með sitt á hreinu. Til dæmis í Kjósinni með bros á vör og rósir í sínum garði. Ég held við getum öll tengt við Bubba og ferðalag hans. Að minnsta kosti held ég að okkur leikhópnum þyki eiginlega vænna um þennann marg- brotna Bubba með hverju laginu sem við flettum af honum.“ Hamskipti Bubba Borgarleikhúsið frumsýnir Níu líf, söng- leik um Bubba Morthens þar sem farið er í gegnum ævi hans. Í sýningunni eru lög hans sett í samhengi við lífshlaup hans. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÞAÐ ER KANNSKI ÞAÐ SEM SÝNINGIN FJALLAR HELST UM, HVERNIG HÆGT ER AÐ TAKAST Á VIÐ HLUTINA, FINNA SÍNA LEIÐ OG LENDA Á BÁÐUM FÓTUM, UPPRÉTTUR MEÐ SITT Á HREINU. Ólafur Egill Egilsson Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og Guðmundur Óskar Guðmundsson sér um tónlistarstjórn. Þeir völdu lögin sem flutt eru í sýninguni.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Höfundar fimmtán barna- og unglingabóka eru tilnefndir til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar en verðlaunin eru veitt í þremur f lokkum. Verð- launin verða svo afhent, hefðinni samkvæmt, síðasta vetrardag í Höfða. Barna- og unglingabækur frumsamdar á íslensku n Draumaþjófurinn Gunnar Helgason n Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Margrét Tryggvadóttir n Nornin Hildur Knútsdóttir n Villueyjar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir: n Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins Snæbjörn Arngrímsson Myndlýsingar í barna- og unglingabókum n Ró: fjölskyldubók um frið og ró Bergrún Íris Sævarsdóttir n Sipp, Sippsippanipp og Sipp- sippanippsippsúrumsipp: systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum! Blær Guðmundsdóttir n Vargöld 2. bók Jón Páll Halldórsson n Egill spámaður Lani Yamamoto n Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring Þýddar barna- og unglingabækur n Bók um tré Piotr Socha og Wojciech Grajkowski Þýðing: Illugi Jökulsson n Villinorn: Bækurnar Blóð Viri- díönu og Hefnd Kímeru Lene Kaaberbøl Þýðing: Jón St. Kristjánsson n Snjósystirin Maju Lunde Þýðing: Silja Aðalsteinsdóttir n Hver vill hugga krílið? Tove Jansson Þýðing: Þórarinn Eldjárn n Múmínálfarnir: Minningar múmínpabba Tove Jansson Þýðing: Þórdís Gísladóttir Fimmtán eru tilnefnd til verðlauna Margrét Tryggvadóttir með bók sína um Kjarval. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.