Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 54

Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 54
LÍNA ER HREINASTA FORMIÐ. ÞAÐ ER HÆGT AÐ GERA ALLT VIÐ HANA OG EKKI NEITT OG HÚN GETUR VERIÐ MJÖG EINFÖLD OG MJÖG FLÓKIN.Sýningin Línur stendur nú yfir í Listasafninu á Akur-eyri. Þetta er samsýning átta listamanna frá sex löndum. Listamennirnir eru: Almuth Baumfalk frá Þýskalandi, Armando Gomez, Mexíkó, Hiro Egami, Japan, Rym Karoui, Túnis, Miyuki Kido, Japan, Kristine Schnappenburg, Þýska- landi, Saulius Valius, Litháen og Lap Yip, Hong Kong. Mireya Samper er sýningarstjóri. „Þarna eru verk sem voru unnin á staðnum og sömuleiðis verk sem voru f lutt til landsins. Þetta eru málverk, innsetningar og skúlptúr- ar,“ segir hún. „Það er búið að vinna að þessari sýningu lengi og mikið samtal var milli mín og listamann- anna. Vinnutitillinn var Lines, Línur, og allir voru svo ánægðir með þann titil að við ákváðum að halda okkur við hann.“ Steinar frá Dritvík og Japan Verkin á sýningunni eru gjörólík en eitt sameinar þau þó. „Það er línan,“ segir Mireya. „Lína er hrein- asta formið. Það er hægt að gera allt við hana og ekki neitt og hún getur verið mjög einföld og mjög flókin. Listakonan Almuth Baumfalk vinnur mikið með línur. Hún málar á gervisilki þannig að það sést í gegnum það. Fyrir aftan málverkið sjást skuggar sem eru línur. Í sama sal er risastórt verk úr rauðu garni eftir Saulius Valius, sem sýnir línur. Hann strengdi verkið þversum í gegnum salinn, hátt upp, þannig að maður gengur undir það. Maður tekur ekki mikið eftir verkinu í fyrstu, en þegar maður er kominn inn í salinn sér maður að það er eitthvað fyrir ofan mann. Valius lýsir verkið þannig að línur varpast á vegginn og gólfið. Annar Japaninn, Hiro Egami, er með ótrúlega flott verk sem er búið til úr litlum steinum, frá Dritvík og orkustað í Japan. Hann blandar steinunum saman þannig að þeir mynda fullkominn kassa en eru um leið óreglulegir. Þeir hanga í hvítum tvinna á plötu og það er strengur í veggnum þannig að hægt er að hreyfa það. Steinarnir eru svo léttir að það er eins og þeir svífi.“ Orðlausir listamenn Listamennirnir komu til landsins í tilefni sýningarinnar, fyrir utan Rym Karoui frá Túnis, sem fékk ekki brottfararleyfi. Hún kom verk- um sínum til Frakklands og þaðan voru þau flutt hingað til lands. Hún og fjölskylda hennar eru undir eftir- liti stjórnvalda. Bróðir hennar var í forsetaframboði á síðasta ári, var handtekinn vegna stjórnmálaskoð- ana og stjórnaði kosningabaráttu sinni úr fangelsinu. Mireya segir listamennina hafa orðið nánast orðlausa þegar þeir sáu Listasafnið á Akureyri. „Þau fengu síðan aðstöðu í listamannaíbúð þar sem var pláss fyrir þau öll. Þau voru mjög ánægð með heimsóknina, móttökurnar og samvinnuna með frábæra starfsfólkinu sem vinnur á Listasafninu á Akureyri og það var algjörlega frábært að fá þessa flottu listamenn til Akureyrar.“ Sýningin stendur til 3. maí. Línan sameinar verkin Átta listamenn frá sex löndum sýna í Listasafninu á Akureyri. Mireya Samper er sýningarstjóri. Listamennirnir urðu nánast orðlausir þegar þeir sáu hið glæsilega Listasafn á Akureyri. Verk eftir japanska listamanninn Miyuki Kido.Verk eftir Þjóðverjann Almuth Baumfalk. Verk listamannsins Lap Yip sem er frá Hong Kong. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Mireya segir frábært að hafa fengið listamennina til Akureyrar. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.